Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2004, Síða 24
24 FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST2004
Fókus DV
Kvikmyndin Fahrenheit 9/11 hefur vakið sterk viðbrögð um allan heim, jafnt hjá
stuðningsmönnum og andstæðingum Bush-stjórnarinnar. Kvikmyndin er sögð hafa
breytt landslagi heimildarmyndagerðar til frambúðar.
Krosstör litla monnsins
milli demókrata og repúblikana í
Bandaríkjunum sé breiðara en það
hefur oft verið og að hafa skerpt þá
hugmyndafræði sem einkennir þessa
flokka. Þrýstihópar flokkanna hafa
flykkst í þau kvikmyndahús sem sýna
myndina og oft hefur verið stutt í að
til átaka komi. Repúblikanar hafa
staðið fyrir miklum áróði til að sverta
ímynd Moores og von er á annarri
heimildarmynd úr þeirra röðum sem
þeir segja að sýni að Moore einfald-
lega hati Bandaríkin.
Michael Moore vakti fýrst al-
menna athygli fyrir heimildarmynd
sína Roger and Me sem fjaliar um leit
flytja verksmiðjur fyrirtækisins frá
heimabæ Moores til Mexíkó og með
því skapa gríðarlegt atvinnuleysi sem
að lokum gerði út af við bæinn.
Myndin þótti sýna á fróðlegan og
kafdhæðnislegan hátt, áhrif hnatt-
væðingar og gróðrafíknar stórfyrir-
tækjanna á hinn almenna Banda-
ríkjamann. Síðan þá hefur Moore gert
fjöímarga sjónvarpsþætti og heim-
ildarmyndir með svipuðu sniði þar
sem reynt er að beina kastljósinu að
því óréttlæti og þeim ójöfnuði sem
einkennir Bandaríki nútímans.
Fahrenheit 9/11 er frumsýnd í dag
í Laugarásbíói og Regnboganum.
Kvikmyndin Fahrenheit 9/11 hef-
ur vakið meira umtal og fengið meiri
umfjöllun en nokkur önnur heim-
ildarmynd kvikmyndasögunnar.
Mikla athygli vakti þegar Michael
Moore hlaut gullpálmann á Cannes-
kvikmyndahátíðinni en myndin er
önnur heimildarmyndin sem hefur
hlotið þau merku verðlaun ffá upp-
hafi. Myndin hefur slegið hvert að-
sóknarmetið af öðru og vilja margir
meina að með þessari mynd hafi
landslagið við gerð heimildarmynda
breyst til frambúðar. Ekki eru þó allir
á eitt sáttir um heimildagildi myndar-
innar og hefur Moore fengið mikla
gagnrýni fyrir að hagræða sannleik-
anum og setja skemmtanagildið í for-
grunn í stað sannleikans.
í Fahrenheit 9/11 beinir Moore
kastljósinu að forseta Bandaríkjanna,
George W. Bush, og stríði hans gegn
hryðjuverkum. Moore heldur því
fr am að þessi misheppnaði viðskipta-
maður sem hafi sterk tengsl við Saud-
konungsfjölskylduna í Sádí-Arabíu og
fjölskyldu Bins Laden hafi komist til
valda í Hvíta húsinu með ólögmæt-
um hætti og vanrækt svo skyldur
embættisins og viðvaranir um að
þessir erlendu vinir hans myndu
ganga á bak orða sinna. Eftir harm-
leikinn 11. september heldur
Moore því síðan ffarn að Bush
hafi mistekist hrapalega í að
grípa til viðeigandi ráðstafana
til að verja bandarísku þjóðina
en þess í stað, nýtt sér harm-
leikinn til að maka krók stuðn-
ingsmanna sinna. Að lok-
um sýnir Moore fram á
það að George W. Bush og
ríkisstjórn hans hafi tekist
að koma Bandaríkjunum í
meiri vandræði nú en
nokkru sinni fyrr og af
hverju bandaríska þjóðin
Michael Moore og
George W. Bush
Kvikmyndin var
bönnuð I Kúveit af
viröingu við Sádl-
Arabíu sem kemur
illa undan henni.
CONTROVERSY...WHAT CONTROVERSY?
Móðir Banda
rfsks her-
manns Biður
Bush um son
sinn afturheim.
p'BushTI 'BRIÍV& wl
[S°N |
| 'HONE
1 NÖý
m ^uVE
MICHAEL MOORE
... ...
I CAUDCilLIFIT h
rAnRENHEIT 9/
f WINNER / BEST PICTURE
% 2004 CANNES FILIH FESTIVAL
iFCFilms fmKíííiír i 1 PBS7^ LGF
Michael MooreEraf
andstæðingum sínum
sagður sjálfumglaður
og óheiðarlegur.
