Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2005, Síða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2005, Síða 59
DV Fréttir LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 59 Beraði kynfæri og huldi andlit Karlmaður beraði kyn- færi sín fyrir konu sem sat í bifreið við Austurveg á ísa- firði síðdegis í fyrradag, samkvæmt fréttum Bæjarins besta. Maðurinn huldi and- lit sitt um leið og hann ber- aði sig. Hann flúði síðan af vettvangi, en konan kallaði hið snarasta á lögregluna. Vegna aðferðar sinnar þekktist maðurinn ekki af andlitinu og því hefur hann ekki fundist. Helstu skóla- stofnanir fsaíjarðar em við Austurveg, en ekki var kennsla í gær vegna for- eldraviðtala. Vilja önnur jarðgöng Vestfirðingar em byrjaðir á baráttu sinni fyrir nýjum jarðgöngum. Guðni Geir Jó- hannesson, formaður bæj- arráðs fsaíjarðarbæjar, hefur skorað á alla íbúa við ísa- fjarðardjúp að skrifa sig á listann „Við vifjum göng“, sem Pálína Vagnsdóttir og fleiri í Bolungarvík hafa lagt fram, samkvæmt fréttum BB.is. Um er að ræða göng frá Bolungarvík sem tengjast eiga Vestfjarðagöngunum rnilfi Flateyrar, Suðureyrar og fsafjarðar. Auk þess eigi að bora göng úr Skutulsfirði yfir í Álftafjörð, þar sem Súðavík er. Neitarað gefa Cherie blóm TonyBlair, forsætisráð- herra Bretlands, ætíar ekki að gefa eiginkonu sinni, Cherie, blóm á Valentínus- ardaginn, þrátt fyrir að Cherie hafi kvartað opinber- lega undan því að hann gefi henni aldrei blóm. í viðtali vegna umkvörtunar Cherie sagði forsætísráðherrann. „Ég gerði það ekki, ég geri það ekki og ég mun ekki gera það. En ég mun gera eitthvað nægilega róman- tí'skt. Það em til aðrar leiðir til að vera rómantískur." Sektaður fyrirað sparka ímann Tvítugur piltur, Róbert Finnbogason, var í gær dæmdur til að greiða 130 þúsund krónur í sekt og 150 þúsund krónur í bæt- ur fyrir að ráðast á 35 ára gamlan mann í Austur- stræti í Reykjavík í maí í fyrra. Pilturinn réðst á manninn, kýldi hann og sparkaði í hann þar sem hann lá á jörðinni. Mað- urinn fékk sár á neðri vör, efri vör bólgnaði mikið og í efra gómi losnuðu tvær tennur, kvamaðist upp úr framtönn og fylling í anncirri bromaði. Róbert hefur ekki áður verið dæmdur þannig að hann slapp með sekt. Gunnlaugur Briem, einn fremsti trommuleikari landsins og allrar Evrópu, hrósaði ^ sigri í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þegar hann vann mál sem hann hafði höfðað gegn Skífunni. Sætti Gunnlaugur sig ekki við að Skífan margnýtti trommuleik sinn á alls kyns safnplötur án þess að fá krónu fyrir. Gunnlaugur Briem trommuleikari hefur lagt Skífuna í dóms- máli sem hann höfðaði til að sækja rétt sinn vegna endur- vinnslu á tónlist sem hann hafði flutt á hljómplötum. Héraðs- dómur Reykjavíkur kvað upp dóm í gær og Gunnlaugur varð himinlifandi: „Það er mikil gleði í herbúðum mínum og tónlistarmanna allra," sagði Gunnlaugur í gær eftir að dómur féll. „Þetta er mikill sigur fyrir íslenska tónlistarbransann í heild og ánægjulegt að þetta skyldi fara á þennan veg og reglur þar með settar um dreifingu og flytj- endarétt." Tónlist með pylsum Hér er um að ræða prófmál sem Gunnlaugur höfðaði með aðstoð Félags íslenskra hljómlistarmanna þar sem hann sætti sig ekki við að heyra eigin trommuleik á alls kyns hljómdiskum sem Skífan gaf út á öðrum forsendum en þeim upphaf- legu. Stein- inn Steininn tókþó úr þegarhann sá Eurovisiondisk frá Skífunni seldan í stór- mörkuðum með pylsupökkum. Honum sárnaði að sjá