Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2005, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2005, Síða 19
I DV Sport ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ2005 19 „Dómarínn leit ekki einu sinni á línuvörðinn því það var ekkert sem benti til þess að þarna væri rangstaða." Markaþurrð Lánið hefur ekki leikið við Grétar Hjartar- son hjá KR og hefur hann ekki ennþá náð að skora I mark. „Ég fékk þessa stungusend- ingu frá Sölva og stakk mér á miili tveggja vamarmanna. Þá var skyndilega klippt aftan í lappim- ar á mér, ég dett og þetta var ekk- ert annað en vítaspyrna. Það kom mér rosalega á ðvart þegar vítaspyman var síðan dregin til baka og ég átti erfitt með að trúa þessu," sagði Grétar Hjartarson þegar DV ræddi við hann £ gær. Grétar kvaðst reyndar ekki vera búinn að skoða atvikið nánar á myndbandsupptöku en sagði að á vellinum hefði honum ekki fundist þetta vera rangstaða. „Dómariim var mjög náiægt at- vikinu og dæmdi víti. Því finnst mér skrýtið hjáhonum að hlaupa aliavega ekki til línuvarðarins og spyrja hann að því á hvað hann sé að flagga, það er bara fárán- legt.1' elvar-Pdv.is Er hann rangstæður? Hérséststaða Grétars Hjartarsonar þegar Sölvi Daviðsson sendir boltann inn á hann. Gunnar Kristjánsson lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði KR í Landsbankadeildinni í fyrrakvöld og stóð sig mjög vel Eldri bróðir minn kenndi mér þetta allt saman Fljótastur í deildinni? GunnarKristjánsson segistgeta nýtt hraðann velístööu vinstri bakvarðar og aö eldri bróðir hans hafi kennt sér <3II undirstöðuatriði varnarleiks. Gunnar Kristjánsson lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði KR í fyrrakvöld þegar liðið beið lægri hlut fyrir FH-ing- um. Gunnar er aðeins átján ára gamall og hefur leikið í stöðu vinstri bakvarðar með Vesturbæingum í sumar, þrátt fyrir að hafa spilað sem framherji allan sinn feril. DV Sport náði tah af kappanum í gærmorgun, en hann var hress þrátt fyrir tapið gegn FH. Við spurðum hann hvemig væri að leika stöðu bakvarðar í sínum fyrstu leikjum í meistaraflokki. „Ég hef spilað sem framlterji alla mína tíð og því er þetta nokk- uð nýtt fyrir mér. Magnús þjálfari gerði tilraun með að setja mig í vinstri bakvarðarstööuna í vor- leikjunum, því hann vantaði mann í stöðuna. Ég sló til því ég vildi leika í byrjunarliðinu og það gekk bara mjög vel. Það hentar mér ágætlega að leika þessa stöðu, því þá get ég nýtt mér hraðann til að taka frjáls hlaup ffarn á við,“ sagði Gunnar. En hvemig er að skipta svona alveg um stöðu og þurfa allt í einu að sinna vamarhlutverkinu? „Ég fæ auðvitað góða hjálp ffá miðvörðunum og svo er eldri bróðir minn bakvörður, svo hann hefur getað kennt mér þetta allt saman. Aðalmálið er að halda lín- unni og ég kann það svo sem alveg, þvf ég hef auðvitað þurft að gera það þegar ég hef leikið í framlín- unni,“ sagði hann. Við spurðum Gunnar því næst hvort hann þyrfti ekki að eyða meiri tíma í ræktinni úr því hann er kominn í vörnina. „Jú, ætli það ekki bara,“ ansaði hann. „Ég er nú ekki sérstaklega hár í loftinu, en maður verður að láta finna vel fyrir sér þarna í vörn- inni og ætli ég verði ekki að búa f ræktinni í sumar," sagði Gunnar léttur í bragði. Að lokum spurðum við Gunnar hvemig væri að spila fyrir Magnús Gylfason og hvemig andi væri í KR-ingum. „Hann er góður þjálfari og legg- ur mikð upp úr því að hafa góðan anda