Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1914, Blaðsíða 198
90
David Lloyd George.
David Lloyd George, fjármálaráögjafi Stórbreta-
lands, er einhver lcunnasti stjórnmálamaður, sem nu (
er uppi. Æfiferill hans er að mörgu leyti merkileg-
ur, því að hann hefir miklu aíkastað og hafizt af
litlum efnum til mikilla metorða. Meðan Búastyrj-
öldin stóð sem hæst hefði pað pótt fyrirsögn, að
hann ætti nokkru sinni sliku gengi að fagna á Bret-
landi, sem nú er raun á orðin, pví að hann dró pa
svo mjög taum Búa í ræðum sínum, að Englendingar
snerust til fulls fjandskapar við hann, og optar en
einu sinni gerði múgur manns aðsúg að honum, og
slapp hann nauðulega undan. En allir undruðust
hugrekki hans í pví stímabraki.
David Lloyd George er fæddur í Manchester 17.
dag Janúarmánaðar 1863. Faðir hans var par pá
kennari, en lét af pví starfi pað ár og tók að búa;
en ekki hafði hann búið árlangt, er hann sýktist og
dó á bezta aldri. Ekkjan fór pá til bróður síns, er
Richard Lloyd hét. Hann var skósmiður og átti
heima í smábæ í Norður-Wales, sem Llanystumdurj7
heitir. Hann var ekki auðugur maður, en pó bjarg-
álna, og hjá honum fóstraðist David litli, ásamt tveim
systkinum sínum.
Pað sannaðist á David Lloyd George, að snemma
beygist krókurinn til pess, sem verða vill. Regar hann
var tveggja ára, var hann vanur að standa á riðinu
við hús sitt og »prédika« yfir systkinum sínum, og
hafði hann pá prik í hendi, sem hann sló niður í
riðið, til að vekja eptirtekt »safnaðarins«. Sjö ára
gamall var hann sendur í barnaskóla, og bar hann
par mjög af öðrum börnum í námfýsi, og leið ekki
á laungu áður en hann varð sjálfkjörinn fyrirliði
skóladreingja. Hann átti góðan veiðjhund, sem hann