Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2005, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2005, Page 29
DV Helgarblað LAUCARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 29 Fallegar mægður Lllja á brúðkaupsdegi Kristjönu móður sinnor rétt áður en Lilja greindist fyrst með krabbamein. „Læknamir töluðu um að ég væri eitt af verstu tilfellum sem þeir hefðu séð,“ segir Lilja um húðsjúkdóminn sem hrjáði hana mestalla hennar æsku. „Þetta háði mér mjög mikið, ég var svefnlaus vegna kláða og óþæg- inda. Mér leið illa út af þessu, bæði andlega og líkamlega. Það vom svo margir sem ekkert vissu um þennan sjúkdóm og héldu jafnvel að hann væri smitandi." LOja þurfti oft að dvelja á Vífil- sstaðaspítala því hún var svo slæm, í allt að fimm vikur í senn. „Mér fannst rosalega erfitt að þurfa að vera á Víf- ilsstöðum. Ég fór fyrst þangað þegar ég var 9 eða 10 ára gömul og fannst ég alls ekki eiga heima þama, meðal gamals fólks og alkóhólista í endur- hæfingu." Fann sig ekki í MA Eftir tveggja ára búsem á Árskógs- sandi flutti Lilja með móður sinni og systrum til Akureyrar. Foreldrar hennar skildu á þessum tíma en móðir hennar hóf sambúð með öðr- um manni sem hefur reynst Lilju ákaflega vel. Eftir grunnskóla hóf Lilja nám við MA. „Mér fannst ég ekki eiga heima í MA. Kannski var það vegna þess að ég var mikið frá vegna sjúk- dóms míns, fór aftur á Vífilsstaða- spítala, svo ég var töluvert frá námi. En haustið eftir byrjaði ég í VMA og þar féll ég undir eins inn í hópinn." Hún hellti sér út í félagslífið af fullum krafti og leið virkilega vel. Blæðingar ekki byrjaðar 16 ára Lilja var þama á 17. aldursári en var ekki enn byrjuð á blæðingum. „Mér fannst það svolítið skrítið að ég var ekki byrjuð þar sem systur mínar og móðir höfðu allar byrjað frekar snemma. Ég fékk mömmu til að fara með mig til kvensjúkdómalæknis þar sem mér fannst þetta frekar óeðlilegt. Við skoðun kom í ljós h'til blaðra á öðrum eggjastokknum og ég þurfti að fara í litla aðgerð til að láta fjarlægja hana.“ Fyrir röð af tilviljunum dróst þessi aðgerð á langinn. Lilja varð lasin og læknirinn sem framkvæma átti að- gerðina fór í fh' þannig að um það bil fjórir mánuðir liðu þar til aðgerðin var framkvæmd. Það sem hins vegar kom í ljós þá hafði hvorki Lilja né neinn annar séð fyrir. Yngst með krabbamein af þessu tagi „Mér var tjáð að þessi litla blaðra sem átti að fjarlægja var orðin að æxh á stærð við karlmanns-handbolta. Ég gekk í gegnum aðgerðir þar sem æxhð var fjariægt." Sýni úr því var sent í ræktun og þá kom í ljós að um illkynja krabbamein var að ræða. Lilja segist ekki vita til þess að svona ung kona hafi greinst með þessa tegund af krabbameini fyrr. „Ekki svo ég viti hefúr svona ung kona greinst með þetta krabbamein. Þessi tiltekna teg- und leggst reyndar helst á ungar kon- Ég spilaði með meistaraflokki kvenna í blaki og þjálfaði blak. Hafði alltaf verið mikil íþróttamanneskja. En ég hugsaði með mér að í staðinn fyrir að eyða tíma í að gráta það ætlaði ég að finna mér eitthvað annað að gera. ur en ekki alveg svona ungar. Ég var auðvitað bara barn þegar ég greind- ist, ég er til dæmis meðlimur í Félagi krabbameinssjúkra bama vegna þess hversu ung ég var," segir Lilja. Sárt að missa hárið Til marks um það hversu sterk og heilsteypt persóna Lilja er voru viðbrögð hennar við tíðindunum einstök. „Ég leit bara á mömmu og sagði henni að þetta yrði nú allt í lagi. Mamma þekkir mig svo vel að þessi viðbrögð komu henni ekkert á óvart," segir Lilja en rifjar upp hversu sárt henni þótti að þurfa að sjá á eftir hár- inu. „Ég þurfti að fara í lyfjameðferð sem þýddi að hárið dytti af mér. Ég var með sítt og mikið hár og var alltaf svo stolt af þvf. Ókunnugt fólk gekk oft upp að mér og hrósaði mér fyrir fallega og þykka hárið mitt. Það er skrítið að segja það en á þessum tímapunkti fannst mér hármissirinn það versta við að fá krabbamein. Ég sagði til dæmis við mömmu að ég myndi aldrei fara sköhótt til Akureyr- ar,“ segir Lilja. Það var ekki fyrr en góður vinur lét þau orð falla sem höfðu mikil áhrif á hana að þetta væri spuming um að missa