í hópnum. Hann treystir ungu mönnunum vel og gefur þeim tækifæri á að spila. Þeir hafa lfka margir hverjir svarað því og leikið mjög vel. Ég vona bara að hann fari að gefa erm fleiri ungum strákum tækifæri, þvf nóg er af þeim í KR. Liðið okkar hefur ekki sýnt sitt rétta andlit ennþá, en þetta kemur hjá okkur. Vellirnir em ennþá hálflélegir, án þess að ég sé að kenna því um, og við eigum eftir að verða miklu betri og ætlum að vinna þetta." baldur@dv.is „Aðalmálið í vörninni er að halda línunni og ég kann það svo sem alveg." Heimir Guðjónsson kveðst síður en svo vera kominn á síðasta snúning í boltanum þrátt fyrir að hafa aðeins leikið einn leik til enda í fjórum fyrstu umferðum Landsbankadeildarinnar Heimir Guðjónsson Leikur sitt sfðasta keppnistímabil og ætlar sér að Ijúka þvi á betri hátt en hann hóf það. Ég spila einfaldlega undirgetu Heimir var tekinn af velli á 78. mínútu gegn KR-ingum í fyrra- kvöld, á 73. mínútu gegn ÍBV í þriðju umferð og á 77. mínútu gegn Grindavík í 2. umferð. í fyrsta leik sumarsins gegn Keflavík kláraði Heimir hins vegar allar 90 mínúturnar og það er því kannski ekki furða að gárungamir hafi velt því fyrir sér hvort sá leikur hafi reynst Heimi um megn. Heimir sjálfur hlær að slíkum verið að spila nægilega vel. í leikn- „Ég er ágætur daginn eftir leik en annar dagurinn er sérstaklega erfiður. Þá er maður stirðastur." fullyrðingum og segist eiga nóg eftir þrátt fyrir að vera orðinn 36 ára gamall. „Það er ákvörðun þjálfarans að taka mig útaf og ef ég á að vera algjörlega hreinskilinn þá hef ég, kannski fyrir utan fyrsta leikinn, ekki „Ég veit hvað ég gét og það er alveg Ijóst að ég hefverið að spila undir getu." um gegn KR var ég tekinn útaf vegna þess að ég stóð mig ekki nógu vel. Það er svo einfalt. Ég veit hvað ég get og það er alveg ljóst að ég hef verið að spila undir getu. Ég geri ákveðnar kröfiir á sjálfan mig sem ég hef ekki staðið undir og það er nokkuð sem ég ætla að reyna að bæta núna í pás- unni sem kemur vegna landsleikj- anna,“ sagði Heimir þegar DV ræddi við hann í gær. Tekur tíma að jafna sig Heimir segir að aldurinn hrjái hann lítið meira í ár en í fyrra. „Sjálfu sér er ég í sama formi núna og í fyrra. En í dag erum við búnir að breyta aðeins um áherslur f leik okkar og ég er í heldur meira varnarhlutverki en áður,“ segir Heimir, en hann fer varla fram yfir miðlínubogann í sóknaraðgerðum FH og virðist hans hlutverk þar vera fyrst og fremst að dreifa spilinu. „En ég get alveg klárað 90 mínútur," seg- ir Heimir og glottir við tönn. Þrátt fyrir að hafa ekki leikið eins og hann getur best kveðst Heimir ekki enn óttast verulega um sæti sitt í liðinu. „Ég hugsa ekki mikið um það en ég er ekki heilagur í þessu Uði þrátt fyrir að ég sé fyrirliði. En það má ekki gleyma því að við erum búnir að vinna fyrsu fjóra leikina og það hefur gengið mjög vel,“ bendir Heimir réttilega á og er lfklegt að Ólafur Jóhannsson, þjálfari FH, muni hrufla sem minnst við sigurliði. Heimir neitar því þó ekki að eft- ir sem árin verði fleiri, því lengur sé Ukaminn að jafna sig eftir leiki. „Ég er ágætur daginn eftir leik en annar dagurinn er sérstaklega erfiður. Þá er maður stirðastur en þegar vel gengur, eins og núna, finnur maður Utið fyrir þreytunni. En ég æfi vel og verð bara að leggja harðar að mér til að þola álagið," segir Heimir. vignir@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.