Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2005, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2005, Síða 34
34 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 Helgarblaö TFV Afríka er fátækasta heimsálfan og dregst jafnt og þétt aftur úr öörum svæðum heims. Breska stjórnin hugðist á nýafstöðnum fundi ijármálaráðherra sjö helstu iðnríkja heims fá samþykkt verulegt átak til að hjálpa Afríku - en niðurstaðan var aðeins almennt orðað fyrirheit um að fella niður skuldir allra fátæk- ustu ríkjanna. Bandaríkjamenn neita að taka þátt í víðtækari aðstoð nema samkvæmt skilmálum um „rétta“ hegðun í viðskiptum sem þeir setja sjálfir. Enn er Afríka eftir skilin Þessi niðurstaða er mikil von- brigði fyrir stjórn Tonys Blair sem hafði tryggt sér stuðning Frakka, Þjóðverja og ítala við hugmyndir sem fólu það í sér, að með sam- stilltu átaki væri tvöfölduð árleg aðstoð ríka heimsins við Afríkuríki - eða um 50 miljarða dollara. Jafnólíkir menn og Nelson Mand- ela, fyrrum forseti Suður-Afríku, og James Wolfesohn, forstjóri Al- þjóðabankans, mæltu mjög ein- dregið með þessum hugmyndum. Wolfesohn kvaðst m.a. vona að Vesturlandamenn færu senn að gera sér grein fyrir þv/, að þeir fengju ekki að vera ríkir áfram í friði ef stöðugleika væri í vaxandi mæli ógnað af mikilli fátækt og vaxandi mun á ríkum samfélögum og snauðum. En allt kom fyrir ekki. Bandarfkjamenn gengust aðeins inn á loforð um að létta skuldum af þeim alfra verst settu (sem líklega fengjust aldrei greiddar hvort sem væri). En að því er aðra aðstoð varðar viija þeir fara eigin leið- fir. Þróunaraðstoð frá Bandaríkj- amönnum á að fara Árni Bergmann skoöar hjálp vestrænna & rlkja til fátækustu ríkja Bpt Afrlku. Heimsmálapistill til þeirra ríkja einna sem þeir sjálfir gefa háa einkunn fyrir góða stjórn- sýslu og góða frammistöðu í mark- aðsbúskap. Stöðnun og hnignun Mest eru vonbrigðin vitaskuld fýrir Afríkuríkin sjálf. Þegar rýnt er í skýrslur blasir það helst við, að sú heimsálfa hafi farið á mis við flest- ar framfarir. Upp úr 1960 var Kína t.d. fátækari hluti heims en Afríka, en nú eru Kínverjar orðnir þrisvar sinnum ríkari en Afríkumenn og bilið fer ört vaxandi. í þróuðum löndum hafa lífskjör víðast hvar batnað jafnt og þétt í þrjátíu ár en í Afríkuríkjum sunnan Sahara hafa þau staðið í stað og reyndar versn- að í þrem fjölmennustu ríkjunum, Eþíópíu, Kongó og Nígeríu. Þegar menn leita orsaka fyrir ömurlegu ástandi í obbanum af Afríkuríkjum er algengt að skella skuldinni á spilltar stjórnir eða þá innanlandsófrið. Vissulega kemur hvorutveggja hér við sögu. Það er einmitt í Afríku sem flestar mann- skæðustu styrjaldir síðari áratuga hafa verið háðar, margar án þess að nokkuð fari fyrir þeim í fjölmiðlum - vegna þess að Vesturlandamenn eins og gefast upp fyrirfram við að botna í því, af hverju vígaferli rísa þar í álfu. En hér kemur fleira til skoðunar, sem snýr einmitt að því með hvaða skilmálum Vesturlönd hafa veitt Afrikuríkjum lán og aðstoð, og hvaða viðskiptakjara þau hafa not- ið. Tvöfeldni og slagsíða í grein í breska vikuritinu New Statesman var t.d. tekið dæmi af Zambíu, sem um tíma átti það að þakka miklum koparnámum í land- inu að ríkið var eitt hið auðugasta í Afríku - en er nú, tuttugu árum