hárið eða missa heilsuna að al- vara málsins varð henni ljós. Gítarnámskeið og söngnám- skeið Fyrsta meðferðin gekk mjög vel en sökum orkuleysis þurfti Lilja að breyta lífsháttum sínum töluvert. „Ég spilaði með meistaraflokki kvenna í blaki og þjálfaði blak. Hafði alltaf verið mikdl íþróttamanneskja. En ég hugsaði með mér að í staðinn fyrir að eyða tíma í að gráta það ætlaði ég að finna mér eitthvað annað að gera, eitthvað sem mig hefði alltaf langað að gera en ekki gert vegna anna við íþróttimar." Hún sat svo sannarlega ekki við orðin tóm því það er ýmislegt sem hún hefur bardúsað sfðan. „Ég hef ofboðslega mikinn áhuga á tónhst og er í litlum tónlistarklúbbi með vinum mínum. Ég eyði rosalega miklum tíma með vinum mínum, Lilja með Evu vinkonu sinni Þessi mynd var tekin stuttu áður en Lilja greindist. Það sést berlega hvers vegna hármissirinn var henni sár. þeir vita alltaf að Lilja er til staðar ef eitthvað bjátar á og ég leita líka mikið til þeirra þegar mér líður illa," segir Lilja og heldur áfram: „Ég er líka á leiðinni á gítamámskeið og hlakka ótrúlega til en þegar því er lokið ætla ég á djassnámskeið í söng. Ég held að djass sé uppáhaldstónlistin mín, ég elska djass," segir Lilja og ástríðan skín úr augum hennar þegar hún ræðir aðaláhugamálið sitt. Hún er búin með undirbúningsdeildina í söng í Tónlistarskóla Akureyrar og hefúr byrjað tvisvar að taka fyrsta stig en í bæði skiptin þurft að hætta vegna veikindanna. Þarf ekki að vera leið „Sú sem kenndi mér líklega mest var Guðrún Amarsdóttir en henni kynntíst ég í fyrstu meðferðinni fyrir sunnan. Við náðum rosalega vel sam- an,“ segir Lilja þegar hún rifjar upp kynni sín af Guðrúnu. „Ég var alltaf svo jákvæð gagnvart sjúkdómnum en var sttmdum með móral því mér fannst stundum að ég ættí að vera leið og sár en ég bara hafði alls ekki þannig viðhorf. Það var Guðrún sem kenndi mér að enginn getur sagt manni hvemig h'ðanin á að vera. Ef ég vil vera kát og glöð má ég það þótt einhverjum finn- ist það ekki við hæfi. Mér hefur lærst að hafa bara svoh'tinn húmor fyrir líf- inu, þannig er maður svo miklu ham- ingjusamari," segir Lilja og minnist Guðrúnar með söknuði en hún lést árið 2003 eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Fílar Reykjavík í botn Eftir fyrstu meðferðina kom Lilja tvíefld í skólann aftur og byrjaði að stunda félagslífið af kraftí. Hún fór að læra þjóninn og fljótlega fluttí hún suður tíl Reykjavíkur þar sem hún hóf störf sem þjónanemi á Hótel Holtí. „Fyrsta daginn minn small ég í hóp- inn á Hótel Holtí. Mér var tekið ótrú- lega vel og mér finnst ég eiga mína aðra íjölskyldu þar. Enn í dag er ég í góðu sambandi við marga sem unnu með mér." Dvölinni í Reykjavflc lýsir Lilja sem einum besta tíma ævi sinn- ar. „Ég bjó niðri í bæ og vann á hótel- inu. Eg leigði með frábærri stelpu, vann með frábæru fólki og mér hefur sjaldan hðið eins vel og þegar ég bjó fyrir sunnan. Ég er alger kaffihúsa- rotta og það var frábært að hafa öll þessi kaffihús í kring. Svo finnst mér ótrúlega gaman að versla og vissi fátt betra en að skreppa á Laugaveginn og eyða eins og nokkrum krónum," segir Lilja og glottir við tönn. Mamma í gegnum það sama Því miður stóð þessi ánægjulegi tími ekki nema stutt því við rannsókn kom í ljós að krabbameinið hafði tekið sig upp aftur. „Þegar um m'u mánuðir voru hðnir frá því að síðustu meðferð var lokið kom í ljós þetta var að taka sig upp aftur. Þetta kom eins og kjaftshögg, ég var á svo góðu róh en þurftí að flytja aftur til Akureyrar til að fara í meðferð þar," segir LÍlja og segist oft sakna þess að búa í Reykja- vík en tekur það fram að henni þyki mjög gott að búa á Akureyri. Þar býr móðir hennar sem hefur verið henni ótrúlegur styrkur í gegnum veikindin. „Þegar fólk spyr hvort mamma hafi ekki stutt mig í gegnum þetta vil ég frekar segja að hún hafi gengið í gegnum nákvæmlega það sama og ég. Ég hef hreinlega ekki gengið inn á sjúkrahús án þess að hafa mömmu mér við hhð allan þennan tíma," seg- ir Lilja. Hún segir pabba sinn lflca hafa verið eins og klett. „Pabbi og konan hans em dásamlegar manneskjur. Það h'ður ekki