Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2005, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2005, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 Helgarblað DV Mp ponn Benedikt Davíðsson og Finnbjörg Guð- mundsdóttir . „ - mánudaginn en a Valentínusardagurmn e lendingar síðustu árnmhafa margi a tekiðuppÞannstó^^^ \ ^TræWa römantitóna i sambandi smu við makann. ATHUGIÐ:: ___ BREYIAN OPNUNARHMA i JANÚAR OG FEBRÚAR OPIÐ RMMTUOAGA OG FÖSTUDAGA13-18 OG LAUGADAGA12-16. LOKAD AÐRA DAGA. Fiskislóö 75 (út á Granda), 101 Reykjavik, s:514-4407 Benedikt Davíðsson, formaður Landssambands aldraðra, var rúmlega fertugur ekkill þegar hann kynntist seinni konu sinni, Finnbjörgu Guðmundsdóttur, sem þá var liðlega tvítug. „Við vorum búin að vinna saman í rúmt ár þegar náin kynni tókust með okkur en við giftum okkur tveimur árum síðar," segir Benedikt en þau eignuðust tvö börn sem nú eru komin yfir tvítugt. Benedikt neitar ekki að hafa orðið þess var að aðrir karlmenn hafi stundum litið hann öfundaraugum þegar hann sást með ungu kontmni sinni en það hafi ekki verið neitt sem truflaði hann. „Ég var ósköp ánægður með mína konu eins og nærri má geta og hjónaband okkar hefur gengið prýði- lega. Að vísu skiptast á skin og skúrir eins og hjá öllum góðum hjónum en svona holt og bolt höfum við Finnbjörg verið farsæl saman." Benedikt segir að óneitanlega hafi ýmislegt breyst þegar hann gifti sig í annað sinn. Hann átti uppkomin börn frá fyrra hjónabandi og vinir hans voru flestir á hans aldri. Finnbjörg hafi eðlilega átt vini á sínum aldri og því hafi sýn hans á tilveruna breyst talsvert við það að umgangast mun yngra fólk. „Það yngdi mig fyrst og fremst upp að umgang- ast vini konu minnar og það hafa allir gott af því að kynnast nýjum viðhorfum," segir hann og hlær. Þegar menn gifta sig í annað sinn komnir á fimm- tugsaldur eru þeir þroskaðir og ættu frekar að vita hvað þeir eru að gera en ungir menn. Benedikt játar að vissulega hafi það talsvert að segja að eiga reynslu að baki þegar menn ganga í annað sinn í hjónaband. „Ég býst við að maður fari af stað með öðru hugarfari og hafi þroska til að taka á vandamálum og leysa þau með öðrum hætti en þessi ár hafa verið afskaplega góð og þess vegna hef kannski ég alla þessa starfsorku," segir Benedikt og skellihlær en hann vinnur enn liðlega fullan vinnudag. Benedikt neitar að hann finni fyrir aldrinum en oft gerist það þegar menn eiga yngri konur að þeir ná ekki að fylgja þeim eftir. Hann viðurkennir að það megi satt vera og í raun ekkert nema eðlilegt við það. Fólk eldist og hafi til- hneigingu til að draga úr. Hann hafi ekki fundið fýrir því. „Ég er afar ánægð- ur með lífið og tilveruna eins og það er, fullur af starfsorku" segir Bene- dikt Davíðsson formaður félags eldri borgara og fyrrverandi formað- | Benedjkt Davíðsson ur ÁSÍ- “ Benedikteránægður með konuna sina. Chloe Ophelia og Árni Elliot siiÍÍÍ^Mt nýja staði og fara á rómantíska staði ems g chloe og fau. það er sko hægt aðverarÍSa gjafir til að bætir við að þau seu dugg J rQsalega vel saman viðhalda blossanum. „O Ámi hefur daganum^Hilefni^ð Valentmusardeginuni.^Já^ég^held aðÁmi-ætóuðddaeigm ^hJima.Égeldavanalega romantiskur kvoWvero „efa honum etn- KS’f'™ se8L‘ Chloe hlæjandi að lokum. . fv ■ ■í - aHKEgy.riS . ~*'f ^ ^ DV Helgarblað LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 23 Ágústa Johnson og Guðlaugur Þór Þórðarson lan oc . - m í§ 511, tl v,e« „Ég kynntist Guðlaugi Þór fyrst í ræktinni hjá mér en vinátta tókst á milli okkar þegar ég samþykkti að vera á lista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningum fýrir nokkrum árum,“ segir Ágústa Johnson framkvæmdastjóri líkams- ræktarstöðvarinnar Hreyfingar. Þau Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hafa verið gift í nokkur ár og eiga saman þriggja ára gamla tvíbura. Ágústa segir að eftir kynni þeirra í stjórnmálabaráttunni hafi tekist með þeim góð vinátta og svo hafi verið um nokkurt skeið. „Síð- an gerðust hlutimir hratt og við fómm að vera saman en ég mæli sérstaklega með að fólk þekk- ist áður en það tekur upp samband. Það er mun auðveldara og skemmtilegra að þekkja þann mann sem maður tekur upp samband við," segir