Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2004, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2004, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST2004 Sport DV Þrjú félög með fulltrúa KSÍ veitti í gær viður- kenningu fyrir leikmenn 7.-12. umferða í Lands- bankadeild karla. Athygli vakti að aðeins þrjú félög - FH, ÍBV og Víkingur - áttu fulltrúa í liðinu. Birkir Kristinsson er markvörður í liðinu. f vöminni em Grétar Sigfinnur Sigurðsson, Freyr Bjarnason, Tommy Nielsen og Mark Schulte. Miðjumenn em Heimir Guðjónsson, Bjamólfur Lámsson, Kári Árnason og Emil Hallfreðsson. Framherjar eru síðan Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Jermaine Palmer. Gunnar Heiðar var að auki valinn besti leikmaður umferða 7-12. Sigurður Jónsson, þjálfari Víkings, var valinn besti þjálfarinn og Egill Már Markússon besti dómarinn. Athygli vekur að enginn KR-ingur er í liðinu en þetta er í fyrsta skipti sem þeir eiga engan fulltrúa síðan KSI byrjaði með þessar viðurkenningar. Kippur kominn í miðasölu Aðstandendur ÓL í Aþenu kætast þessa dagana því mikill kippur er kominn í miðasölu. Á miðvikudag var sett met er tæplega 50 þúsund miðar vom seldir á einum degi. Nú hafa selst 2,5 milljónir miða á íþróttaviðburði leikanna en langt er samt í land því rúmlega fimm milljón miðar em í boði. Wengerneitar öllu Arsene Wenger, fram- kvæmdastjóri Arsenal, neitaði því í samtali við breska fjölmiðla í gær að Real Madrid og Arsenal væm búin að komast að samkomulagi um kaupverð á miðjumanninum Patrick Vieira. „Ég neita því algjörlega að við séum búnir að samþykkja tilboð frá Real,“ sagði Wenger. „Annars hef ég ekkert meira um málið að segja." Þrátt fyrir þessi ummæli Wengers em spænskir fjölmiðlar enn sannfærðir um að búið sé að semja um kaupverð og að Vieira sé á leiðinni til Madrid. Meo vængnaf eins og albatros Það er engin furða að Þjððverjinn Michael Gross skuli hafa verið uppnefndur Albatrosinn. Þessi merki sundmaður er 2,01 metri á hæð og „vænghaf" hans er 2,11 metrar. Gross vann sitt fyrsta ólympíu- gull þann 29. júlí 1984 þegar hann kom fyrstur í mark í 200 metra skriðsundi og þar að auki sló hann heimsmet sem hann átti reyndar sjálfur. Daginn eftir var Gross aftur mættur ferskur í laugina þar sem hann nældi sér í gull í 100 metra flugsundi og sló aftur heimsmet. Flestir áttu von á því að Gross myndi vinna sitt þriðja gull í 200 metra flugsundi en lítt þekktur kappi frá Ástralíu, Jon Sieben að nafni, sló honum við og kom við bakkann á undan Gross. Þrátt fyrir Þrátt fyrír tapið var Gross auðmjúkur í viðtölum við fjölmiðla þar sem hann kaus að hrósa Sieben í hástert í stað þess að væla. Þessi framkoma færði Gross mikla virðingu. tapið var Gross auðmjúkur í viðtölum við fjölmiðla þar sem hann kaus að hrósa Sieben í hástert í stað þess að væla. Þessi framkoma færði Gross mikla virðingu. Þrátt fyrir þetta áfall þá réð Gross ríkjum í 200 metra flugsundinu frá 1981 til 1988. Hann sigraði á tveimur heimsmeistaramótum, fjórum Evrópumótum og setti fjórum sinnum heimsmet í greininni. Gross mætti til leiks á ný á ÓL 1988 sem fram fór í Seoul í Suður- Kóreu. Þar urðu Gross ekki á nein mistök heldur sigraði hann örugg- lega í 200 metra flugsundinu og tók í sínar hendur gullið sem hann hefði átt að vinna fjórum árum áður. Gross vann til fleiri verðlauna á ólympíuleikunum því hann var einnig í boðsveit Vestur-Þjóðverja í 200 metra skriðsundi. Sú sveit fékk silfur árið 1984 og brons árið 1988. DV telur niöur að ólympíuleikunum í Aþenu með því að skyggnast í sögu leikanna sem fara nú fram í 28. sinn. Á ferð í gegnum ólympíusöguna - ý dagar til 28. leikanna í Aþenu XX 1972 VISSIRÞÚ? í Miinchen var í fyrsta skipti (52 ár keppt í bogfimi á ólympíuleikunum. Ólympíuhetjan... Það var f fyrsta skipti keppt í handknattleik á ÓL 1972. Dómarar sóru ólympíueið í fyrsta skipti í Munchen. Það vakti mikla athygli þegar Mark Spit/. lýsti því yfir fyrir ÖI. 1988 að hann ætlaði sér að vinna sex gullverölaun. Hann stóð ekki við stórti orðin en kotn þó heiin tneö tvö gull og eitthvað af silfri og bronsi. Spitz gafst ekki upp heldur mtetti enn ákvcðnari á OI, 1972. Ilann byrjaöi í 200 metra llttg- sundi þar st*m hann vann og setti heimsmet. Stðar samtt kvöld í'ékk hann sitt annaö gull er hann synti til sigurs í 4x100 metra skriðsundi með félögum sínum. Daginn cftir sigraði Spitz t 200 metra skriö- sundi og aítur setti hann heims- met. Tveimur döguin síðan tók hann þátt í 100 metra flugsundi og 4x200 metra skriösundi. Aftur landaði hann tveimur gullverð- launum og tveimur heimsmetum. Slakastur þótti Spitz í 100 metra skriðsundi en hann blés á slíkar vangaveltur. Signiði og setti enn eitt heimsmetiö. Spitz hafði ekki lokið keppni þar því hann vann síöan gull og setti heimsmet með félögum sín- um í 4x100 metra fjórsundi. Uppskeran: Sjö gull og sjö heimsmet á átta dögum. Þann árangur hefur enginn íþrótta- maður leikiö eftir. Munchen í Þýskalandi 26. ágúst til 11. september 1972 FJÖLDIÞJÓÐA 121 FJÖLDIKEPPENDA 7134 6075 KARLAR, 1059 KONUR FJÖLDIÍÞRÓTTA 23 FJÖLDIÍÞRÓTTAGREINA 195 ÞJÓÐIR MEÐ VERÐLAUN 48 Þjóðir með Sovétríkin 50 flestguH Bandaríkin 33 Umsækjendur um leikana: Detroit, Montreal og Madrid. Leikamir í MOnchen voru almennt taldir bestu leikarnir frá upphafi. Það setti aftur á móti Ijótan blett á leikana að á morgni 5. september ruddust átta arabískir hryðjuverka- menn inn í ólympiuþorpið. Þeir tóku gísla og myrtu síðan ellefu ísraelska íþróttamenn aðeins tuttugu kíló- metrum frá útrýmingar-búðunum í Dachau. Leikunum var frestað í 34 tíma I kjölfarið og minningarathöfn var haldin á aðalvellinum til að minnast ísraelsku fórnarlambanna. Eftir mikil funda-höld ákvað formað- ur alþjóða ólympíunefndarinnar að leikunum skyldi verða haldið áfram. Frægt er þegar hann segir í ræðu sinni. „The games must go on". Það voru mörg met sett (Múnchen. Aldrei höfðu fleiri þátttakendur tekið þátt í leikunum og (þrótta- greinarnar höfðu heldur aldrei verið fleiri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.