sá dagur sem pabbi hringir ekki, bara svona til að tékka á mér," segir hún og hlær. Lungað féll margsinnis saman Lilja hefur farið í reglulegar rann- sóknir síðan hún greindist fyrst. Skömmu eftír að annarri meðferðinni var lokið komu óvæntir hlutir í ljós. „Ég var í einu af þessum reglubundnu tékkum þegar kom í ljós að annað lungað í mér var fallið saman. Það tengdist í raun ekkert krabbamein- inu. Það var skorinn örh'tih bití úr lunganu en við ræktun fundust krabbameinsfrumur sem þýddi að ég þurftí að fara í mína þriðju meðferð. Sú meðferð var líkega sú erfiðasta, svona hkamlega séð, því lungað féh saman þrisvar í viðbót og það er því- lflcur sársauki sem fylgir því að laga það," segir Lilja og bætir við að það hafi lficega hjálpað henni mikið í stríð- inu við krabbameinið að hún var bú- in að vera lengi með psoriasis en því fylgir gríðarlegur sársauki og vanhðan þannig að hún var slæmu vön. Stríðið við krabbameinið Lilja lýsir baráttunni við krabba- mein á einstakan hátt. „Ég h't svo á að við sem heyjum þessa baráttu við þennan sjúkdóm séum stríðsfélagar og því miður er það þannig í þessu stríði sem og í öðrum að oft falla fé- lagar manns frá. Ég kynntíst stórkostlegri stelpu í fyrra. Hún var bara tveimur árum eldri en ég en ég óska þess ennþá að ég hefði kynnst henni fyrr. Hún nefni- lega vissi af mér en þorði ekki að hafa samband. Ég hafði síðan samband við hana þegar vinur minn sagði mér að hún hefði spurt út í mig. Þessi stelpa var guh af manni, hún hafði svo frábært viðhorf, sagði mér meðal annars að við ættum að vera á djamminu og njóta lífsins meðan við gætum og ættum ekla að hafa áhyggj- ur af því hvað aðrir segja." Þessi unga kona var Dýrleif Yngvadóttir sem beið lægri hlut fyrir sjúkdómi sínum í ágúst í fyrra. Slæmar fréttir við komu frá London Síðast greindist LUja í október í fyrra. „Ég var á leiðinni til London þegar krabbameinsfrumur fundust í blóðprufúnni. Ég fékk samt að fara þó að án efa hafi þetta sett sitt mark á ferðina. Það var samt alveg frábært útí og ég reyndi bara að njóta mín út í ystu æsar." En þegar hún kom heim úr draumaferðinni biðu hennar slæm- ar fréttir. Annar baráttufélagi henn- ar hafði fallið frá meðan hún var úti, örfáum mánuðum eftir að vin- kona hennar, Dýrleif, hafði kvatt þennan heim. „Þessar fréttir urðu án efa tU þess að segl mín fóru að- eins að síga. Það að tveir vinir mín- ir dóu með svona stuttu miUibUi er ekki alveg tU að stappa í mann stál- inu," segir LUja sem í dag er í sinni fjórðu lyfjameðferð sem gengur vel en hún fær tveggja mánaða pásu mUli lyfjagjafa og þann tíma notar hún til að sinna sínum fjölmörgu áhugamálum. Dauðinn ekkert til að hræðast Það var óumflýjanlegt að spyrja LUju um viðhorf hennar tíl dauðans þar sem hún hefúr oft komist nær honum en flestir aðrir. „Ég spái mikið í heimspeki og verð því eiginlega að vitna í Sókrates og segja - það að hræðast dauðann er að hræðast eitt- hvað sem maður þekkfr ekki. Ég hef tamið mér það viðhorf að vera ekki hrædd því við vitum ekki hvað tekur við." Hún hefur samt sem áður spáð í það hvað það er sem bíður okkar þeg- ar við hverfum yffr móðuna miklu. „Það er þrennt sem kemur tíl greina. Kannski er ekki neitt sem bíð- ur okkar - við finnum ekki fyrir neinu, vitum ekki af okkur, en ef svo er er ekki ástæða tíl að hræðast það. Kannski förum við tíl himnaríkis þar sem við erum englar og getum fylgst með ástvinum okkar og tökum svo á mótí þeim þegar tíminn kemur. Það hlýtur að vera yndislegt. Það sem heUlar mig mest hins vegar er tilhugs- unin um framhaldslíf og karma, það að endurholdgast og fæðast aftur og aftur. Ef ég fengi að ráða væri lífið eft- ir dauðann þannig," segir LUja að lok- um og kveður blaðamann með sól- skinsbros á vör. krb@dv.is Ósköpin duniná Þarna var Lilja fyrir sunnan i fyrstu meðferðinni. Liija hrósar starfsfólki spítaianna fyrir frábæra umönnun gegnum tiöina, sérstaklega fyrir norðan þar sem hún hefur lengst af verið. Hjúkrunarfræðingarnir þar hafa reynst henni ómetanlegur stuðningur og hafa með árunum orðið henni sem fjölskylda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.