Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2004, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2004, Qupperneq 23
DV Fókus FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST2004 23 Margarflottar útgáfur í boði Það er ógrynni af James Brown plötum á markaðn- um. Margar af gömlu plöt- unum hans hafa verið end- urútgefnar (t.d. kvik- myndaplöturnar Soul On Top, Black Caesar og Slaughter’s Big Rip Off og eðalverkin The Payback og Get On The Good Foot), en svo eru líka ótal safii- plötur og tón- leikaplötur £ boði. Af tón- leikaplötunum eru Live At The Apollo 1 og 2 bita- stæðastar, en af safnplöt- um er valið erfiðara. Einfalda safnplatan 20 AIl Time Greatest Hits stendur vel fyrir sínu, en hin tvöfalda 50th Anni- versary Collection er tölu- vert betri. Það eru líka til mjög vandaðar safnplötur sem taka fyrir ákveðin tímabil, t.d. Make It Funky, tvöföld platasemtek- ur fyrir árin 1971-1975. Fyrir þá sem vilja kafa aðeins nánar í feriÚnn er óhætt að mæla með fjög- urra diska pakkanum Star Time. Hann kom upphaf- lega út árið 1991 og þótti einstaklega vel unninn og pottþéttur. Það er nýbúið að endurútgefa hann í nýjum umbúðum. Það segir sitt um gæðin að það hefur ekkert verið átt við innihaldið. Þetta eru sömu lögin og sömu ritgerðirnar í bæklingnum. Universal á í dag út- gáfuréttinn af öllum helstu verkum James Brown. Það er slatti af ódýrum James Brown plömm í boði sem ekki eru frá Universal. Það eru undantekningarlítið annars flokks upptökur. sem markar upphafið af fönk-tíma- bilinu. Lagið slær í gegn um sumarið. 1965 - I Got You (I Feel Good) kemur út. 1968 James gefur út Say It Loud, I’m Black & I’m Proud, - lagið verður einkennislag réttindabarátm þeldökkra Bandaríkjamanna. 1. Jjúlí 1971 - James gerir samning við Polydor Records. 1972 - James lýsir yfir stuðningi við Richard Nixon í forsetakosning- unum. Á honum skellur bylgja haturs og fyrirlitningar frá leiðtogum blökkumanna. 1. sept. 1974 - James spilar fyrir 120.000 manns á tónleikum í Zaire. 1. sept. 1979 - James gerir mis- heppnaða tilraun til þess að heilla diskókynslóðina með plötunni The Original Disco Man. 1. júní1980 - James leikur óðan prest í kvikmyndinni The Blues Brothers. 1. sept. 1984 - James gerir lagið Unity með rapparanum Afrika Bambaataa. 1986 - Lagið Living In America (úr Rocky 4) slær í gegn. 1986 - Eric B. & Rakim sampla James Brown í laginu Eric B. Is President. Lagið er eitt ótal hipphopp-laga sem notast við tón- listina hans 23. sept. 1986 - James er tekinn inn £ Rock & Roll Hall Of Fame. 15. des. 1988 - James er dæmdur f sex ára fangelsi fyrir lfkamsárásir, ólöglega meðferð skotvopna, fyrir að keyra fullur og fyrir að reyna að stínga lögguna af. Hann situr inni £ tvö og hálft ár. 1991 - Fjögurra diska kassinn Star Time sem spannar allan ferilinn kemur út. 25. feb. 1992 - James fær Grammy-verðlaun fyrir ævilangt framlag til tónlistarinnar. Jan. 2004 - Ákærður fyrir heimil- isofbeldi. Sumar 2004 - Spilar fyrir tugi þúsunda á Glastonbury og í Hyde Park (upphitun fyrir Red Hot Chili Peppers). " B,.»n « skemmtarwbransanum, so b 66 9 fl)Jf vjðurnefni kaupa valdar útvarpsstöðvar. f mars 1970 þegar hljómsveitin hans hótaði að ganga út f heilu lagi ef meðlimirnir (sem var vitanlega útjaskað fyrir lág laun) fengju ekki launahækkun þá réði James sam- dægurs unglingahljómsveitina The Pacesetters f staðinn. í henni voru m.a. Bootsy og Catfish Collins sem seinna