Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2004, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAQUR 6. ÁGÚST2004
Fókus DV
Please, Pleáse, Please
(1956)
Fyrsti smellurinn. Lagið sem
vakti athygli á James Brown
og kom honum á samning.
Papa's Got A Brand New
Bag (1965)
Tlmamótaverk. Lagið var und-
anfari fönksins hjá James
Brown og hafði mikil áhrifá
þróun soul tónlistar á sjöunda
áratugnum. Fram að þessum
tlma hafði James mest unnið
með blús, en hér var komið
eitthvað nýtt. Blanda afdjass-
grúvi, gospel og einhverju glæ-
nýju. Lagið passaði llka vel fyrir
umróta og byltingar-
straumana sem einkenndu
þennan tíma I bandarlskri
sögu.
I Got You (I Feel Good)
(1965)
Sennilega vinsælasta lag
James Brown. Lagið opnaði
dyrnar fyrirJames inn I vinsæl-
ustu sjónvarpsþættina, t.d.
Ready Steady Go I Englandi og
Ed Sullivan Show I Bandaríkj-
unum. Sígildur soul smellur
sem er á ófáum soul safn-
plötum.
It's A Man's Mans's Man's
World (1966)
Óllkt öðrum lögum James
Brown, It's AMan’s Mans's
Marís World er ballaða sem
var tekin upp meö Sammy
Lowe og hljómsveit ásamt
strengjasveit og meðtimum úr
hljómsveit James Brown. Eftir
fyrstu tökuna sagði James.
„Þetta er komið!". Sammy sem
var þaulvanur upþtökumaður
gapti afundrun. Eitt vin-
sælasta lag James I Evrópu.
Say It Loud, l'm Black & l'm
Proud (1968)
Einkennislag fyrir réttinda-
baráttu blökkumanna.„Það
blöa 50 milljón manns eftir
þessu lagi“ á James aö hafa
sagt við hljóðfæraleikarana í
stúdfóinu þegarþað var tekiö
upp. Lagið gerðiJames
samstundis að hetju I augum
bandariskra svertingja.
Funky Drummer (1970)
Ekki eitt af vinsælustu James
Brown lögunum (fórí5l.sæti
Billboard-listans), en trommu-
breikið I Funky Drummer (20
sekúndur nálægt enda lagsins)
er oft nefnt sem mest sampl-
aða breik sögunnar. Það hefur
verið margoft notað bæði I
hipphoppi og danstónlist.
Trommarinn Clyde Stubble-
field á heiðurinn afbreikinu,
en James fær höfunda-
greiðslurnar...
Get Up (I Feel Llke Being
A) Sex Machlne (1970)
Ódauðleg klasslk sem mun
seint hverfa afdansgólfunum.
Eitt affyrstu lögunum sem
James gerði með nýju
hlómsveitinni sem hann réði
eftirað gamla bandið hans
gekk útl fússi I mars 1970. Hér
eru bræðurnir Bootsy (bassi)
og Catfísh (gítar) I stuði. Lagiö
var tekið upp strax eftir tón-
leika 25. apríl 1970.„Besti tlm-
inn til að hljóðrita," aö sögn
James.
The Payback (1974)
Eins og öll lögin á samnefndri
plötu er þetta langt og kraum-
andi fönklag. The Payback sem
var tvöföld með átta lögum er
oft nefnd sem besta James
Brown plata áttunda áratug-
arins. Þær eru samt margar
góðar, t.d. Get On The Good
Food og kvikmyndaplatan
Black Caesar.
Unlty (með Afrika
Bambaataa) (1984)
Afrika Bambaataa er einn af
upphafsmönnum hipphopp-
tónistarinnar. Hann hefur alla
tlð verið undirmiklum áhrifum
fráJames Brown. Lagið er vel
heppnað og samstarfið mikill
heiður fyrir þá báða.
Living In America (1985)
Ekki byitingarkennt eða merki-
legt lag I sjálfu sér, en þetta er
síðastaJames Brown lagið
sem náöi vinsætdum. Lagið var
I kvikmyndinni Rockt IV. Það
náði 4. sæti á Billboard-listan-
um.
Það er skammt stórra högga á milli í tónleikahaldi í Reykjavík þessar vikurnar.
