Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2005, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2005, Side 4
4 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 Helgarblað DV Ganga þessir aðilar jafnvel svo langt að bjóða litháískan verkamann fyrir milli þrjú og fjögur hundruð krónur á tímann, sem er minna en helmingur þess sem greiða þarf íslendingum í sömu vinnu. Félagsmálaráðherra Boðaði aðgerðir og reglur um starfsemi starfsmannaleiga. Ekk- — hefur heyrst af þeim í rúmt ár og nefnd ert hefur heyrst afþeim i rumt ar og nern sem skipuð var hefur að sögn litlu skilað. Fréttaskýring Talið er að allt að þúsund draugaverkamenn frá Eystrasaltslöndunum og Póllandi séu ólöglega á vinnumarkaði hérlendis. Þessir menn greiða ekki skatta og lág laun þeirra ógna nú markaðs- launum í mörgum iðngreinum. Talið er að fleiri en einn aðili standi að ólöglegum innflutningi þeirra hingað. Vægar refsingar við brotunum gera það að verkum að æ fleiri freistast til að taka þátt. Stjórn- völd halda að sér höndum og enn bólar ekkert á reglum um starfsemi starfsmannaleiga. Hvitt þrælahald prrist oareitt meðan stiórnmálamenn líta undan Undanfarið hafa stéttarfélög í nokkxum iðngreinum haldið úti starfsmanni sem rannsakað hefur umfang svokallaðra drauga- verkamanna á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Finnbjörns Her- mannssonar, formanns Trésmíðafélags Reykjavíkur, eru niður- stöður úr þeim rannsóknum sláandi. Svo virðist sem heilu blokkirnar séu byggðar með erlendum verkamönnum sem starfa hér án atvinnuleyfis og á launum langt undir taxta. Menn- irnir koma hingað í góðri trú um uppgrip án þess að gera sér grein fyrir stöðu sinni. Umræða um erlenda verkamenn á íslenskum vinnumarkaði var fram á síðasta ár nær eingöngu bundin við verkafólk í fiskvinnslu enda eru Pólverjar orðnir meirihluti þeirra sem starfa við fiskvinnslu víða um land. öðru máli gegnir nú um fjölda erlendra verkamanna sem annað hvort starfa á vegum erlendra starfs- mannaleiga eða dvelja hér og starfa í skjóli þess að um ferðamenn sé að ræða. Starfsmannaleiga Starfsmannaleigur hafa verið mikið í umræðu síðan framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun hófust fyrir rúmum tveimur árum. Verkalýðs- hreyfingin og síðar skattayfirvöld hafa staðið í ströngu vegna þeirra hundruða starfsmanna sem þar starfa á vegum leiganna. Ágrein- ingur um skattgreiðslur, launakjör og aðbúnað hafa verið fyrirferða- miklar og má segja að megindeilu- efnið sé enn óleyst. „Við bíðum enn niðurstöðu Yfir- skattanefndar," segir Þorbjörn Guð- mundsson, formaður Samiðnar og fulltrúi í samráðsnefnd um virkjana- samning. „Málið leysist í raun að stærstum hluta ef niðurstaða skatta- yfirvalda - á þá leið að Impregilo beri að greiða skatta af starfsmönnum sínum hér á landi - verður staðfest. Þannig væri stærstur hluti málsins leystur." Litla-lmpregilo Deilan er þó ekki einungis bund- inn við Impregilo. Þannig hefur Fé- lag iðn-og tæknigreina átt í sams- konar deilu við fyrirtækið Stjörnu- blikk í Kópavogi, en að sögn Hilmars Harðarsonar hjá félaginu hefur fyrir- tækið haft á sínum snærum milli tíu og fimmtán Portúgala um nokkurra ára skeið sem allir eru hér