Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2004, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2004, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST2004 Fréttir DV Ragnar Sigurjóns- son fiskútflytjandi Fjölskyldan hefuraf- neitaö honum. íkveikjur á Vopnafirði Kveikt var í tveimur hús- um á Vopnafirði um helg- ina. Aðfaranótt sunnudags kom upp eldur í húsi við Miðbraut ellefu og var það gangandi vegfarandi sem kom að húsinu þar sem eld- ur logaði upp með hurðar- gaflinum. Slökkviliðið var kallað á staðinn og slökkti eldinn. f fyrrakvöld kom svo í ljós að eldur hafði einnig verið borinn að gluggatjöld- um í Steinholti 4. Ekki var um miklar skemmdir að ræða. Lögreglan á Vopna- firði hefur engan grunaðan en málið er í rannsókn. Hún segir að líklegt þyki að sá sem eldanna kveikti hafi ætíað að skemma meira en úr varð. Húsin voru bæði mannlaus. Bremsurnar voru nýjar „Bremsurnar í trukkn- um voru nýjar," segir Guð- jón Magnússon, sem steypti trukk sínum fram af einbreiðri brú á mánudag- inn til að forða stórslysi. „Ég horfði nýlega á þegar skipt var um þær allar. Bíll- inn var fullhlaðinn að koma úr brekku, þess vegna gat ég ekki stoppað.“ Jóhannes Björgvinsson, lögregluvarðstjóri í Búða- dal, segir að sett hafi verið út á ákveðin atriði varðandi öryggisbúnað í skoðunn- arskírteini trukksins frá aprílmánuði. Guðjón sagði að það eina sem skipti sig máJi sé að allir hafi lifað af og að hann láti sér annað litíu varða. Löggan þarf ekki lífverði „Erlendir þjóðhöfðingjar og ráðamenn sem hingað koma á vegum íslenskra stjórnvalda hljóta gæslu í samræmi við alþjóðlega sáttmála," segir Jón Bjartmarz yf- irlögreglu- þjónn. í DV í gær var viðtal við tvo lífverði sem gagn- rýndu lögregluna fyrir að hafa af þeim verkefni. „Þetta er einfaldlega ekki rétt hjá þeim. Sérsveit- armenn sem sinna þessum störfum eru menntaðir í þeim.“ Aðspurður um hvort lögreglan hafi einhvern tímann notið hjálpar menntaðra lífvarða svarar Jón Bjartmarz neitandi. „Við sinnum okkar starfi eins og lögreglan í ná- grannalönd- unum, ir Jón. „Þannig er það bara.“ Ragnar Sigurjónsson fiskútflytjandi var framseldur frá Taílandi um helgina. Hann á yfir höfði sér dóm í fjársvikamáli en hann yfirgaf landið fyrir fimm árum meðan réttarhöldin voru enn í fullum gangi. í dag hefur fjölskylda Ragnars afneitað honum. Guðmundur Thorlacius. sonur Ragnars, segir hann ekki lengur föður sinn. Eina sem hann viti um pabbann sé það sem hann les í blöðunum. Fjölskyldan afneitar Ragnari fjársvikara „Hann bara fór og við vissum ekkert," segir Guðmundur Thor- lacius Ragnarsson, sonur Ragnars Sigurjónssonar sem var fram- seldur frá Taílandi síðustu helgi. Um fimm ár eru síðan Ragnar flúði fsland meðan réttarhöld í fjársvikamáli á hendur honum stóðu yfir. Ragnar yfirgaf konu sína og tvö börn sem hvorki vissu um málaferlin né hvert Ragnar hafi farið. „Hann er löngu kominn út úr okk- ar Jífi,“ segir Guðmundur en hann vinnur í dag sem lögfræðingur hjá íjármálaráðuneytinu. „Eina sem ég veit um manninn les ég í blöðunum. Það er staðan hjá okkur öllum. Hann bara fór og við héldum að hann ætl- aði að koma aftur. Það eru fimm ár síðan." Ragnar var ákærður fyrir að svíkja fjórar milljónir út úr Nígeríumanni. Hann seldi honum 1000 þorskhausa en afhenti aldrei vöruna. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma. Nokkrum dögum áður en þriðja þinghaldið átti að hefjast flaug Ragnar til London þar sem hann hvarf sporlaust. Hringdi bara til að biðja um pening Lögreglan í Bretíandi hóf um- fangsmikla leit að Ragnari og Interpol lýsti eftir honum í 177 löndum. Fjöl- skyldan hér heima beið í óvissu. Ragnar hafði haldið réttarhöldunum í fjársvikamálinu leyndum fyrir sínum nánustu en skyndilega komst allt upp á yfirborðið. Þremur og hálfum mán- uðieftiraðRagnar hvarf hringdi hann í dóttur sína. „Við vorum hrædd meðan leitin stóð yfir í Bretíandi," segir Guðmund- ur. „Við vorum í góðu samstarfi við