Sjómannablaðið Nútíðin - 01.08.1941, Blaðsíða 2

Sjómannablaðið Nútíðin - 01.08.1941, Blaðsíða 2
2 N Ú T í Ð I N Fyrír sunnadagaskólann. Pabbi! Pabtii! Komdu hingað (Eftir Moody) i Ég minnist þess aö ég prédikaði í þorpi einu, þar sem ég var alveg ókunnugur og maöurinn sem ég gisti hjá, bað mig að aEsaka að hann yrði íjarverandi um kvöldið Éarna sat ég í dagstofunni og mér hálfleiddist, svo hugsaði ég sem svo: »Sky]du ekki börnin koma bráðlega inn, svo ég geti leikið mér við þau«, en ég heirði ekki til neiana barna, Loks kom húsbóndinn heim og ég spurði hann að kvort hann ætti ekki börn, og hann svaraði: »Jú, ég á eina litla stúlku, sem er í himnaríki, og það gleður mig að hún er þar«, »Gleður það þig«, spurði ég, >að barnið þitt er dáið?« Hann sagði mér þá upp alla sög- una, að hann hefði gert barnið sitt að skurögoði meðan það Jifði, og þannig gleymt freJsaranum. En svo bar það við einn dag, þegar hann kom heim að Htla stúlkan lá dauð- veik, Éegar hún dó ásakaði hann Guð um það að hann hefði tekið einkabarnið sitt í stað þess að taka barn einhvers sem mörg ætti. ‘Éegar ég kom heim frá gröfinni*, sagði hann, »lagðist ég i sæng mína og grét sáran. Loks sofnaði ég og dreymdi mig þá, að ég þóttist vera á gangi á eyðimörku, og kom að 6. Form sköpunarinnnar — þró- un frá lægri til hærri tegunda og frá einfaldri til samansettrar. Að lokum segja þau, að hinni jarðnesku sköpun sé lokið með manninum. fljóti miklu, sem sýndist svo svalt og skuggalegt. Ég var að því kominn að snúa frá því, er ég heyrði rödd hinum megin fljótsins er hrópaði: »Pabbi! Pabbi! Komdu hingað*. Ég leit yfir um, og virt- ist mér þá að ég sæi dóttur mína ásamt mörgum fleiri skínandi ver- um, Ég sá hana benda mér með hendinni. og rödd hennar fanst mér indælli en meðan hún var hér á jörðu. Ég þóttist nú ganga alveg ofan að fljótinu, og ætla mér að vaða yfir, en það var svo djúpt og svo straumhart, að mér var ómögulegt að vaða yfir. Ég litaðist um eítir ferjumanni, en þar var enginn. Ég gekk upp og ofan með fljótinu, en allt var árangurslaust. Aftur heyrði ég barnið mitt segja. »Komdu hingað*. En allt í einu heyrði ég rödd, er mér virtist koma frá himni er sagði: »Ég er vegurinn, sann- leikurinn og lífið: enginn kemur til föðursins nema fyrir mig«. (Jöh. 14. 6.) og við þessi orð vaknaði ég. Ég skildi nú að frelsarinn var að kalla mig til afturhvarfs, og trúar- innar á sig, því þá gæti ég mætt litla barninu mínu. Konan mín er nú einnig frelsuð, og við munum bæði sakir Krists, sem nú er okkar vegur, mæta kæru litlu dótturinni okkar í himnaríki«. Sá hefir lært mikið sem hefir lært að hlusta á Guðs rödd í sjálf- um sér. Allt að þessu orði hlýddu þeir á hann, en nú hófu þeir upp raust sína og æptu: Burt með slíkan mann af jörðunni, því að eigi hæfir að hann lifi! Og er þeir æptu upp og köstuðu af sér klæöum sínum og jusu mold í loft upp, skipaði her- sveitarforinginn að fara með hann inn í kastalan, og sagði að kúga skyldi hann til sagna með svipu- höggum, til þess að hann fengi að vita, fvrir kverja sök þeir hrópuðu svo gegn honum. Og er þeir höfðu strengt hann undir svipuböggin með taugum, sagði páll við hundraðs- höfðingjann, er hjá stóð. Leyfist yður að húðstrýkja róm- verskan mann, og það ódæmdanr Og er hundraðshöfðinginn heyrði það, fór hann til hersveitarforingjans* inti honum frá og sagði: Hvað ert þú að gjöra! Éví *ð maður þessi er rómverskur. Hersveitarforingjinn kom þá og sagði við hann. Seg mér, ert þú rómverskur? En hann sagði. Já. Og sveitarforinginn svaraði Fyrir ærið fé keypti ég þennan þegnrétt. En Páll sagði. Ég er meira að segja með honum fæddur. Og jafnskjótt viku þeir frá honum, er áttu að pína hann til sagna, og bersveitarforingjinn varð hræddur, er hann varð þess vís, að hann var rómverskur, og af því að hann hafði látið binda hann. Daginn eftir, er hann vildi vita með vissu, um hvað hann væri kærður af Gyöingum, leysti hann hann og bauð, að æðstu prestarnir og alt ráðið skyldi koma saman og hann kom með Pál og leiddi hann fram fyrir þá. Læru sjálfsafneitun — og þá saknar þú aldrei neins.

x

Sjómannablaðið Nútíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Nútíðin
https://timarit.is/publication/868

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.