Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2004, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2004, Qupperneq 19
DV Sport FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST2004 19 Glæsileg Handknattleiksmaðurinr) Guðjón Valur Sigurðsson og sundkonan Kristín Rós Hákonardóttir voru glæsileg er þau kynntu einkennisfatnað íslensku óiympiufaranna. DV-mynd Vilhelm íþróttasamband íslands hefur tilkynnt hvaða íþróttamenn eru á leið á ólympíuleikana í Aþenu sem hefjast eftir viku. 26 b leið til Ahenu Alls munu 26 þáttakenndur keppa undir fána íslands á leikunum. Munar þar mest um handboltalandsliðið en 15 keppendur eru í þeim hópi. Næstflestir keppendur taka þátt í sundi, eða sjö. Tveir frjálsíþróttamenn fara út, einn fimleika- maður og einn siglingamaður. Reyndar gæti fjölgað í þessum hópi þar sem hægt er að ná lágmörkum fyrir leikana til 9. ágúst en miðað við frammistöðu þess fólks sem enn er að reyna við lág- markið þá verður að teljast afar ólíklegt að það íjölgi í hópnum. Að sjálfsögðu eru líka þjálfarar, flokksstjórar og forystumenn ÍSÍ á leið út en alls verða um 50 manns í íslenska ólympíuhópnum. Fimm dómarar á leið út Svo má ekki gleyma því að íslenskir dómarar verða á leikunum. Viðkomandi aðilar eru fyrst og fremst að starfa á vegum alþjóðlegra sérsambanda sinna og tilheyra því ekki formlega íslenska ólympíu- hópnum. Þeir íslendingar sem eru á leið til Aþenu sem dómarar eru Bjöm M. Tómasson, en hann er dómari í fimleikum karla. Berglind Péturs- dóttir er aftur á móti dómari í fim- leikum kvenna. Þeir Gunnar Viðarsson og Stefán Arnaldsson munu dæma í hand- knattleikskeppninni og Kjartan Steinbach verður eftirlitsdómari í handboltanum á vegum alþjóða handknattleikssambandsins. Uncjmennabúðir A meðan á leikunum stendur munu verða starfræktar ungmenna- búðir á ólympíuleikunum. ísland sendir að þessu sinni þrjá þátttakendur til Aþenu en tveir þeirra vom valdir í tengslum við samkeppni sem íslandsbanki og Sjóvá-Almennar stóðu fyrir í vor í samvinnu við ÍSÍ. Það eru þau Arnar Már Þórisson og Sif Pálsdóttir. Þriðji þátttakandinn að þessu sinni, Stefán Guðmundsson, fer í boði Evrópuárs menntunar með iðkun íþrótta en ísland tekur þátt í því verkefni ásamt 27 öðrum Evrópuþjóðum. íslenskt bókasafn Edda útgáfa styrkir ÍSÍ á leikunum með veglegri bókagjöf og sér því ólympíuförum fyrir hollri og fjölbreyttri afþreyingu í Aþenu. Edda útgáfa færði ÍSÍ að gjöf tvær bókatöskur með 110 bókum sem samanstanda af 97 titlum sem ÍSLENSKU KEPPENDURNIR 26 íslenskir keppendur verða á ólympíuleikunum í Aþenu. Einnig fer nokkurfjöldi þjálfara, fararstjóra og dómara. Hér að neðan er listi yfir þá einstaklinga sem keþþa fyrir [slands hönd á leikunum i Aþenu. Hjörtur Már Reynisson Sund (ris Edda Heimisdóttir Sund Jakob Jóhann Sveinsson Sund Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir Sund Lára Hrund Bjargardóttir Sund Ragnheiður Ragnarsdóttir Sund Örn Arnarson Sund Þórey Edda Elísdóttir Frjálsar Jón Arnar Magnússon Frjálsar Hafsteinn Ægir Geirsson Siglingar Rúnar Alexandersson Fimleikar Handboltalandsliðið ISkepþendur keppendur geta sökkt sér í meðan á leikunum stendur. Léttur hörklæðnaður Á blaðamannafundi ÍSÍ var einnig kynntur til leiks einkennis- fatnaður íslenska liðsins en hann er hannaður af Kristínu Halldórsdóttur og saumaður af saumastofunni Fasa-Föt ehf. Vegna hitans í Aþenu er efni fatnaðarins hör og skófatnaður er síðan Nike-sandalar. Fatlaðir íþróttamenn munu klæðast sama fatnaði á sínum leikum. henry@dv.is Með öryggið á öxlinni Gríðarleg öryggisgæsia verður á leikunum íAþenu. Grískur hermaður, grár fyrir járnum, sést hér vappi fyrir utan aðalleikvanginn. Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta Erum öruggar í Aþenu Bandaríska kvennalandsliðið í knattspyrnu er komið til Aþenu og eftir að hafa eytt tveimur dögum á staðnum hafa þær litlar áhyggjur af öryggi sínu. „Ég hef ekki einu sinni haft áhyggjur af öryggi mínu. Mér líður mjög vel í ólympíuþorpinu," sagði framherji hðsins, Abby Wambach, við blaðamenn. „Það er hugsað um hvert einasta smáatriði hérna.“ Félagi hennar í liðinu, Heather Mitts, er yngsti leikmaður liðsins en hún er aðeins 17 ára gömul. Hún segist ekki hafa hugsað sig tvisvar um að fara til Aþenu. „Það er mikih heiður að fá að taka þátt í ólympíuleikunum og hér líður okkur mjög vel og við erum mjög öruggar hér í Aþenu,“ sagði Mitts. Grikkir munu eyða einni billjón evra í öryggisgæslu á leikunum sem er fjórum sinnum meira en var eytt í öryggisgæslu í Sydney fyrir fjórum árum. Mikils er vænst af bandaríska hðinu á leikunum en þær leika gegn heimamönnum í sínum fyrsta leik. Talið er að Grikkir munu styðja vel við bakið á stelpunum sínum enda er fótboltaæði í landinu eftir að karlahðið vann EM. „Þetta verður fyrsti leikur þeirra í keppninni og miðað við þjóðernis- andann sem er hjá fólkinu eigum við von á þvl að það verði aht vitlaust á vellinum," sagði Wambach. „Ég á von á því að það verði margir á móti okkur en það er allt í lagi. Það herðir okkur bara." Bandaríska liðið vann guh á ÓL í Atlanta 1996 en náði ekki að verja titilinn í Sydney. Aðeins eitt kemur því th greina á þessum leikum; guh! henry@dv.is „Hvergi i heiminum fœrdu annan eins skammt af bröndurum d 2,5 klukku- stundum. Kraftmikil og sjúklega fyndin sýning!" - B.W., Appollo Guide 1 IIC B H MI nUvlAn! Föstudagur 24. september ó Broadway Midosolo hefst 1 1. ágúst i Skifunni Lougovegi. Simi 525 5040 Midoverdodeins 2500.- www.soilesh.ca

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.