á vegum þarlendrar starfsmannaleigu. Mál Stjörnublikks er nú einnig til með- ferðar hjá Yfirskattanefnd. „Það sem er alvarlegast við þetta er að við vitum að mennirnir eru á launum sem samræmast ekki mark- aðslaunum og eru því ódýrari en ís- lenskir samstarfsmenn þeirra," segir Hilmar. Ógnar heilli starfsgrein Hilmar segir vandann speglast best í stétt blikksmiða. Þar sé inn- flutningur á vinnuafli þegar farinn að hafa áhrif til hins verra og mark- aðslaun hafi hreinlega lækkað vegna hás hlutfalls erlendra og ódýrari starfsmanna. Hætta á útlendinga- hatri hafi líka stóraukist. „Það versta við þessa þróun er að ég tel að hún geti alið á hatri á út- lendingum líkt og hefur verið að ger- ast í nágrannalöndum okkar," segir Hilmar. „Við höfum ekkert á móti því að hingað komi erlent vinnuafl svo lengi sem samningar um kaup og kjör á íslenskum vinnumarkaði eru virtir og mönnum séu tryggð réttindi til jafns við íslendinga,“ seg- ir hann. Svartamarkaðsbrask með fólk Alvarlegasta birtingarmyndin er þó mikill fjöldi verkamanna sem hingað koma ár hvert ólöglega með svokölluð ferðamannavegabréf. DV hefur undanfarið fjallað um málefni fjögurra Litháa sem fyrir- tækið GT-Verktakar fékk til landsins með aðstoð lettneskrar konu sem hér býr og fullyrt er að sé umfangs- mikil í slíkum innflutningi. Eftir því sem næst verður komist reynir kon- an að nýta sér undanþáguákvæði dvalarleyfissamþykkta þannig að sótt er um leyfi fyrir mennina eins og um svokölluð þjónustuviðskipti sé að ræða og því koma mennirnir Formaður Samiðnar Segir alvarlegt ástand muni skapast efekki verði tekið á starfsmannaleigumálui og vmnu ólöglegs vinnuafls hér á landi. hingað og vinna án þess þó að greiða hingað opinber gjöld af neinu tagi. „Þetta er mun umfangsmeira en við töldum og við fáum sífellt fleiri svona mál á okkar borð,“ segir Tryggvi Marteinsson, starfsmaður Eflingar-stéttarfélags. Unnið í skjóli nætur Það kom iðnaðarmannafélögun- um á óvart hversu umfangsmikill markaður virðist hafa skapast fyrir ódýrt erlent vinnuafl. Þannig hafi skipulagt eftirlit félaganna undan- farna þrjá mánuði staðfest að fleiri hundruð - og jafnvel upp f þúsund verkamenn án atvinnuleyfa, séu við vinnu hér á hverjum tíma. Bíræfnin sé sl£k að þegar fulltrúi félaganna hafi farið á staði þar sem ábending- ar hafi borist um veru þessara manna þá hafi þeir verið fjarlægðir af vinnusvæðum og jafnvel látnir vinna á nóttunni til að minna bæri á þeim. Verktakar í byggingariðnaði segja það ekki óalgengt að símtöl með tilboðum um ódýra erlenda starfsmenn berist þeim. Segja þeir að laun sem í boði séu fýrir drauga- verkamennina svokölluðu séu langt undir kjarasamningum. Ganga þessir aðilar jafnvel svo langt að bjóða litháískan verkamann fyrir milli þrjú og fjögur hundruð krónur á tímann, sem er minna en helming- ur þess sem greiða þarf íslendingum fýrir sömu vinnu. Ávinningurinn er því umtalsverður og áhættan að sama skapi lítil eins og eini dómur- inn sem fallið hefur í máli gegn at- vinnurekanda, og sagt er ffá hér á síðunni, sýnir svo glögglega. Eráþað bent að fé- lagsmálaráðherra hafí þrátt fyrir fögur fyrirheit ekki lagt fram eitt einasta þingmál tengtstarfs- mannaleigum áþeim