Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2005, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2005, Síða 29
DV Sjónvarp ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2005 29 Andri Snær Magnason hefur að undanförnu reynt að koma Bláa hnettinum á framfæri við útgefendur í hinum enskumælandi heimi. Þar á meðal í Kanada en fengið dræmar viðtökur. Það er nefnilega eitt og annað í bókinni sem ekki fellur í kramið hjá Kanadamönnum. Kanadískir útgefendur hafna Bláa hnettinum Ekkert selaát eða faðmlög, takk tyrir Mr. Magnason Kanadískir útgefendur geta hugs- anlega lagt blessun sína yfir það að Heather eigi tvær mömmur en af og frá er að hún leggi sér til munns grill- að selakjöt eða faðmi og kyssi vini sína. Einhvem veginn á þessa leið vom skilaboðin sem Andra Snæ Magna- syni bámst frá ónafngreindum kanadískum útgefendum. Andri Snær sendi þeim handrit bókarinn- ar Blái hötturinn á ensku - The Story of the Blue Planet - til yfirlestrar í þeirri von að bókin yrði gefin út í Kanada. Frá þessu var nýverið greint á forsíðu Globe and Mail. Þar segir einnig að forleggjaramir tækju því ekki fjarri að gefa bókina út en þá að því tilskyldu að Andri Snær tæki út ákveðin atriði sem útgefendur töldu að fæm illa í kanadíska lesendur. Einkum var það þar sem segir frá sel sem er eltur uppi, veiddur og grillað- ur sem fór fyrir bijóst hinna kanadísku útgefenda sem og þar sem segir frá þakklátum börnum sem faðma og kyssa hvert annað. Andri snær neitar að ritskoða bók sína Blái hnötturinn, sem hlaut gríð- arlega góðar viðtökur hér heima, verðlaunuð í bak og fyrir, hefur komið út í fjórtán löndum en ekki enn sem komið Blái hnötturinn Leik-1 er á ensku mál- ritið gekk lengi fyrir I svaeði. DV tókst fullu húsi IÞjóðleikhús- inu og er nú á leiö á kanadlskt svið. ekki að ná í Andra Snæ en það tókst hins vegar blaðamanni Globe and Mail. Andri Snær segir að sér hafi verið tjáð að þetta gengi einfaldlega ekki í Norður-Ameríku. Þessi afstaða kemur honum á óvart því selkjöt er þekkt á borðum á norðlægum slóð- um og hann vísar til þess að selur hafi verið á matseðh afa síns. Andri Snær neitar að ritskoða verkið. „Ég var að segja fólki heima af þessu og öllum þótti þetta mjög furðulegt. Ég veit ekki hvaða öflum eða málstað ég væri að þjóna með því að fella þetta út. Eg held að ástæðulaust sé að vemda börn með þessum hætti." í greininni, sem Rebeca Caldwell skrifar, segir jafiiframt að Andri Snær neiti að nafhgreina útgáfufyr- irtækið en hann hefur leitað á náðir annarra útgáfufyrirtækja og segist sannfærður um að Blái hnötturinn muni á endanum koma út í Kanada. Blái hnötturinn á kanadískt leiksvið Andri Snær kemur þó síður en svo að lokuðum dyrum alls staðar í Kanada. Þannig hefur leikgerð Bláa hnattarins verið til æfinga hjá Toronto’s Lorraine Kimsa leikhúsi ungs fólks og er fyrirhugað að það verði fmmsýnt 3. febrúar. (Líklegar er þar komin ástæða þess að ekki næst í Andra Snæ, hann er líklega á leið utan til að sjá frumsýninguna, án þess að það sé hér fullyrt.) Hafa ofangreind atriði, selsátið og faðm- lögin, ekki verið felld út úr leikritinu. Rætt er við leikstjórann, Allen Maclnnis, og hann inntur eftir því hver hugsanleg viðbrögð áhorfenda við þessum atriðum