síð- ar, eitt hið fátækasta. Vandræði Zambíu byrjuðu á þróun sem stjórnvöldum þar verður ekki kennt um: verð á olíu stórhækkaði en verð á helstu útflutningsafurðum lands- ins lækkaði að miklum mun á heimsmarkaði. Stjórnvöld í Zambíu leituðu þá til Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, IMF, um fyrirgreiðslu - og fengu hana með ströngum skilmál- um. Zambíumönnum var gert að einkavæða koparnámurnar og margt fleira, draga úr ríkisútgjöld- um, opna landið fyrir innflutningi og hætta niðurgreiðslum til inn- lends landbúnaðar. Slík stefna átti að innleiða það viðskiptafrelsi og þann markaðsbú- skap sem síðan lyfti undir efnahag landsins. Sú varð ekki raunin. Einkavæðing koparnámanna varð til þess að ekki fengust lengur af þeim tekjur til að standa undir skólahaldi og annarri velferð í land- inu. Verst er þó, að kröfur um að Zambíumenn hegðuðu sér í einu og öllu eins og fyrirmyndarnemendur í markaðsfræðum reyndust bæði skaðlegar og ranglátar. Flest ríki Þeim var og skipaö að hætta niðurgreiðslum til landbúnaðar - meðan enginn skipar ríkjum Evrópusam- bandsins eða Banda- ríkjamönnum að gera slíkt hið sama. hafa komið sér upp innlendum iðn- aði með því að vernda hann í fæð- ingu fyrir ótakmörkuðum innflutn- ingi - en þetta fengu Zambíumenn ekki að gera. Þeim var og skipað að hætta niðurgreiðslum til landbún- aðar - meðan enginn skipar ríkjum Evrópusambandsins eða Banda- ríkjamönnum að gera slíkt hið sama. Reyndar er það svo, að ýmsir hagfróðir menn eru farnir að viður- kenna það, að í löndum þar sem jafn margt er ógert og í mörgum Afrfkuríkjum geta „hreinræktaðar" markaðslausnir ekki skilað neinum framförum, en vanhugsaðar til- raunir með þær geta valdið miklum usla. Einnig er vitað, að það kæmi mörgum Afríkuríkjum miklu betur en efnahagsaðstoð ef þeim væri í raun gert mögulegt að keppa við matvæla- og baðmullarframleið- endur ríka heimsins á jafnréttis- grundvelli, þ.e.a.s. án þess að hinir ríku verndi sína menn með inn- flutningstollum og/eða niður- greiðslum. Einn dalur á dag? Horfur eru ekki alls staðar í Afríku jafn dapurlegar. Til dæmis er vísað til Mósambík sem góðs dæm- is um ríki þar sem stjórnvöld hafa notað nokkuð skynsamlega þá að- stoð og þann afslátt af fyrri skuld- um sem þau fengu. Svo mikið er víst að í Mósambík hafa útgjöld vegna erlendra skulda minnkað um helming á tveim-þrem árum og um leið hefur tekist að styrkja bæði prentfrelsi og skólakerfi landsins. Sameinuðu þjóðirnar hafa sett það markmið að fækka þeim um helming fyrir árið 2015 sem þurfa að lifa af einum dollara á dag. Það er mjög vafasamt að það takist í Afr- fku - fyrrnefhdur fundur fjármála- ráðherra lofar ekki góðu um það. Svo er annað: verið getur að það takist að fjölga þeim um helming sem hafa ekki úr einum dollar að spila heldur hafa jafnvel heila tvo. En það þarf ekki að þýða að líf manna hafi batnað sem því nemur. Ef skólagjöld vegna náms barna eru um leið tekin upp, ef einkavæðing vatnsveitna, sem nú er mjög á óska- lista hjá öflugum fjárfestum í ríka heiminum, heggur sín skörð í afar rýrar tekjur þegna hinna fátækustu landa, þá getur verið að í raun verði kjör öll jafn kröpp og fyrr þótt nokk- rir aurar bærist í vasa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.