tíma sem deilanhefur staðið. Hvar eru stjórnvöld? Litlar sem engar umræður hafa verið um þessi mál á þingi, utan um- ræðna um starfsmannaleigur í kjöl- far Kárahnjúkavirkjunar. Félags- málaráðherra skipaði nefnd fýrir rúmu ári sem skoða átti aðkomu starfsmannaleiga að íslenskum vinnumarkaði en sú nefhd hefur enn ekki skilað ffá sér tillögum. Er á það bent að félagsmálaráðherra hafi þrátt fyrir fögur fyrirheit ekki lagt ffam eitt einasta þingmál tengt starfsmannaleigum á þeim tíma sem deilan hefur staðið. í samtölum við aðila innan verkalýðshreyfingar- innar er þetta sagt til marks um að pólitískan vilja skorti hreinlega til að takast á við málið - 'erju sem það nú sætir. helgi@dv.is Þrælahald borgar sig - Saga Eysteins Gunnars Guðmundssonar er lyginni líkust Einn dómur hefur fallið í máli þar sem um var að ræða skipulagðan innflutning á vinnuafli. Það var fýrirtækið Eystrasaltsviðskipti sem fékk dóm í héraði vegna níu Litháa sem störfuðu við byggingarvinnu á vegum fyrirtækisins. Eigandi fyrirtækisins, Eysteinn Gunnar Guðmundsson, fékk 300 þúsund króna sekt í héraði vegna málsins en óhætt er að fullyrða að tekjur fyrirtækisins af mönnunum, sem' heimildír herma að haft verið á kjörum lángt undir því sem lög rrtæla fyrir um, hafi verið margfaldar miðað við sektargreiðsluna. Þetta segir . Tryggvi Marteinsson, deildarstjóri hjá Eflingu-stéttar- félagi, vera út úr öllu korti. „Sá maður sem þarna um ræðir héJt líka uppteknum hætti straxeftir að dómur féll enda má ségja að dómurinn haft í raun ekki refsað manninum fyrir brotið þar sem ávinningurinn af því var margfaldur,“ segir Tryggvi. Eigandi Eystrasaltsviðskipta hefur enda haldið uppteknum hætti frá því dómurinn féU og er dómsmál á hendur honum nú rekið fyrir héraðsdómi Reykjaness vegna samskonar brota. Þetta eru þó ekki einu afskiptin sem höfð hafa verið af honum frá því hann fékk dóm. Þannig er sagt frá því í nýjasta tölublaði Fréttablaðs Efiingar að í desember síðastliðnum hafi sjö Litháar gefið sig fram á skrifstofu stéttarfélagsins og óskað aðstoðarvegna launa sem þeir töldu sig eiga inni hjá fyrirtækinu Perlunni ehf, sem einnig er skráð á nafn Eysteins Gunnars. Litháarnir sögðu frá því að hjá fyrirtækinu störfuðu þá 25 landar þeirra seirt. ekki hefðu atvinnuleyfi hér á landi.' Var haft samband við lögreglu ',sem hándtók í kjölfarið nokkra' LÍtháa. Að sögn Tryggva MarteinSsonar hjá Eflingu virðist þó sem málið hafi fengið skjótan endi og var mönnunum sleppt. '„Við höfum traustar heimildir fyrir því áð þessir menn hafi svo farið aftur lil viiinu hjá sama fyrirtæki enda virðist $em lögregla hafi hreinlega sleppt þéim án þess að málinu væri fylgt éftir," segi Tryggvi. Nýverið sögðu svo tveir liháískir iðnaðarmenn, sem tengjast hvorugu hinna málanna, DV sögu sfna af viðskiptum við Eystein Gunnar sem þeir fullyrtu að skuldaði þeim laun og hefði ekki staðið við samninga. Eysteinn Gunnar virðist þrátt fyrir þetta fá óhikað að taka þátt í útboðum við hin ýmsu verk og í krafti ódýrra starfsmanna og lágs launakostnaðar fær hann verkin oftar en ekki - enda ávinnmgur hans margfaldur á við áhættuna og sektir sem þeim fýlgja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.