gerðu það gott með George Clinton í Parliament/Funkadelic. James og Bobby Byrd kenndu Paces- etters prógrammið síðdegis og tón- leikarnir sem voru á dagskránni um kvöldið fóru fram með nýju bandi, þó þeir hafi reyndar byrjað aðeins of seint. Þegar Bootsy og félagar stungu af fáum árum seinna til þess að ganga til liðs við George Clinton þá fann James bara enn aðrar stjörn- ur til að spila með. Ruglið... Um miðjan áttunda áratuginn fór að halla undan fætí hjá James Brown. Fyrsta áfallið kom 14. júní 1973 þegar elstí sonur hans, Teddy, dó í bflslysi. Skömmu seinna tóku bandarísk skattayfirvöld hann til rannsóknar og svo hættu plötumar hans að seljast eins vel og áður. James misstí smám saman tökin bæði á rekstrinum (neyddist til að selja útvarpsstöðvamar eina af annarri), tónlistinni og loks á sínu eigin h'fi. James tók mjög hart á allri eitur- lyfjaneyslu í hljómsveitum sínum á sjöunda og áttunda áratugnum. Það kom því mörgum á óvart þegar hann fór sjálfur að misnota eiturlyf. Um miðjan níunda áratuginn var hann farinn að nota hið stórhættulega of- skynjunarlyf PCP, öðm nafni englaryk, reglulega. Hann var farinn að hegða sér furðulega og ekki bættí úr skák að þáverandi eiginkona hans Adrienne var sjálf forfallinn fíkiU. Eitt leiddi af öðm. Adrienne kærði hann fyrir lfkamsárásir, tvær dætur hans fóm í mál við hann og heimtuðu pening og James sjálfur kærði Adrienne fyrir að kveikja í hótelherbergi þeirra í Bedford í New Hampshire. Hámarki náði ruglið 24. sept ember 1988 þegar James réðst vopnaður byssu og riffli inn á lög- fræðingaþing sem var haldið í sama húsi og skrifstofur hans í Augusta. Það hafði einhver notað klósettið hans í leyfisleysi og hann varð æfur. Þegar lögreglan var kölluð á staðinn stakk hann af á pallbílnum sínum og stöðvaði ekki fyrr en löggan var búin að skjóta dekkin á bílnum í tætíur. Þá steig hann út, að sögn viðstaddra algerlega út úr heiminum og byrjaði að syngja fyrsta versið í laginu Georgia On My Mind... James fékk sex ára dóm, en var sleppt eftír tvö og hálft ár. Adrianne lést í fegmnaraðgerð 1995. Þó að James hafi heldur róast er hann samt ekki alveg laus við vand- ræð- Hann vann nýlega mál gegn fyrmm sam- starfskonu sem kærði hann fyrir kynferðis- lega áreimi og síðast í janúar á þessu ári kærði núverandi eiginkona hans, Tomi Rae Brown, hann fyrir að hrinda henni í gólfið... Enn í góðu tónleikaformi James Brown hefur ekki gefið út plöm með nýju efni sem eitthvað er varið í í mörg ár. Hann hefur hins- vegar haldið áfram aö koma ffarn á tónleikum við góðar undirtektir. Tónleikarnir f Laugardalshöll 28. ágúst em hlutí af tónleikaferða- laginu „Seven Decades Of Funk“. Með honum kemur 17 manna hljómsveit (söngvarar, dansarar, a.m.k þrír blásarar, tveir trommu- leikarar, tveir bassaleikar, tveir gftar- leikarar, slagverksleikari, hljóm- borðsleikari...) og þó að krafturinn í karlinum sé kannski ekki alveg jafn mikill og á átt- unda áramgnum þá dansar hann samt enn á sviðinu eins og honum einum er lagið og stjórnar bandinu með tilþrifum. Ef eitthvað er að marka tónleikadóma af netínu þá er hljómsveit- in sem spilar með honum líka hörku fönksveit. Tónleikarnir í Laugar- dalshöll eru einstakt tæki- færi til þess að upplifa einn af sönnum orginölum tón- listarsögunnar og ekki spillir fyrir að íslensku fönkdýrin í Jagúar hita upp. Búið ykkur undir alvöru fönkmessu... •»

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.