Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2005, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2005, Blaðsíða 41
DV Fréttir LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 41 S Beyonce aðal- dívan hjá Oskari Beyonce Knowles verður upptek- in á Óskarsverðlaunaaflrend- ingunni 27. febrúar. Hún mun syngja 3 af lögunum sem til- nefnd eru. Hún mun syngja dúett úr The Polar Express með Tosh Groban, lag með Ameriska drengjakórnum úr franskri margul nefndri mynd sem heitir The Chor- us og síðast en síst mun hun hlaupa í skarðið fyrir Minnie Driver sem átti að syngja lagið Learn to be Lon- ely úr Óperudraugnum. Snemma beygist krókurinn Kate Moss ætlar aö passa aö dóttir hennar, hin tveggja ára Lila Grace veröi enginn eftirbát- ur þegar kemur aö tískunni. Þær mæögur vöktu óskipta athygli þegar þær voru á Heathrow flugvelli á leið til New York. Sú stutta var klædd í hátískustíg- vél, gallabuxur með uppá- broti og forláta pels. Barn- fóstran var með i för og fékk hún að halda á Lilu en sú stutta var meö tvær tösk- ur i handfarangri - rétt eins og mamman. Drottniipv liita sig upp Catherine Zeta-Jones og Halle Berry eru farnar að hita sig upp fyrir Óskarinn en þær eru báðar þekktar fyrir einstakan stíl á rauða dreglinum. Þærmættu glæsi- legri en nokkru sinni, hvor á sína sam- komunaíNewYorkumdaginn.Kata Zeta mætti á góögeröarsamkomu með , manni sínum, Michael Douglas og héldu tískuspekúlantar ekki vatni yfir ( fegurð velsku gyðjunnar. Berry mætti hins vegar á sama tíma á öðrum stað i bænum íannað teiti. Hún skartaði síöu, sléttu hári niður á bak og segja fróðir menn að hún hafi splæst i hárlengingu. Ekki fékk Berry vægari dóma en Kata en tískuáhuga- menn geta vart beðið eftir Óskarsverðlaunahá- tíðinni efþetta er bara byrjunin á dýrðinni. Lyktin hennar Paris Hilton Paris Hilton mætti á dögunum í glansandi kampavínsiiruðum kvöldkjól á kynningu á nypun tlm sem hún hefur látið þróa. Hót- elerfinginn fetar nú í fótspor margra ann- arra stjama sem hafa gert það sama, til dænus Jennifer Lopez og Naomi Campell sem hafa vakið mikla lukku með ihnvötn- um sínum. Hún ætlar að söðia enn meira tun og láta hamia línu af úrum sem nefnd verður eftir henni. Úrin miuiu verða með íjölbreytm sniði, aflt ffá fokdýrum eðal- gripum niður f ódýrari gerðir fyTir efha- minna fólk. Heimir Már Pétursson, framkvæmdastjóri Hinsegin daga í Reykjavík, svarar umræðu um endaþarmsmök. Ilm kynhenðun Stundum nær umræða slíkum delluhæðum að maður getur ekki á sér setið að blanda sér í málin. Undanfarið hefur verið mikil um- ræða um endaþarmsmök á síðum DV og hneykslunartónninn lekur af hverju orði. Allt er þetta sagt af hof- móðugri umhyggju fyrir saklausum 13 ára gömlum stúlkum, sem eru teknar í ... af villtum og spilltum eldri drengjum eða mönnum. Bæði eru viljalaus verkfæri, stúlkan sem lætur undan dýrslegum hvötum drengjanna og karlmannanna, sem allir eru síðan fórnarlömb einhverj- ar ægilegrar klámvæðingar. Skrípamynd hippa Blaðamaðurinn, sérffæðingarn- ir, álitsgjafarnir og landlæknirinn eru öll orðin svo vilit í siðgæðis- skóginum að þau sjá hvorki trén né annan gróður. Þau eru orðin svo rugluð í algebrunni að lausnin er komin í fullkomið kuðl. Undanfarin ár hef ég oft velt því fyrir mér hvað hin svo kallaða hippakynslóð; kynslóð frjálsra ásta, mótmæla og ganrýninnar hugsun- ar er óskaplega leiðinlegir og upp- skúfaðir uppalendur. Þetta er