Þorpið, skítapleis?
í litlu þorpi einhversstaðar í
Bandaríkjunum býr fólk sem lifir
afar einföldu lífi. Þetta er allt svo
voða sveitó og rólegt að maður býst
við því að Ingalls-ijölskyldan labbi
inn í rammann á hverri stundu. En
það er eitthvað hræðilegt í skógin-
um sem umkringir þorpið og enginn
má fara inn í hann nema eiga það á
hættu að vera drepinn af hræðileg-
um skrímslum sem þar búa. Það
hefur staðið hálfgert vopnahlé á
milli þessara tveggja fylkinga um
árabil en nú virðist það á enda því
að skrímslin eru farin að koma inn í
þorpið og skilja eftir dýrahræ og
mála rauð strik á hurðir fólks eins og
erkiengiUinn hér um árið. Hvað skal
þá gera? Ja, það er nú það. Mann-
eskja er send út úr þorpinu til þess
að ná í hjálp en ég get ekki sagt hver
eða af hverju án þess að koma upp
um ákveðna hluti sem halda flétt-
unni saman. Svo brothættur er
söguþráðurinn.
Þegar menn stóla á það eingöngu
að vera með snjallar sögufléttur í
sínum myndum þá eru þeir ekki í
bransanum af réttri ástæðu. Eins og
Shyamalan sýndi nú góða takta með
fléttu fléttanna í The Sixth Sense
(þótt gömul væri, sjá Carnival of
Souls, é62) og kom með helvíti góða
sýn á ofurhetjuna í Unbreakable þá
skrikaði honum allverulega fótur í
Signs og hér rennur hann beint á
rassgatið og á í bölvuðum erfiðleik-
um með að koma sér á fætur aftur.
En maður verður að athuga að
maður fer á þessa mynd með gífur-
legar væntingar og vonir um það að
maðurinn komi manni nú almenni-
lega á óvart, því að hann er búinn að
selja sjálfan sig sem mann sem gerir
ekkert annað. Það eina sem kom mér
á óvart var hversu ofboðslega léleg
fléttan var og fyrirsjáanleg og það
versta er að ég get ekki sagt af hverju.
Það var svo lélegt því þá skemmi ég
fyrir þeim sem hafa ekki séð hana.
Á tímabili hélt ég að hann hefði
komið með hana bara svo hann
sjálfur gæti komið fram í einu atrið-
anna eins og hann var vanur að gera
í fýrri myndum. Það góða við þetta
allt saman er það að hann mun ör-
ugglega ekki gera svona mynd á
næstunni heldur gera mynd sem
þarf ekki fléttur og bellibrögð til að
fá fólk til að tala um hana. Maður
getur vonað.
Þótt Sixth Sense og Unbreakable
væru langar þá náðu þær að halda
athygh manns út í gegn með góðri
sögu. Hér er nánast engin saga og
svo sannarlega er hún ekki spenn-
andi eða áhugaverð heldur rétt
drattast áffarn og reynir að byggja
upp spennu sem verður algjörlega
tilgangslaus þegar upp er staðið. Eg
get alveg lofað ykkur því að von-
brigðin verða mikil.
Myndin tekur sig svo alvarlega og
er svo hástemmd að enginn leikari
vogar sér að tala fyrir ofan nokkur
desíbel og allir tala eins og sviðsleik-
Shaun of the Dead
Good Bye Lenin!
Crimson Rivers 2
Spider-Man 2
Around the World in 80
Days
Eternal Sunshine of the
Spotless Mind
Harry Potter og fanginn frá
Azkaban
The Day AfterTomorrow
The Village
Sýnd i Sambióunum og Háskóla-
biói. Leikstjóri: M. Night
Shyamalan. Aðalhlutverk:
Bryce Dallas Howard,
Joaquin Phoenix, Adrien
Brody, William Hurt.
Ómar fór í bíó
arar í dramakasti. Tæknilega séð er
myndin mjög vel gerð, kvikmynda-
taka og allt umhverfi samsvarar sér
mjög vel og Shyamalan notar hljóð
einnig vel til að ná fram spennu í
nokkrum atriðum. En það bjargar
ekki þeim leiðindum sem hér fara
fram því að til þess að gera góða bíó-
mynd þarf allt saman að haldast í
hendur og gera góða heild sem hon-
um tekst ekki að gera því miður.
Strákurinn er sem sagt búinn að
missa það og hann ætti nú að taka
sér gott frí og fara að gera myndir í
einhverjum öðrum geira en þessum.
Ómai öm Hauksson