Þann 28. ágúst er komið að sjálfum James Brown sem er einn af áhrifamestu tón-
listarmönnum síðustu 50 ára þó hann hafi undanfarin ár oftar komist í fréttirnar
vegna eiturlyfjaneyslu og heimilisofbeldis en vegna tónlistarafreka. Trausti Júlíus-
son kynnti sér viðburðaríkan feril hans.
Áhrif James Brovm á tónlistar-
söguna verða seint ofmetin. Hann
hefur verið að í rúma hálfa öld.
Hann átti stóran þátt í þvl að rhythm
& blues tónlistin þróaðist yfir í soul
undir lok sjötta áratugarins og hann
var í fararbroddi þegar fönkið varð
til upp úr miðjum sjöunda áratugn-
um. James hefur líka haft mikil áhrif
á þá tónlistarmenn sem hafa komið
fram síðustu áratugi. Hann er sá
tónlistarmaður sem hefur haft mest
áhrif á hipphopp-tónlistina, en
áhrifa hans gætir mjög víða. Þau eru
augljós hjá Michael Jackson Prince
og George Michael, en teygja sig út
um allt í poppinu, rokkinu og djass-
inum...
Þó að James sé ekki fyrirferðar-
mikill í efstu sætum vinsældarlista í
dag þá á hann að baki fleiri lög sem
hafa komist inn á Topp 100 í Banda-
ríkjunum heldur en allir aðrir tón-
listarmenn í sögunni að Elvis Presley
undanskildum. James hefur gefið út
yfir 800 lög og 96 þeirra hafa farið í
eitthvað af 100 efstu sætunum á
bandaríska smáskífulistanum.
Alinn upp í sárri fátækt
James Brown fæddist 3. maí 1933
í Barnwell í Suður-Karólínu. Móðir
hans skildi hann eftir í umsjá föður-
ins þegar hann var þriggja ára. Fyrst
eftir það bjó hann hjá pabba sínum,
en þegar hann var fimm ára flutti
hann til frænku sinnar, Handsome
Washington, oftar kölluð Honey,
sem bjó í Augusta í Georgíu. Honey
rak vændishús, spilavíti og sprútt-
sölu. Á næstu árum var James m.a. í
því að útvega viðskiptavini fyrir
heimilisfyrirtækið. Hann var strax
harðduglegur og dansaði á götum
úti og bónaði skó fyrir peninga.
Hann fékk fljótlega áhuga á tónlist
og lærði að spila á munnhörpu,
trommur og píanó.
Þegar James var
orðinn 15 ára
fór hann
hinsvegar
að brjót-
ast inn í
bfla og
hús og
ári
seinna
var hann
dæmdur í
átta ára
fangelsi fyrir
röð af þjófhuð-
um.
í fangelsinu æfði James hafna-
bolta stíft og spilaði á fangelsis-
píanóið. Hann frétti af söngvaran-
um Bobby Byrd á meðan hann sat
inni. Hann sendi honum bréf og það
var ekki síst fyrir tilstilli Bobbys að
honum var sleppt eftir þrjú ár.
James gekk til liðs við hljómsveit
Bobbys, The Gospel Starlighters.
Hún breyttist í The Flames og síðar í
The Famous Flames. í upphafi spil-
aði James á trommur, en varð fljót-
lega aðalsöngvari og leiðtogi sveitar-
innar. James gerði samning við King
plötufyrirtækið í janúar 1955 og ári
seinna kom fyrsta smáskífan hans,
Please, Please, Please út.
Blómaskeiðið 1965-1974
Ferill James Brown & The
Famous Flames fór hægt af stað, en
árið 1959 sló lagið Try Me í gegn. Á
sjöunda áratugnum átti James svo
fjölmarga smelli og sendi frá sér
2-3 stórar plötur á ári. Merki-
legust þeirra var tónleika-
platan Live At The Apollo
Vol 1. James var sann-
færður um það að tón-
leikaplata seldist, en
King fyrirtækið var á
öðru máh og þvertók
fyrir að borga upp-
tökurnar. James lagði þá
út fyrir þeim sjálfur og
þegar platan kom út sumar-
ið 1963 sló hún í gegn, seldist í
yfir milljón eintökum og var mest
selda plata Krng í mörg ár. Á meðal
laga sem slógu í gegn með James
Brown á sjöunda áratugnum má
nefna Think, Out Of Sight, Papa’s
Got A Brand New Bag, I Got You (I
Feel Good), Cold Sweat, Say It Loud
I’m Black & I’m Proud og Ain’t It
Funky.
