Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2004, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2004, Page 25
DV Fókus Þrengt að Gretti ÞegarJón hittir dýralækn^ inn Usu gefur hún honum hundmn Odda. Gretti fínnst sér ógnað og vill hundmn burt sér svo að sér þegar hann hvertur_______ Hann er einhver ástsælasta teiknimyndapersóna allra tíma en einhverra hluta vegna hefur ekki verið gerð bíómynd um Gretti, eða Garfield, fyrr en nú. Kötturinn kjaftfori, aumingja Jón eigandi hans og fullt af skemmtilegum aukapersónum mæta í íslensk kvikmyndahús og að sjálfsögðu getur fólk val- ið um hvort það sér myndina með íslensku eða ensku tali. Lífið gæti ekki verið betra hjá Gretti. Hann er uppáhaldsköttur allra sem nýtur þess að liggja á sófa fyrir framan sjónvarpið og éta yfir sig af uppáhaldsréttinum, lasagna. Inn á milli hreytir hann svo ónotum í Jón (Breckin Meyer), eiganda sinn. Grettir er með allt sitt á hreinu. Þegar Jón fer með Gretti til dýra- læknisins, hinnar fallegu Lísu (Jennifer Love Hewitt), breytist allt. Hún gefur Jóni hund, nokkuð sem Gretti h'st hreint ekki vel á. Köttur- inn kjaftfori er í fyrsta sinn kjaft- stopp. Hann sér hundinn Odda elta skottið á sér þar til hann svimar, lilaupa á veggi og gelta án sýnilegr- ar ástæðu og Jón elskar þessa heimsku alla saman. Jón hefur boð- ið Odda hjartanlega velkominn inn á heimilið sem Grettir stjórnaði áður. Oddi breytir öllu sem Grettir hafði haft stjóm á og hann sér enga aðra lausn en að reyna að losna við hundræksnið. Þegar Oddur hverfur aftur á móti, í hendurnar á stjörn- unni Happy Chapman, gleðst Grettir ekki eins og búast hefði mátt við. Honum finnst hann bera ábyrgð á kvikindinu. Með hugrekki, orku og ósérhlífni að vopni, nokkuð sem hann var ekki beint þekktur fýrir, kemur Grettir sér að verki og reynir að bjarga Odda. Ævintýrið sem er að fara í hönd sameinar Jón og Lísu en einnig Gretti og Odda því þó kötturinn viðurkenni það aldrei er Oddur í raun besti vinur sem hann hefur nokkurn tímann átt. Það er sjálfur Bill Murray sem talar fýrir Gretti í ensku útgáfu myndarinnar. Murray þarf vart að kynna, enda einn ástsælasú gam- anleikari Hollywood tO margra ára þar á ferð. Hann kom reyndar kvik- myndahúsagestum síðast fyrir sjónir í alvarlegu hlutverki í Lost in Translation, en sýnir hér að hann hefur engu gleymt. Breckin Meyer leikur Jón en hann hefur leOdð í nokkrum unghnga- og gaman- myndum, tO dæmis Roadtrip, Ratrace og Clueless. Þá leikur Jennifer Love Hewitt Lfsu. Hún á að sama skapi að baki nokkur hlutverk úr gamanmyndum, svo sem The Tuxedo og Heartbreakers. Stúlkan sú hefur einnig reynt fyrir sér sem söngkona. Leikstjóri íslensku talsetningar- innar er ÞórhaOur Sigurðsson. Hjálmar Hjálmarsson talar fýrir Gretti, Guðmundur Ingi Þorvalds- son talar fyrir Jón og Vigdís Hrefna Pálsdóttir fýrir Lísu. Með önnur stór hlutverk fara Pálmi Gestsson, Ólafur Darri Ólafsson, Atíi Rafn Sig- urðarson og Martha Nordal auk fleiri. Grettir er frumsýnd í Smárabíói og Regnboganum með íslensku og ensku taU í dag og í Laugarásbíói, Borgarbíói á Akureyri og Nýja bíói í Keflavík með íslensku tah. Grettir Ef þú sérð myndina meðensku tali fer Bill Murray meðhlutverkkattar- I ins kjaftfora. I íslensl útgáfunnierþað afí I urámóti Hjálmar I Hjálmarsson. : hlaupandi hom 5ig í klessu en! suna aftur með dalsekningunci H,. Helgarblaö DV - springur út á morgun! c

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.