Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2004, Side 31
DV Síöast en ekki síst
FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST2004 31
Hjalti Úrsus er hættur að keppa en skipuleggur kraftakeppnir af miklum móð
Goösagnarinnar um svahalega
sveitavarginn leitaö
Hjalti Úrsus Árnason Jafn
hrikalegur og fyrr og lét sig
ekki muna um að rifa upp
þessar föngulegu starfsstúlkur
Fréttar ehf. Hjalti leitar nú ákaft
að hinum sterka sveitamanni.
„Nú erum við að leita goðsagnarinnar um
sterka sveitamanninn. Uppsveitarvíkingurinn
er yfirskrift mikillar kraftakeppni sem verður á
Borg í Grímsnesi á laugardaginn klukkan 13.
Þar verða tvær greinar og höldum við þaðan til
Þorlákshafhar og ljúkum keppni þar,“ segir
Hjalti „Úrsus“ Árnason sem er jafn hrikalegur
og fyrri daginn þó hann sé hættur keppni sjálf-
ur. Sér nú um að skipuleggja keppnina um
sterkasta mann íslands af mikilli atorku.
„Já, það verða nýjar greinar, áburðapokar
koma við sögu og 500 kílóa heyrúllur sem
menn velta áfram. Og svo erum við að leita eft-
ir hinum svakalega sveitavargi en við höfum
heyrt ótrúlegar sögur um menn sem rífa upp
olíutunnur sem glussatjakkar væru, eða taka
upp menn og halda þeim uppi með annarri
hendi þráðbeint frá sér. Við heyrum af þessum
goðsögnum en nú viljum við sjá þetta með eig-
in augum. Svo virðist sem feimi hafi aftrað
þeim ffá því að láta sjá sig,“ segir Hjalti. Algengt
er að þegar þeir eru að ganga frá eftir keppni
komi menn og stjaki við ýmsu sem notað er.
„En nú viljum við að þeir mæti, öllum er heim-
il þátttaka og þeir þurfa ekkert að vera með í
öllu mótinu heldur geta menn verið með í
einni grein ef þeim býður svo við að horfa.“
Keppnin Sterkasti maður íslands er nú orð-
in 19 ára og hófst hún með látum í Laugardals-
höllinni árið 1985. Keppnin reyndist söguleg:
Hjalti Úrsus gerði sér lítið fyrir og handleggs-
braut Guðna Sigurjónsson í sjómanni. „Þetta
var svakalegt. Það heyrðist mikill smellur þeg-
ar handleggurinn brotnaði og var þetta atvik
notað sem dæmi á ýmsum læknaráðstefnum.
Tveir keppendur aðrir örkumluðust nánast,
sprungu og gátu ekki meira. Og þegar keppn-
in var öll stóðu eftir goðsagnirnar Hjalti
Úrsus, Jón Páll heitinn og Magnús Ver. Ekki
þurfti annað en lifa keppnina af til að komast
á verðlaunapall.“
Nú þegar eru þrjú mót í keppninni að baki
og hefur Magnús Ver hefur sigrað á þeim öll-
um. „Já, fertugur karlinn. En nýju strákarnir
hafa farið vaxandi þannig að þetta er á bratt-
ann hjá honum og verður það. Þeir eru ekk-
ert ánægðir með þetta ástand ungu menn-
irnir." jakob@dv.is
•Það þótti lítill
manndómsbragur af
þvíhjá ÁmaMagn-
ússyni félagsmálaráð-
herra að hundsa inn-
setningarathöfn
Ólafs Ragnars Gríms-
sonar. Eins og DV greindi frá var
ráðherrann upptek-
inn á samkomu
hvítasunnusafnaðar-
ins í Kirkjulækjarkoti
og mætti því ekki
eins og sást glöggt á
mynd í DV. Konan á
myndinni sem biður
svo heitt er Steinunn Kristín Pét-
ursdóttir frá Akra-
nesi, varaþingmaður
hinna frjálslyndu
Guðjóns Amars Krist-
jánssonar og Sigur-
jóns Þórðarsonar ása-
trúarmanns. Talið er
að hún hafi beðið fyr-
ir ráðherranum...
•Þjóðinni er í fersku
minni þegar Halldór
Ásgrímsson þurfti
þrjár atrennur til að
geta slitið þinginu í
fjarvem Davíðs
Oddssonar, og end-
aði á því að kalla sjálfan sig „við-
vaning.“ össur
Skarphéðinsson sem
notaði samlíkingu úr
sögunni með því að
kalla fjölmiðlamálið
„hundrað daga stríð-
ið“ talaði um lok
hundrað ára stríðsins undir lok
umræðunnar en í
mannkynssögunni
var það allt annað
stríð. SteingrímurJ.
Sigfússon rifjaði svo
upp kristnitökuna á
Alþingi fyrir liðlega
þúsund ámm og sagði ítrekað að
þá hefði Snorri goði hoggið á hnút-
inn í samskiptum kristinna og
heiðinna manna en átti auðvitað
við Þorgeir Ljósvetningagoða...
•Um það er rætt inn-
an Sjálfstæðisflokks-
ins að Davíð Odds-
son forsætisráðherra
hafi verið búinn að
taka um það ákvörð-
un að verða utanrík-
isráðherra eftir að 15. september
rennur upp og Framsóknarflokkur-
inn fær forsætisráðuneytið. Veik-
indi Davíðs hafa sett strik í reikn-
inginn og hann mun þurfa nokkra
mánuði til að ná bata eftir erfiðar
aðgerðir. Það er því eins víst að
þessi áform séu breytt...
I tilefni af 100 ára
afmæli rafvæóingar
eru sýningar i öllum
stöðvum um sögu
. þeirra. Á
Verið velkomin í stöðvar Landsvirkjunar
Ljósafossstöð við Sog
Málverkasýning Kjartans Guðjónssonar.
Kjartan er 83 ára myndlistarmaður sem hefur
málað um árabil.
Blöndustöð í Húnaþingi
Ár og kýr! Myndlistarsýning Jóns Eiríkssonar
bónda á Búrfelli, Húnaþingi vestra. Ein mynd af
kúm á dag allt kúaárið mikla 2003.
Laxárstöð í Aðaldal
í hvelfingum Laxárstöðvar. I samvinnu
Landsvirkjunar og Listasafnsins á Akureyri.
°P'ð affa e
Nánari upp
°g í sí
Hvað er með Ásum? Höggmyndir
Hallsteins Sigurðssonar og fróöleikur um
goðin og heimsmynd þeirra í Laxárstöð.
Einnig opið í Sultartanga,
Hrauneyjafossi, í Kröflu og Végarði.
Landsvirkjun