Sjómannablaðið Nútíðin - 01.04.1942, Qupperneq 3
N Ú T í Ð I N
3
Nokkrar minningar ilr
lífi minu og starfi.
Tileinkað móður minni, sálugu
ásíkærri.
* Framh.
Ég vil ekki éyða allt of miklum
tíma í að skrifa um barnæsku mína,
en ætla þó að geta um fáeinar end-
urminningar, sem áttu hlut að því'
að möta líf miít;
Sveitalífið er óh'kt bæjarlffinu og
sjaldan komum vió til Kolding, sem
er næsta borgin. Pað var klukku-
tímaferð með hraðlest frá Brörup-
stöðinni til Kolding eftir Esbjerg-
járnbrautinni. Brörup er lftill staður.
Par verzluðum við að mestu leyti
og þar var barnaskóli okkar.
Pangað sendi móðir okkar okkur
börnin til vörukaupa hjá kaupmann-
inum. Það var erfitt í þá daga
eins og nú fyrir smærri bændur að
fá starfsstúlkur. Pær kusu heldur
að vístast f kaupstöðum eða á
herragörðunum þar sem var fleira
fólk og fjörugra líf. Pví varð móðir
okkar að nota okkur börnin til
allskonar smávika og búðarferða.
Fyrir stórhátfðir var mjög ánægju-
legt að fara í kaupstað, því þá ók
pabbi í vagni, og þá fengum við
alltaf góðgæti í kramarhúsi og ein-
hver leikföng. Petta var hátíð fyrir
helgidagana.
Á þessum árum var mikiíl snjór
á Jótlandi á veturna, oft fram í
maímánuð. Ég man eftir einum
veírardegi, þegar móðir mín var í
þvotti og ég átti að gæta systkina
minna Pað var mikill snjór og
mig langaði mjög út í snjóinn
að leika mér í með börnum
nágrannanna. Ég bað mömmu
hvað eftir annað að leyfa mér að
fara út en hún neitaði alltaf. Ég
jman ennþá að ég stóð yfir henni
við þvottinn og bað hana oft um
að fá að fara út en hún sagði allt
af »nei«. Að lokum tók hún kaðal-
spotta og fór með mig út í garð-
inn og batt mig fastan við tré og
sagði: Nú geturðu staðið þarna,
þangað til þú ert búinn að kæla
þig. Pað leið ekki á löngu, þang-
að til ég kaliaði á mömmu og bað
hana um að fá að koma inn. Þetta
er hið eina sinn, sem ég man eftir
að móðir mírt væri hörð við mig,
en þessi ráðning iæknaði leti mína
og óhlýðni við móður mína, Pá
var það um sumartíma um svipað
leyti æfi minnar, að ég man eftir
því, að ég komst inn á túnið okk-
ar og fór i gáska að velta mér í
smárabreiðunum svo bæfi sáust
eftir mig. Faðir minn kom að og
sá feikinn. Hann hafði prik í hend-
inni og gaf mér maklega ráðningu
á bakhlutann svo ég stökk upp
með mikilli skyndingu og bað hann
fyrirgefningar, því ég vissi vel, að
ég mátti ekki gera þetta, þar sem
þá var komið að slætti og ekki
geðjast józkum bændum það betur
en íslenzkum, ef fólk veitir sér í
túngresi þeirra. Petta er hið eina
skipti, sem ég man að pabbi þyrfti
að siá til mín, en hann krafðist
ætíð af okkur fullkominnar hlýðni.
Sumarið, sem ég varð 12 ára bað
ég pabba um að gefa mér píanó,
því mig langaði til að læra að spila,
enda var ég sönghneigður og hafði
góða rödd. En hann neitaði og
sagði á þá leið, að plógurinn og
herfið þarna fyrir utan ættu að
vera mitt »píanó« og á þau ætti ég
að spila. Um þetta var svo ekki
meira rætt, því ég vissi, að ef
pabbi sagði »nei« þá þýddi ekki að
mögla. Svo kom afmælisdagur
minn 6. september og ég fékk í
afmælisgjöf harmóniku með aðeins
einni nótnaröð og fjórum bössum.
Pá fór ég að hitta ungan mann á
bóndabýli í nágrenninu. Hann kunni
að spila og lét mér í té nokkrar
skrifaðar nótur og svona byrjuðu
tónlistaræfingar mtnar. Við gengum
í þorpsskólann á verurna á hverjum
degi frá kl. 8 á morgnana til kí. 5
síðdegis, nema á miðvikudögum og
laugardögum, þá var frí seinni
hluta dagsins. Frá 1. maí til 1,
október var skólinn aðeins á mið-
vikudögum og laugardögum fyrri
hluta dags, svo þann tíma gátum
við börnin hjálpað til við vinnuna
heima fyrir. Pá var þegar komin
á almenn skólaskylda í Danmörku,
Kennararnir voru 2 og kennslustof-
urnar 2, önnur fyrir eldri börnin og
hin fyrir þau yngri. Við höfðum
gott ieikjasvæði með ýmiskonar
fimleikatækjum, sem stuðiuðu bæði
að líkamlegum og andlegum þroska
barnanna. Pað hafði djúp áhrif á
barnshuga minn, að kennatinn bað
fyrir okkur og skólanum í hvert
skipti, sem við komum í skólann
og fórum þaðan þ- e. 4 sinnum á
dag, því við fengum matátnlé um
„miðjan daginn,
Eitt sinn við slíkt bænahald heyrði
ég rödd af ósýnilegum uppruna,
tala ti! mín á þessa leið: Ég er guð
Trúðu á mig. Pað er ég, sem hefi
skapað allt sem auga þitt sér. Pessi
viðburður styrkti hina barnslegu trú
mína á guð.
Framh.
Fallegt úrval
at
leirmtmuin
Hartnyrða. verzl.
Ragnh. O. Björnsson„
R i t s j ó r i
B O Y E H O L M