geti orðið. „Þegar ég fyrst las leikritið hugsaði ég með mér að líklega þyrft- um við að fella þetta út því við emm afar vikvæm hér í Kanada fýrir orð- spori okkar - við viljum ekki gefa þá mynd af okkur að við séum að háma í okkur sel - en þetta snýst ekki um það." jakob@dv.is Konur um konur Það er talsvert gert af myndum fyrir konur þessa dagana, enda hafa einhverjir markaðsfræðingar áttað sig á að konur em talsvert stór neyt- endahópur. Flestar þessara mynda, með Bridget Jones í fararbroddi, fjalla um konur í karlaleit, ætlaðar fyrir Sex and the City- og Cosmopohtan-kynslóðina. En það er merkilegt að fáar af þessum myndum fjalla í raun um samband kvenna sín á milli, þrátt fyrir að ógrynni sé til af myndum um sam- skipti karla (gamla löggan og unga löggan, löggan og glæpamaðurinn, löggan og litaði maðurinn osfrv.) Það er því hressandi að sjá mynd sem fjallar um konur og samskipti þeirra á mihi. Karlar koma vissulega við sögu, en þeir em í bakgrunnin- um. Carole er rannsóknardómari og Tina er smáglæpamaður. Tina fer fyrir rétt sem Carole situr en Carole ákveður að sakfella hana ekki og með þeim tekst ólíklegur kunnings- skapur. Það eina sem þær hafa við fyrstu sýn sameiginlegt er að báðar em einkadætur. Báðar læra þær ýmislegt um lífið af lífsstíl hvorrar annarrar, eins og við var að búast af slfkri mynd, og áður en langt um líð- ur er Tina farin að búa með Carole og eiginmanni hennar Bmno. Þá gerist það að maður bankar uppá um miðja nótt. Maður þessi er leikinn af Francois Berléand, sem leikur einnig vonda skólastjórann í mynd- inni Kórinn og ofbeldisfuha öryggis- vörðinn í myndinni Peningabfllinn. Þeir sem hafa sótt franska kvik- myndahátíð ættu því að vera farnir að venjast því að þegar hann kemur boðar það sjaldnast gott fýrir sögu- persónur. Hann leikur spilavítis- svindlarann Mermot, sem segir dómaranum frá því að stórfeUt spilavítissvindl sé stundað í bænum Annency, sem er einmitt heimabær Tinu. Fara nú þær stöUur að rannsaka máUð. Ef myndin væri bandarísk væri nú nokkuð ljóst hvernig málin myndu lykta, en hér er ekkert géfið og endirinn ekki jafn augljós og á horfðist. Þó að myndin sé á margan hátt áhugaverð þá finnst manni hún ekki ná að vinna alveg nógu vel úr sam- skiptum stúlknanna. Hvers vegna er Carole, dómarinn, svona fljót að fara að stela skóm eins og vinkona hennar? Myndin er að mörgu leyti Filles uniques/Einka- dætUr Sýnd á Franskri kvik- myndahátið i Háskólabiói. Leik- stjóri: Pierre Jolivet. Aðal- hlutverk: Sandrine Kiber- lain, Sylvie Testud, Vincent Lindon og Francois Berléand. é it'k'kí? Valur fór í bíó rétt að fara í gang þegar hún er bú- in. En samt, þá er gaman að sjá mynd um tvær konur í bíó. Ég man varla eftir slflcu síðan Thelma and Lousie, þar sem fókusinn var á sam- skipti kvennanna, og jafnvel þó að önnur þeirra sofi hjá Brad Pitt er það ekki einu sinni aðalatriðið, heldur hvað þeim finnst um hvora aðra. Meira svona. Valur Gunnarsson Stjörnuspá Drífa Hjartardóttir alþingiskona er 55 ára i dag. „Hamingja konunnar sem hér um ræðir styrkir vissulega og glæðir Iff hennar og þeirra sem skipta hana máli. Konan virðist búa yfir ríku- ^ legu innra jafnvægi með | heiðarleika að leiðarljósi f og er fær um að leyfa f hlutunum að vaxa og r bera góða ávexti og hún t leggursig fram við að J upplifa fögnuð yfir lífinu hvern dag," segir í \stjörnuspá hennar. Drífa Hjartardóttir w \latnsbemn (20. jan.