Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2005, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2005, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 Helgarblað PV Þóra Tómasdóttir á kött sem lenti í miklu ævintýri. Þóra sjálf stendur á krossgötum um þessar mundir og hennar býöur ekki siöra ævintýri. þó ólíku sé aö jafna. Þóra með sirkusköttinn Hrapp Hann tók sér far með ókunnum bíl alla leið inn í Voga og fyrir röð til- viljana komst hann afturíhendur Þórusem varmiðursín afáhyggj- um og átti að baki andvökunætur. Þóra Tómasdóttir, einn umsjón- armanna þáttarins Óp í Sjónvarp- inu, á kostulegan kött sem heitir Hrappur og lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. Hann lagði land undir fót fyrir jólin og var ekkert að hafa fyrir því að ferðast á sínum ijórum löppum, heldur tók sér far með næsta bíl. Og það sem meira er að hann komst aftur heim óskaddaður. „Ég er vön að hleypa Hrappi út í bakgarð," segir Þóra og rifjar upp ferðalag kattarins. „Hann er aldrei lengi úti í senn og kemur oftast inn þegar ég kalla á hann. Einn daginn skilaði hann sér hins vegar ekki og ég varð miður mín af áhyggjum. Ég var andvaka alla nóttina og hugsaði stöðugt um Hrapp, hvar hann væri niður kominn, hvort honum væri ekki kalt og ótal hugs- anir um mögulegar dánarorsakir snerust í kollinum á mér. Hann kom ekki daginn eftir og áhyggjur mínar mögnuðust eftir því sem á daginn leið," segir Þóra. Hún var orðin úrkula vonar um að Hrappur væri á lífi þegar hún fékk símtal frá Kattholti og tilkynningu um van- skila kött. „Þungu fargi var af mér létt en Kattholtsfólk sagði mér að Hrappur væri niður kominn hjá vingjarnlegri fjölskyldu í Fossvogi. Ég braut heilann um hvernig í ósköpunum kattarskömmin hefði komist alla leið þangað úr mið- bænum, en var fljót að koma mér af stað að sækja hann. Þá skýrðist málið betur," segir Þóra en at- burðarásin var eitthvað á þessa leið: Kastað út úr bíl og sóttur á sama stað aftur Kennari við Iðnskólann var á leið heim úr skólanum einn daginn rétt fyrir jól. Hann þurfti eitthvað að útrétta og var staddur í Vogunum þegar hann heyrði hjáróma mjálm aftan úr bílnum. í aftursætinu reyndist þá vera ókunnugur kattar- ræfill sem maðurinn mundi ekki eftir að hafa hleypt inn í bflinn. Undrandi og ringlaður tók hann á það ráð að láta dýrið út þar sem hann var staddur, rétt við IKEA í Holtagörðum. Sjálfur hélt hann ferðinni áfram. Litíu seinna deilir hann þessu óvænta atviki með dóttur sinni í síma. Æf af reiði skipaði hún föður sínum að sækja umkomulausa köttinn aftur. Iðn- skólakennarinn ekur þá á sama stað og leiðir þeirra skildu en þar beið Hrappur eftir bjargvætti, einn og yf- irgefinn. Að þessu sinni var kettin- um kippt upp í bflinn og honum ekið á heimili kennarans í Fossvogi þar sem dóttirin tók hlýlega á móti honum. Með aðstoð Kattholts vís- aði eyrnamerking Hrapps feðgin- unum á réttan eiganda. Lærði að húkka sér ekki far með ókunnum Þóra segir að enn ein tilviljunin hafi komið í ljós þegar hún drap að dyrum í Fossvoginum. „Birtist ekki æskuvinkona mín í gættinni með kattardýrið undir hendinni. Það urðu með okkur fagnaðarfundir því við höfðum ekki sést mjög lengi,“ segir hún og bætir við að í raun hafi það verið ótrúleg heppni að heimta Hrapp aftur heim. Enn ótrúlegra er að hann hafi ekki hlaupið af stað í Holtagörðum og að vinkona mín hafi átt þátt í að bjarga honum úr því ókunna hverfi. Kötturinn lærði að minnsta kosti að húkka sér ekki far með ókunnugum framar og hefur haldið sig heima síðan þetta gerðist. Mér til mikillar ánægju," segir Þóra og hlær. Þóra hyggur á flutninga á næstu dögum og sirkus- kötturinn Hrappur flytur vitaskuld með. Hún ætíar að halda honum inni fýrstu dagana svo hann villist nú ekki aftur. „Ég óttast mest að hann verði ómögulegur og eirðar- laus af inniverunni en hann verður að láta það yfir sig ganga. Ekki vil ég missa hann frá mér aftur," segir hún. Útvarp heillar Ópið hennar Þóru gengur vel. Hún segir samvinnu þáttarstjórn- endanna ganga vel, eins ólík og þau öll þrjú eru. „Ég finn að áhorf- ið er að aukast eftir því sem tíminn líður og þátturinn er að festa sig í sessi. Það er æ einfaldara að fá góða viðmælendur og þeir sem við leitum til eru meðvitaðir um tilvist þáttarins. Það tekur alltaf tíma fyr- ir svona þátt að vinna sig upp en ég get ekki verið annað en ánægð með hvernig til hefur tekist þó alltaf megi bæta sig," segir hún ánægð. Hvað sfðan tekur við þegar vora fer er hún ekki viss um en næsta víst er að Þóra heldur sig við fjölmiðl- ana. „Þar liggur minn áhugi og ég veit ekki hvort ég fer í blaða- mennsktma eins og áður eða reyni fyrir mér annars staðar. Útvarp heillar og hver veit nema ég reyni fyrir mér á slflcum miðli," segir hún og bætir við að kvikmyndir séu eigi að síður það sem hún vildi helst af öllu vinna við. Eins og hún mennt- aði sig til. „Ég lærði heimildar- myndagerð í Osló en það er meira en að segja það að gera þá grein að sínu lifibrauði. Það er svo mikið puð. Ég hef unnið að heimildar- mynd í mörg ár sem ég get lfldega ekki klárað fýrr en ég vinn í lottó. En maður veit aldrei. Kannski að mér takist einhvem tíma að fjármagna hana," segir hún bjartsýn á lífið og framtíðina. Stjúpan Þóra Þóra er að helja eiginlegan bú- skap með kærasta sínum Þórarni Þórarinssyni blaðamanni á Frétta- blaðinu sem hún kynntist þar í fyrrasumar. „Það eru ógurlega spennandi tímar framundan og mikil breyting sem ég get ekki annað en verið ánægð með," segir Þóra og bætir við að Hrappur sirkusköttur sé þeirra uppeldis- sonur en hjá þeim hafi einnig að- setur börn Þórarins. „Ég hlakka til að ráðast í þetta nútímafjöl- skyldulíf, hrærigraut af alls kyns börnum og köttum. Ég hefði seint trúað að ég ætti eftir að bera titil- inn „stjúpa"," segir hún og skelli- hlær. bergljot@dv.is Pistasiu hringur fylltur með marsipan pistasiu, og hjúpaður með karmellu borðist varlega. Kr. 490,- Litlu seinna deilir hann þessu óvænta atviki með dóttur sinni ísíma. Æfafreiði skipaði hún föður sínum að sækja umkomulausa köttinn aftur. Iðnskólakennarinn ekurþá á sama stað og leiðirþeirra skildu en þar beið Hrappur eftir bjargvætti, einn og yfirgefinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.