lögregluna úti en vissum í raun ekk- ert. Eina sem við vissum var að hann Ragnar fór. í dag hef- ur fjölskyldan afneit- að Ragnari. íþeirra huga er hann ekki til. hefði svikið okkur. Svo skyndilega hringir hann í systur mína. Hann var að biðja um pening. Það var eina skiptið sem hann hafði samband. Til að biðja um pening." Neitaði að gefa upp rétt nafn Eftir símtalið varð ljóst að Guð- mundur hafði flúið til Taílands. Lög- reglan hér á landi hafði samband við hann en Ragnar neitaði að koma sjálfviljugur heim. Farið var fram á við taílensk stjórnvöld að Ragnar yrði framseldur og árið 2000 var sú beiðni samþykkt ef hann kæmist í þeirra vörslu. Það gerðist í maí á þessu ári þegar Ragnar var handtekinn í Taílandi fyrir smáþjófnað. í fangelsinu neitaði Ragnar að gefa upp rétt nafn og krafðist þess að fá samband við ís- lenska ræðismanninn. Með því að hafa sambandi við hann vissi Ragnar að hann yrði sendur heim. En taílensk fangelsi eru jafnvel verri kostur en sá að gera upp við fortíðina hér heima á Fróni. Fjölskyldan afneitar Ragnari Guðmundur, sem vill frekar titía sig Thorlacius en Ragnarsson, segir: „Við höfðum ekki hugmynd um að hann ætíaði að koma. Hann hringdi ekki í okkur og lög reglan lét okkur ekki vita. Ég uppgötvaði þetta þegar ég las DV á þriðjudags morg- Af viðtölum við aðra fjölskyldu- meðlimi má greina mikla sorg varð- andi málið; meiri svik en hann hefði haft í frammi væru vart hugsanleg. Guðmundur sonur hans vill hins veg- ar ítreka að Ragnar sé ekki lengur hluti af fjölskyldunni. Hann sé í raun ekki til í þeirra augum. „Við lifum öðru lífi í dag,“ segir Guðmundur Thorlacius, sem hefur þurft að sjá föður sinn snúa við sér baki. Aðspurður hvort hann hafi af- neitað föður sínum segir hann: „Auð- vitað. Hann er eklá til í mínu lífi í dag.“ simon@dv.is Fellihýsi á raðgreiðslum Svarthöfði hefur ákveðið að byrja að safna fyrir nýjum jeppa og felli- hýsi fyrir næsta sumar. Fátt er betur til þess fallið að auka veg manns á meðal samborgaranna en aka glæst- um jeppafáki með íbúðarvirði dinglandi í rassgatinu. Frá fjöru til fjalla og um þorp og bæi mun Svart- höfði ásamt vísitölufjölskyldu sinni vekja aðdáun eyjaskeggja. Ein vika á landinu bláa með jeppa ásamt hjól- hýsi í eftirdragi yrði óborganleg. Svarthöfði á sínum meðal- launum hrekkur í kút þegar þetta orð „óborganleg" flýgur um huga hans. Kaldur hrollur læðist niður eftir baki Svarthöfða þegar honum Svarthöfði verður hugsað til þess að hann neyðist líklega til að setja annað tveggja, farkostinn eða viðhengið, á raðgreiðslur eða víxil. Samkvæmt einföldum hugarreikningi gæti Svarthöfði með harmkvælum lagt fyrir 20 þúsund krónur á mánuði sem þýðir 240 þúsund á ári upp í fjárfestingu sem nemur um 12 mUlj- ónum króna. Þá er ljóst að miðað við vikuferðalag þá myndi gistinóttin kosta um milljón krónur. Nú er Svarthöfði enginn Jón Ás- geir með 12 milljónir á mánuði og Hvernig hefur þú það? Garðarsson, útvarps- og sjónvarpsmaöur„Ég er að taka til í bflskúrnum og hefþað bara Þessi tiltekt er búin að bíða í þrjú ár og ég er feginn að vera byrjaður. Hálfnað er verk þá hafið er. Ég ersvona hálfnaður." raðgreiðslur frá sumri og fram á haust myndu shga fjárhag hans og allra nánustu ættingja. Svarthöfði andvarpar þegar honum verður hugsað til gamla tjaldsins sem hann erfði eftir ömmu sína. Tjaldið hafði í gegnum tíðina heillað hal og sprund í Þórsmörk og Atíavík enda er það með himni. Tjaldið, sem framleitt var af Belgjagerðinni, er farið að láta á sjá en verður samt að duga enn um sinn. Hámarkið, ef miðað er við af- komu og greiðslugetu, að mati Svarthöfða var þó að fjárfesta í gömlum tjaldvagni sem hægt væri að hengja aftan í ijölskyldubfl Svart- höfða sem er af gerðinni Golf árgerð 1981. Slflct apparat vekti að vísu nokkra athygli en athygli er eitthvað sem Svarthöfði er vanur. Eina sem skiptir Svarthöfða máli er að snúa lyklinum og keyra af stað. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.