Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1914, Síða 149
41
Pó aö hann kunni aö hafa þótt nokkuð alpýðleg-
ur í háttum, heflr þó verið ærið eitthvað, sem dró
menn að honum. Pað eru óræk gögn fyrir því í
bréfabók Brynjólfs biskups,1) að Hallgrímur hefir
verið hjá biskupi austur í Skálholti á útmánuðum
1663, þegar sóttin gekk þar á staðnum, Ragnheiður
dóttir biskups lá banaleguna, og heldur dapurlegt
Var á biskupsstólnum. Hallgrímur mundi ekki hafa
verið þar ótilkvaddur, þegar svo stóð á. Vottar það,
að biskupi hafl verið návist hans kær og þægileg, og
hann metið Hallgrím mikils. Hann mundi varla hafa
kallað hann að banasæng dóttur sinnar annars, né
hvatt liann að sínum eigin hörmum, sem lögðust á
hann — eins og síra Torfl i Gaulverjabæ ritar í bréfi
til Þormóðar Torfasonar 27. Júlí 1687, — þá er »inn-
féllu calamitates domesticœ2 3 4) um Ragnheiði sálugu,
hvert tilfelli þeim sáluga herra svo nærri gekk, að
re veras) varð hann aldrei samur maður, létti á sér
studiis antiquitatum*) og öðru soddan..............honum
tók þá sjálfum hönd að stirðna eður skjálfa, svo í
ein 6 eður 7 ár skrifaði hann ei nafn sitt mami pro-
pria((5). Torfl prófastur minnist Hallgríms nokkrum
sinnum í bréfum sínum til Rormóðar; likir hann
Hallgrími við mestu menn aldarinnar, Arngrím lærða
Brynjólf biskup o. fl., eða þá hann nefnir Haflgrím
»hinn mikla sóma vorrar aldar«6). Má af þvi nokkuð
1) Allar tilvitnanir i bréfabók Brynjólfs bisltups um Hallgrim
hefl eg feingið frá Hannesi skjalaverði Porsteinssyni, sem heflr
gegnum farið bókina upp á æfisögur lærðra manna,
2) P. e. heimilishörmungar.
3) i rauninni.
4) fornfræðaiðkunum.
5) með eiginhendi.
6) í bréfi 8. Ág. 1684: »samt sem áður þyki mér í þeli vænt
um, að ekki er frosinn heili í löndum minum eptir undanfarna
mikla menn, bæði D. Arngrimum, Magnum Olavium, Mag. Bryn-
jólfum og síra Hallgrtm sáluga Pétursson«. — í bréfl 5. Ág. 1686:
»Flóentssaga er fallegur diktur af þeim bræðrum Flóent og Leone.
Par af kvað rímur Bjarni skáldi, en viðjók sira Hallgrimur, hinn
mikli noslri seculi decus«.
i