for- eldrakynslóð nútímans, . foreldrar unglinganna. Margur hippinn hefur snúist upp í skrípa- » mynd af kynslóð for- eldra sinna, með munninn fullan af fordæmingum, boð- un „góðra siða" og vandlætingarvipur- inn er orðinn greypt- ur í ásjónu þeirra. Heimir Már Pétursson Segir fullyrðingar landslæknis um endarþarmsmök rangar. Ónákvæmt hjá landlækni Er ekki kominn tími til að lyfta þessari umræðu upp á hærra plan? Á öllum tímum skiptir auðvitað höfuðmáli að foreldrar séu það góðir vinir barnanna sinna að þeir geti rætt við þau um flestar hliðar lífsins og tilverunnar. Eitt af um- ræðuefnunum er að upplýsa ungu kynslóðina um öruggt kynlíf og virðingu í samskiptum fólks. Mig rak í rogastans þegar landlæknir er spurður álits á endaþarmsmökum segir hann: „Kynsjúkdómar berast einnig jafnt við mök af þessu tagi og hefðbundin." Þetta er að sjáifsögðu afar ónákvæmt hjá landlækni ef ekki beinlínis rangt, eins og allir sem eitthvað hafa kynnt sér smit- leiðir kynsjúkdóma vita. Meiri smithætta Hættan á smiti er miklu meiri við endaþarmsmök en við hefð- bundin kynmök karls og konu, þar sem getnaðarlimur er settur í „skeið", svo ég reyni nú að vanda mál mitt. Þetta hefur hins vegar vegna almenns tepruskapar verið mikið tabú hjá heilbrigðisstéttum og öðrum í aldanna rás. Þannig er það aldrei nefnt að ein af Það er staðreynd að mikill fjöldi gagnkyn- hneigðra og samkyn- hneigðra, karla og kvenna, njóta enda- þarmsmaka og er langt í frá að konan sé alltafsá aðilinn sem þiggur. í aldanna rás hefur fólk upp- götvað þennan unað eins og mörg önnur rekkjubrögð. hraðari útbreiðslu alnæmis á mörgum svæðum í Afríku er að þar er elsta getnaðarvörnin að hafa endaþarmsmök. Og vegna fátæktar og fáfræði, hefur ekki tekist að gera smokkinn af því varnartæki á þess- um svæðum, eins og tekist hefur víðast hvar á Vesturlöndum, þótt tepruskapurinn hafi líka valdið ómældu tjóni þar. Heilbrigðisstarfsfólk og foreldrar eiga þess vegna ekki að fitja upp á nefið og tala um endaþarmsmök með siðferðislegri 1 vandlætingu, heldur fræða ungviðið um þessa hættu og brýna fyrir því að ef það ætli að stunda slík mök, beri að gæta mikillar varúðar, nota sleipi- efni og smokk - alltaf. Það ber að leggja á það áherslu við unga fólkið, og fullorðna fólkið líka, að hvort sem kynlíf er stundað sér til gleði og dægrastyttingar eða af taumlausri ást, fylgi því alltaf ábyrgð og að í bólinu verði fólk að sýna hvort öðru virðingu, eins og annars staðar í líf- inu. Ekki alltaf kona sem þiggur Það er staðreynd að mikill fjöldi gagnkynhneigðra og samkyn- hneigðra, karla og kvenna, njóta endaþarmsmaka og er langt í frá að konan sé alltaf sá aðilinn sem þigg- ur. í aldanna rás hefur fólk upp- götvað þennan unað eins og mörg ? j Ástarlíf hommar Endaþarmsmök eru hluti af kynlífi margra homma. önnur rekkjubrögð. Hitt er svo annað mál að smekkur fólks í bólinu er margvíslegur, fjölbreyttur og misjafn, eins og kemur reyndar fram í ummælum landlæknis sem segist í DV í dag (11. febrúar) „vera á móti endaþarmsmökum." Þar tal- ar hann að sjálfsögðu bara fyrir sjálfan sig. Svo getum við tekið umræðu um meinta klámvæðingu og áhrif hennar á unga jafnt sem aldna, en í guðanna bænum, allra vegna, tök- um þá umræðu ekki ofan úr ein- hverjum páfastóli. Þá hefur upplýs- ingin, kvennabaráttan og hugsjónir blómakynslóðarinnar farið fyrir lít- ið. íf*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.