Sjómannablaðið Nútíðin - 01.05.1936, Qupperneq 1

Sjómannablaðið Nútíðin - 01.05.1936, Qupperneq 1
„Það sem eg segi yður, það segi eg ðllum, VAKIÐ!” Jesás. Opinbert málgagn hins Kristilega sjómannaféiags Nútíðin. 5. biað Stofnandi: Boye Holm. Akureyri, maí 1936, Aðalstöð: Hamarstr. 102 III. árg. BANNIÐ. Áfengismáíin á Iandi hér, hljóta að vera öllum hugsandi mönnurn áhyggjuefni, enda er allmikið um þau rætt manna á milli, og þó að skoðanir séu skiftar að því er ýms aukaatriði snertir, eru flestir ef ekki allir á einu máli um það, að ástandið sé óviðunandi. Vínnautn og siðleysi samfara henni á næstliðnu ári, keyrði svo úr hófi að jafnvel þeir sem mest hafa lofað áfengið íáta nú Iítið á sér bera, standa hljóðir hjá og horfa á gamla og unga háa og lága, ríka og fátæka rífast og slást i ölæði á opinberum stöðum skemmtisam- komum og jafnvel á stöðum sem ættu að vera hverjum ís- lending svo helgur að sIíkí kæmi ekki Tyrir. En andbanningar sögðu, áður en innflutningur sterkra drykkja var leyfður á síðasta ári, að ástandið sem þá var, væri óvið- unandi, og eina ráðið til um- bóta væri afnám þess sem eftir var af banninu. Hvort þeir hafa í raun og veru trúað þessu sjálfir skal látið ósagt, en hafi svo verið, þá hefir þeim áreiðanlega ekki orðið að þeirri trú sinni, því var nú miður. Peir góðu menn lofuðu þá bindindisstarfsemina í landinu og hétu bindindismönnum styrk °g fylg'> en efndirnar á þeim fögru loforðum hafa enn sem komið er, að mestu orðið svik þjóðin eyðir miljónum króna í áfengi á einu ári, það er sá sýnilegi árangur afnáms að- fluttningsbannsins. Parf nú meiri og verri reynslu en þegar er fengin til þess að allir bindindisvinir og þeir sem lofuðu fylgi sínu, hefji nýja sókn í áfengismálunum og vinni einhuga að því að leysa þjóðina úr þeim fjötrum menningar leysis og örbyrgðar sem nú ógna. Enginn má sitja hjá, hver sem ekki er með er á móti. Hver sem ekki er með tekur á sig ábyrgðina í því að áfengið flæði óhindrað yfir landið, og enn- fremur þú sem óhjákvæmilega fylgir áfengisnautninni. Enginn er sá sem fær er um að bera þá ábyrgð; og til þess að losná við hana er eina ráðið að vera bindindismaður og vinna að eflingu bindindis í landinu. Litla hetjan. Flugdreki Tómasar haföi dregið snúruna úr hendi hans og flogið langt í burtu, svo Tómas misti sjónar á honum. Tómas stóð litla stund kyr og horfði upp í loftið, svo sneri hann sér við og gekk blístrandi heim og var hinn kátasti. Hvað Tómas, sagði eg, þú ert ekkert leiður yfir því, að hafa mist drekann þinn. Jú, en til hvers er það; drekinn kemur ekki aftur fyrir það, eg bý mér til annan. Þannig bar hann sig líka að, þeg- ar hann nokkru seinna fótbrotnaði. Aumingja Tómas, sagði systir hans, nú getur þú ef til vill aldrei leikið þér úti framar, Eg er enginn aumingi sagði hann, vertu ekki að gráta yfir mér, eg græt ekki sjálfur. Nú fæ eg því betri tíma til að lesa og læra, og þegar eg verð frískur aftur, skal eg vera betur að mér í margföldunar- artöflunni en nokkur hinna drengj- anna því eg les hana aftur og aftur þegar eg get ekki sofið fyrir verlc f fætinum. Á. J.

x

Sjómannablaðið Nútíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Nútíðin
https://timarit.is/publication/868

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.