hún. Ágústa er sammála því að þegar fólk giftir sig í annað sinn sé það líklega vandlátara í makaval- inu en ungt fólk. Það sé ekki svo mikið að velta fyrir sér framtíðinni og hugsi ekki um smáatriði. „Ég býst við að maður vandi sig miklu meira í síðara hjónabandi og leggi sig meira fram um að vera í góðu sambandi. Lfklega hugsar maður um praktísku hliðarnar. Áður en maður festir sig þá vill maður vera viss um að vera að gera rétt og er mjög umhugað um að gera ekki mistök," segir Agústa sem var alveg viss í sinni sök áður en hún gekk í hjónaband með Guðlaugi Þór. Hún segir sambandið hafa gengið mjög vel og þau vera ánægð með lífið. Rómantíkinni við- halda þau með því að gefa sér tíma tíl að huga að hvort öðru. Um helgar þegar litlu börnin eru sofnuð og þau stærri upptekin með vinum sín- um nota þau tímann vel fyrir sjálfa sig. Ágústa segir að þá geti þau jafnvel eldað góðan mat saman og setíð og borðað í rólegheitum og Ágústa og Guðlaugur Halda rómantíkinni við með þvi að gefa sér tíma til að hugaaö hvort öðru. spjallað. „Við reynum lfka að skreppa saman til útlanda í nokkra daga og njótum þess þá að vera bara tvö og hlaða batteríin. Þannig ferð skilar sér margfalt tíl baka," segir Ágústa sem sem er þeirr- ar skoðunar að skemmtilegur eiginmaður með góðan húmor viðhaldi góðu sambandi. „Eg er svo lánsöm að Guðlaugur Þór hefur mikinn húmor og er mjög janréttissinnaður enda hefði ég líklega ekki fallið fyrir honum annars. Ég held að margir vanmetí hve mikils virði það er að geta hlegið saman og séð spaugilegu hliðarnar á líf- inu," segir Ágústa sannfærð um að hún sé lukk- unnar pamffll. Elma Lísa Gunnarsdóttir og Reynir Lyngdal „Við Reynir kynntumst fyrst fyrir þrettán árum á CaJfé Olé en ég var að vinna þar og Reynir var þar gestur og kom þangað og drakk kaffi. Áður en ég vissi af var hann líka búinn að ráða sig í vinnu á Café Olé," segir Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona sem gift er Reyni Lyngdal leikstjóra. Um þessar mundir má sjá Elmu á sviði í Hafnarfjarðarleikhúsinu í nýju íslensku verki eftir ungan íslenskan höfund, Þórdísi Elfu Þorvaldsdóttur. Hún segir að um mjög magn- að verk sé að ræða sem einmitt fjalli um ást- ina í hennar fallegusm og ekki síður ljótustu mynd. Elma Lísa og Reynir urðu fljótlega miklir vinir án þess að sambandið yrði annað og meira lengi vel. „Við unnum saman í ein- hverja mánuði og umgengumst talsvert en þess á milli sinntum við öðrum vinum og árin liðu. Þennan tíma fylgdumst við vel með hvort öðru og ég vissi alltaf hvað Reynir var að stússast og hann hvað ég var að aðhafast en á milli okkar var ekki nema platónískt sam- band," rifjar Elma Lísa upp. Það var síðan fyrir tæpum fjórum árum að eitthvað gerðist og vináttan varð að ást. Elma Lísa segist sannarlega mæla með að fólk þekkist vel áður en það hefur samband af al- vöru. Það auðveldi öll samskiptí og betra sé að hefja samband við þann sem maður þekki vel fyrir. Þau giftu sig síðan fyrir tveimur árum og Elma segir að þeim líði afskaplega vel saman. Elma Lísa segir engan betri að vinna með en Reyni og hún vilji helst af öllu vinna með honum. „Já, ég held að það hann viti hvað ég er að hugsa og öfugt. Þegar fólk þekkist vel þarf það ekki alltaf að segja hlutina. Maður veit hvað hinn er að hugsa. Þannig er það bara og er sérstaklega þægilegt þegar við vinnum saman," segir hún hlæjandi. Fljólega eftir frumsýninguna í Hafnar&ði fer Reynir að leikstýra stuttmynd eftír hand- riti Jóns Atla Jónassonar en þar er Elma einmitt meðal leikenda auk Stefáns Jónsson- ar og tveggja ungra sona hans. „Það verður mjög spennandi og ég hlakka til að fást við þá vinnu," segir Elma Lisa full eftirvæntingar. Hvað þau geri til að viðhalda róm antfldnni. vill hún minnst tala um en segir að þau þurfi bara alls ekki neinar brellur til að viðhalda henni. Elma Lísa segist ekki viss um hvoret hún hafi orðið ástfanginn við fyrstu kynni um árið en hitt vití hún að Reynir hafi orðið skotín í henni strax. „Mamma hans lýsti því yfir í brúðkaupinu okkar og þaðan hef ég mínar heimildir um hans tilfinningar, „ segir hún og hlær. Alltaf eitthvað fallegt mubla nybylavegi 18 | símí: 517 2100 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.