pyls- urnar í aðalhlutverki en tónlistina ekki. tók þó úr þegar hann sá Eurovisiondisk frá Skífunni seldan í stórmörkuðum með pylsupökkum. Honum sárnaði að sjá pylsurnar í aðalhlutverki en tónlistina ekki. Dró Gunnlaugur upp pylsupakkana með diskinum í réttarsal máli sínu til áréttingar en þá hafði hann geymt í frysti. Opna budduna „Þetta er ekkert lífs- spursmál fyrir mig heldur réttindamál. Það er nokkuð ljóst að nú þarf Skífan að opna budduna," sagði Gunnlaugur. Lögmaður Gunn- laugs, Brynjólfur Gíslason, var ekki síður ánægður í gær: „Þetta varðar svo Gunnlaugur Briem fagnaði í gær Stórsigurfyriríslenska tónlistarmenn og nú þarf Skífan aö opna budduna. marga aðra en Gunnlaug því end- urútgáfur og safndiskar hafa verið svo margir hjá Skífunni. Þetta er stefnumarkandi dómur ef honum verður þá ekki áfrýjað," sagði lög- maðurinn. Stjörnulögfræðingur tapaði Fastlega má gera ráð fýrir að Skífan áfrýji til Hæstaréttar þar sem hagsmunirnir eru svo gríðarlegir hjá fyrirtækinu. Nýir eigendur fyrir- tækisins sitja uppi með dóminn því Jón Ólafsson í Skífunni seldi sem kunnugt er fyrirtæki sitt fyrir hálfu öðru ári og er því laus allra mála þó svo hann hafi staðið fyrir þeim út- gáfum sem um ræðir. Lögmaður Skífunnar var stjömulögfræðingurinn Sigríður Rut Júlíusdóttir en sjaldgæft mun vera að hún tapi máii. Því má víst telja að hún áfrýji því sigur er hennar aðalsmerki í dómssölum. Sýslumaður hefur enn ekki orðið við beiðni um handtöku Litháa við Kárahnjúka Ólöglegir verkamenn aftur komnir í vinnu Litháamir fjórir sem fyrirtæk- ið GT-Verktakar hefur haft ólöglega í vinnu hjá sér frá því um helgi hafa enn ekki verið handteknir og færðir til yfirheyrslu. Samkvæmt heimildum DV hófu þeir aftur vinnu á svæðinu í fyrradag en daginn áður hafði forstjóri Vinnumálastofhunar gefið það út að mennirnir Gengur í málið Oddur Friðirksson.yfir- trúnaðarmaður starfsmanna við Kára- hnjúkavirkjun, segist ekki skilja hvers vegna Litháarnir séu aftur komnir í vinnu. hefðu ekki tilskilin leyfi til vinnu hér á landi og voru þeir í kjölfarið látnir hætta vinnu við akstur rútu- bíla á svæðinu og starfsmönnum sem sagt hafði verið upp í þeirra stað gert að aka rútunum. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumála- stofnunar, fór þess á leit við Láms Bjarna- son, sýslu- mann á Hh Seyðisfirði, Wsk • síðastlið- inn mið- viku- S dag, að mennirnir yrðu handteknir og færð- ir til yfirheyrslu auk þess sem yfir- heyra átti forsvarsmenn fyrirtækis- ins vegna málsins. Sýslumaður hefur enn ekki bmgðist við þeirri beiðni. Yfirtrúnaðarmaður starfsmanna kvaðst í samtali við DV vart trúa því að mennirnir væm aftur komnir í vinnu. „Ég mun ganga í þetta mál á morgun (í dag). Ég skil þetta ekki og veit ekki hvað tefur sýslumann þarna," sagði Oddur. íslendingarnir sem GT-Verktakar sögðu upp fyrir Litháana munu snúa til síns heima á næstu dögum en uggur er meðal samstarfsmanna þeirra vegna málsins. KB gefst upp a kjotmjoli KB banki vill losna við kjöt- mjölsverksmiðju sem rekin er á Suðurlandi. Fram kemur í Dag- skránni sem gefin er út á Selfossi, að KB banki hafi rekið verksmiðj- una síðustu mánuði og að rekst- urinn hafi kostað bankann um 2 milljónir króna á mánuði. Það sem framleitt er í verksmiðjunni er ekki söluvara þannig að tekj- umar eru engar. Nú hefur þremur af Qórum starfsmönnum verið sagt upp og allt bendir til þess að verksmiðjunni verði lokað. helgi@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.