-18.febr.) w ------------------------------------- Þú nýtur þín vel þar sem þú finnur fyrir frelsi og enginn er til að ráðskast með þig og ættir þú ekki að hika við að leitast við að efla getu þína því stjarna vatnsberans segir þig vera manneskju yfir meðallagi. Fiskarnir <i9. febr.-20. mars) Ekki vera þröngsýn/n þegar verkefni sem þú starfar að þessa dag- ana er annars vegar, eru einkunnarorð þeirra sem fæddir eru undir stjörnu fiska. Ekki dæma of fljótt, reyndu einnig að forðast að metast og taktu aðeins eitt skref (einu. Stjarna þín sýnir hér að þú verður aldrei hlunnfarin/n. Hrúturinn (21.mars-19.aprll) H T Reglufast líf á vel við þig þar sem öryggi og staðfesta lýsa liðan þinni. Þú býrð (fýrsti dagurfebrúar) yfir góðu skopskyni og úthaldi sem hjálpar þér að aðlagast þeim breytingum sem koma hér fram oftar en ekki. Ekki gefa þig röngu fólki sem hefur ekkert að gefa þér (staðinn þegar kemur að til- finningum þinum. NaUtÍð (20. aprH-20.mal) Ö Notaðu betur glöggskyggni þína til að forðast efa eða jafnvel reiði sem virðist einkenna llðan þina um þessar mundir. W\bm\M (2lmal-21.júnl) n Þér er ráðlagt að losa um höft- in á sjálfinu ef árangur skal nást og efla þig með því að veita tilfinningum þín- um uppbyggilega útrás. ^ Krabbinn(22.;w-22.jú/í) Q** Ekki missa móðinn næstu misseri og trúðu því ávallt að gæfan sé innan seilingar, því hún er það svo sannarlega þegar þú opnar huga þinn fyrir tækifærum framtiðar. Þú geislar hér í jákvæðum skilningi en virðist van- treysta tilfinningalegri nálægð við ein- hvern sem er þér kær. LjÓníð (23.júli-22. ógúst) H5 Ekki sóa kröftum þínum í leit að völdum. Ef þú kýst að vera ónæm/ur fyrir gagnrýni náungans og óttst ekki ögranir ert þú fær um að nota mátt ást- arinnar í þágu vaxtar og allsnægta. Hreinskilni þín er án efa til staðar. Ekki misbeita henni. Meyjan (2i ágúst-22. septj Gleymdu ekki áherslum þín- um og hver sannur kjarni góðra sam- skipta er en hér kemur einnig fram að þú ættir að einbeita þér að tileinka þér að bjóða ást í stað eignarhalds. o Vogin (2lsept.-23.okt.) “™~ Þú ert vafalaust mjög hugsi um þessar mundir og á sama tíma kem- ur fram að þú óttast einsemd af ein- hverjum ástæðum. Sökum þess hve vitsmunaleg/ur þú ert heldur þú oftar en ekki fólki i fjarska. Ekki dæma ná- ungann of harkalega. HL Sporðdrekinn (24.okt.-21.n0ej Af einhverjum ástæðum ættir þú að læra að skynja betur um þessar mundir ef þú ert borin/n í heiminn und- ir stjörnu sporðdrekans. Bogmaðurinn (22.n6v.-21.desj / Notaðu styrk þinn og losaðu um óttann við að glata sjálfstæði þínu sem fyrst. Spenna og orðheppni eru einkunnarorð bogmanns þessa dagana af einhverjum ástæðum. Steingeitin (22.des.-19.janj Ekki hætta að elska sjálfið, sköpunargáfu þína og vald til að hjálpa þeim sem verr eru staddir. Mikið skap þitt auðveldar þér vissulega að takast á við hvað sem kann að verða á vegi þín- um en þegar stolt þitt er sært þá notar þú styrk þinn ekki rétt og það eitt tefur fýrir þér, kæra steingeit. z SPÁMAÐUR.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.