Á fyrri hluta áttunda áratugarins
var svo blómaskeið James Brown.
Tónlistin hafði þá þróast út í feitt og
margslungið fönk og James bókstaf-
lega mokaði út snilldarverkunum. Á
einu ári, 1971-1972, sendi hann frá
sér 10 smáskífur sem fóru inn á
Topp 10 á r&b lista Billboard og á ár-
unum 1970-1974 sendi hann frá sér
14 stórar plötur með nýju efni, þ.á
m. voru fimm tvöfaldar. Um miðbik
áratugarins þegar diskóið ruddi sér
til rúms minnkaði hinsvegar áhug-
inn á James (og salan) og við það var
eins og innblásturinn hyrfi.
Ótrúleg vinnusemi og metn-
aður
Það sem einkennir feril James
Brown meira en nokkuð annað er
vinnusemi og metnaður. James hef-
ur alltaf gert gríðarlegar kröfur til
sjálfrar sín og allra í hljómsveitum
sínum. Þeir voru sektaðir ef þeir
gerðu mistök á tónleikum og álagið
á þeim var sérstaklega mikið. Þegar
James spilaði í Apollo Theater í
Harlem árið 1962 þá bókaði hann
húsið í viku og svo var spilað fimm
sinnum á dag alla dagana. Eftir tón-
leika var svo stundum farið í hljóð-
ver og tekið upp fram á morgun.
Metnaðurinn hjá James sést á því
að frá árinu 1968 fór hann að kaupa
útvarpsstöðvar. Hann hafði um
nokkurt skeið haft þann háttinn á að
hann fékk vinsæla útvarpsmenn til
þess að kynna hann á tónleikum og
borgaði þeim vel fyrir. Þetta tryggði
auðvitað að þeir spiluðu plöturnar
hans. Þar sem hann borgaði þeim
bara fyrir að koma fram á tónleikum
þá var þetta allt löglegt. 1968 ákvað
hann að ganga skrefi lengra og
3. maí 1933 - James Joe Brown
fæðist (Bamwell, Suður Karólínu.
Hann virðist ekki ætla að lifa fæð-
inguna af (andar ekki), en Minnie
frænka hans blæs lífi í hann.
1935-1938 - Eftir að móðir hans
fer burt býr James með föður sínum
í kofaræksnum hér og þar í
Barnwell. Þeir búa við sára fátækt.
James litli er mikið einn á meðan
pabbi hans er að vinna.
1938 - James flytur til Honey,
frænku sinnar í Augusta í Georgíu,
þar sem hann elst upp. Á heimilinu
er sprúttsala, fjárhættuspil og vændi.
1944 - James vinnur hæfileika-
keppni í Augusta með laginu So
Long.
1949 - James er dæmdur í átta ára
fangelsi fyrir innbrot í hús og bfla.
1953 - James er sleppt úr fangelsi
fyrir góða hegðun. Hann gengur tfl
liðs við The Gospel Starlighters sem
Bobby Bird leiðir. Hljómsveitin þró-
ast yfir í The Flames, hættir í gospel
tónlist og fer yfir í r&b.
1. nóv. 1955 - The Famous
Flames hljóðrita lagið Please, Please,
Please í WIMM stúdíóinu í Macon,
Georgíu.
23.jan.1956 - James gerir samn-
ing við King/Federal plömfyrirtækið.
1. okt. 1958 - Try Me, fyrsta
James Brown lagið sem fer á topp
Billboard r&b listans kemur út.
24. okt .1962 - James leggur sjálf-
ur út fyrir upptökum á tónleikum í
Appollo Theater í New York.
30. júní 1963 - Live At The
Apollo Vol. 1 kemur út. Platan slær í
gegn og selst í yfir milljón eintökum
og gjörbreytir hugmyndum fólks um
tónleikaplötur.
1. feb. 1965 - James tekur upp
lagið Papa’s Got A Brand New Bag