Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2005, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2005, Page 13
I ítölsk nótt í Hafnarfirði Kvikmyndasafn is- lands stendur alltaf fyrir sýning- um á klassískum bíómyndum tvisvar í viku. Það eru sýningar þriðjudaga og laugardaga . Myndin sem verður sýnd á þriðjudaginn heitir „La notte" (Nóttin) og er hún eftir Michelangelo Antonioni. Myndin er ítölsk og skartar hjónunum Marcello Mastroi- anni og Jean Moreau í aðalhlutverkum sem voru mjög þekkt á sfnum tíma. Hún (jallar um gliðnun í hjónabandi frægs rithöfundar að nafni Giovanni Pontano. En þegar hann og kona hans Lidia heimsækja vin sinn Tommaso þar sem hann liggur fyrir dauðanum á sjúkrahúsi finnst þeim að þau séu að gera einhveija vitleysu. Þau séu að gera eitthvað rangt í hjónabandi sínu. Myndin er frá 1961. Hún fékk Gullbjörninn í Beriin sama ár og svo fékk hún ítalska Silfur- boröann áriö 1962. Nú er bara um að gera að fara f menningarferð tii Hafnarfjarðar í Bæjarbíó og gleyma sér í gamalli mynd. Sýningin byrjar kl. 20. Vinsælustu tónleikar á íslandi Ivínartónleikar Isinfóníuhljóm- Isveitar Islands Keru orðnir Ifastur viðburð- |ur á hverju ári. Þeir hafa verið haldnir undir þessu nafni síðan 1971 en hafa verið fastur liður sfðan 1982. Þessir tónleikar eru búnir að skipa sér þann sess að vera einir vin- sælustu tónleikar Islandssögunnar og á hverju einasta ári er uppselt. Mörg þúsund manns mæta á tónleikana hvert ár og nú fer hver að verða síðastur að ná sér I miða. Á tónleikunum mun Ingveldur Ýr Jónsdóttir messósópran koma fram. Hún hefur meðal annars heillað gesti ís- lensku Óperunnar í sýningunni Sweeney Todd þar sem hún syngur hlutverk frú Lóett. Tónleik- arnir eru alls fjórir og eru tvennir búnir. í kvöld verða tónleikar kl.19.30 og á morgun verða þeir síðustu kl.17. Tónleikarnir fara fram í Há- skólabíó. Hægt er að nálgast miða á vefsíðunni www.sinfonia.is og svo er líka hægt að hring’a f 545-2500 og fá allar upplýsingar um miðasölu. Tvöfalt magn af húsgögnum og hvítir veggir Raunveruleikagiörningurinp hans Bibba Curver „tbúðin" er ennþá f fullum gangi. Gjörningurinn er hluti af sýningu Listasafns Is- lands, Nýíslensk myndlist. Hann stendur til 16. janúar en þá lýk- ur sýningunni hjá Lista- safni Islands. Eftir jólin hefur Bibbi verið að setja saman húsgögn frá IKEA og TM húsgögnum en aðalbreytingin á fbúðinni er sú að nú er svefhherbergið orðið hvítt. Hann mál- aði það bleikt þegar hann flutti inn f mars en var orðinn leiður á því og fannst nýju innrétting- arnár frá TM húsgögnum passa einhvern veginn betur við hvftan lit. Bibbi fylgdist með málaran- um mála loft, veggi og hurðir og fannst hann læra mjög mikið á því. Nú er tvöfalt magn af húsgögnum í íbúðinni hans Bibba en hann mun henda þeim gömlu út á næstu dögum. Farðu inn á http://ibu- din.mblog.is og tékkaðu á þvf hvað Bibbi er að gera. „Við höfum alltaf lifaö og hrærst í tónlist og við sömdum okkar fyrsta lag þegar viö vorum sjö ára. Við höfum alltaf vonast til að geta unnið við tónlist. Seinasta ár hefur því ver- iö algjör blessun fyrir okkur. Við erum alveg ótrúlega heppn- ar. Auðvitað var árið algjör bilun, þaö var svo mikið aö gera. En við leggjum okkur allar fram um að eiga það skilið. í fram- tíöinni langar okkur mikiö til að spreyta okkui- í ýmsu öðru eins og leiklist og þess háttar. Þannig að ekki láta þér bregða ef þú sérð Ninu Sky bregöa fyrir i einhverju allt öðru en tónlist," segir Nicole. Stelpurnar lofa stuði á Broadway á morgun og skafa ekkert utan af því. „Það er rosalega mikil orka á tónleikum hjá okk- ur. Við spilum tíu lög og erum meö plötusnúð með okkur og það er mjög mikið að gerast á sviðinu. Við elskum þegar fólk- ið í salnum tekur þátt með okkur og er í góðu stuði." Það er allavega vist að þaö verður stuð á þessum skvísum á tónleikunum. Ásamt stelpunum mun Peter Pai-ker, fimm- faldur heimsmeistari DMC i skífúþeytingi koma fram ásamt islenskum hip hop-Iistamönnum og plötusnúðum. Tónleikarnh- veröa sem fyrr segir á laugardagskvöld á Broadway. Þeir byija kl. 22 og það kostar 2900 kall hm. Nú er r&b-tvíburadúettinn Nina Sky á leiö til landsins. Mark Anthony (ekki kærasti J.Lo) er maðurinn á bak við komu þeirra. Hann var nýlega staddur i New York að ná sér í tónlistarmenn á Shockwave-kvöldin sin. „Svo rakst ég á um- boösmann þeirra á næturklúbbi. Hafði séð þær í sjónvarpinu og hugsað með mér að þetta væru helvíti flottar gellur,“ segir Mark. ... - Umboðsmaöurinn tók vel í þaö að halda tónleika á Islandi þannig að Mark hringdi í Einar Bárðarson sem er félagi hans. Einari leist mjög vel á þetta og sló til þannig að stelpumar eru bai’a á leiðinni. Þetta er í sjötta skipti sem Mark heldur Shockwave-kvöld en þaö fyrsta var fyrir tæpu ári. Systumar Natalie og Nicole eru 18 ára og lagið „Move ya body“ var það sem skaut þeim upp á sfjömuhimininn á síð- asta ári. Fókus hringdi til New York til tvíburasystranna og tók púlsinn á þeim. „Viö komum til landsins á laugardaginn og erum að spila á Broadway um kvöldiö. Víð förum svo heim á sunnudaginn. Þannig að þetta verður stutt ferö en við ætlum samt aö reyna að sjá eitthvað skemmtilegt á meðan við verðum á landinu," M segir Nicole. I iil Ji llBHmVHi gf J| flgflBflgHBWBKBBI mmggm w n 111 m jTTjfD fi r m 1 :i. ■nb, ! ii^r 1ffiyTiTl \t V i V \yjp§ f i .Æ \ í/\fp: I fjjji rSBPxfcT "V ^33 vn\ L t pjySl n£\i?T#iÆrnfö\ / .>

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.