Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2005, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST2005
Fréttir DV
Bíllíhakkí
Herjólfi
Það var ekki gott í sjóinn
i fyrradag. Því fengu
eÚd eingöngu
farþegar um
borð í Herjólfi
að kynnast,
heldur einnig farartæki.
Þegar Herjólfur lagði að
landi í Vestmannaeyjum
um ijögurleytið í gær kom í
ljós að tveir bílar höfðu
skemmst um borð. Þar af
skemmdist annað þeirra
það mikið að jafnvel er
talið að hann sé ónýtur.
Ástæðan mun vera sú að
gámur losnaði á miðri leið
og rann á bílinn sem lenti
svo á næsta bíl fyrir aftan
og skemmdi nokkuð.
Hundraðasta
hrefnan veidd
Hundraðasta hrefnan
hefúr nú verið veidd frá því
að hrefnuveiðar hófust í vís-
indaskyni í ágúst árið 2003.
Hrefnan var veidd i fyrrinótt
og er sú 39. sem veiðist á ár-
inu. Samkvæmt Hafrann-
sóknarstofriun eru vísinda-
legu veiðamar hálfnaðar, því
gert er ráð fyrir að 200
hrefnur verði veiddar í ailt.
Úrvinnsla gagna hefst í
haust, þegar sumarfríum
starfsmanna Hafrannsókn-
arstofnunnar lýkur.
Hættur í
nýsköpun
Sigurjón Haraldsson,
forstöðumaður Nýsköpun-
arstofu Vest-
mannaeyja,
hefur látið af
störfum.
Þetta kemur
fram á net-
miðlinum
eyjar.net.
Bergur Elías Ágústsson,
bæjarstjóri og stjómarfor-
maður Nýsköpunarstofu,
segir að ástæða uppsagnar
Siguijóns hafi verið ágrein-
ingur milli hans og stjóm-
arinnar. „Stundum gerist
það þannig að einstakling-
ar ná ekki saman sem
skyldi, hafa ólíka sýn á það
sem um er að ræða og upp
kemur ágreiningur," segir
Bergur í samtali við frétta-
blaðið Vaktina.
„Ég erað smlða græju til að
mæla hita i borholum. Hún er
að verða ansi öflug/'segirNils
Gíslason uppfínningamaður
Landsíminn
velli.
„Við fluttum hingað frá Akur-
eyri i sumar og erum mjög
ánægð. Ég fékk góða aðstöðu
fyrir uppfinningarnar og hér er
nóg að gera."
Árný Eva Davíðsdóttir og Kristinn Finnbogi Kristjánsson heyja nú stríð við barna-
verndaryfirvöld á Akureyri um forræði yfir tveimur börnum sínum. Barnavernd-
arnefnd Akureyrar tók bæði börnin af þeim í lok maí og virðist gera allt sem í
hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að Árný Eva og Kristinn geti fengið að
ala börnin upp.
í strífii vifi barnavernd-
aryfirvöld á Aftureyri
Árný Eva ErhérmeÖ dóttur
slna sem var tekin afhenni
aöeins einum og hálfum tlma
eftir fæðinguna.
Barnaverndarnefnd undi
hins vegar ekki þessum
dómi og áfrýjaði til Hæsta-
réttar síðastliðinn mánu-
dag. Jafnframt var þeim
hjónum tilkynnt að um-
gengnisréttur þeirra hefði
verið skertur að nýju.
I
||
'i- p
%
á
tEiníDPtit
fypir
Lífið er erfitt hjá sambýlisfólkinu Ámýju Evu Davíðsdóttur og
Kristni Finnboga Kristjánssyni á Akureyri þessa dagana. Þau
standa í stríði við barnaverndaryfirvöld á staðnum um um-
gengnisrétt og forræði yfir tveimur bömum sínum. Þau hafa
undanfarið fengið að hitta dóttur sína þrisvar í viku, samkvæmt
dómsúrskurði, en í byijun þessarar viku áfiýjaði bamaverndar-
nefnd þeim úrskurði til Hæstaréttar og bannaði þeim að hitta
bömin sín.
Ámý Eva og Kristinn Finnbogi
hafa verið ógæfufólk mestallt sitt líf.
Þau hafa bæði misnotað áfengi og
eiturlyf í miklum mæli en hættu
mestöllu rugli þegar þau eignuðust
son í byijun október árið 2003. Ámý
Eva hætti að drekka en Kristinn
Finnbogi fór á sterk lyf. Bamavernd-
amefnd fygldist vel með uppeldi
drengsins og hafði báða foreldrana
undir smásjá.
Martröð á fæðingarstofunni
Ámý Eva varð síður aftur ófrísk
um miðjan ágúst á síðasta ári. Með-
gangan var erfið vegna veikinda
hennar en fátt gat þó búið Ámýju Evu
undir atburðina sem gerðust í kjöl-
farið á fæðingu dóttur hennar, 23.
maí síðastliðinn.
Bamavemdamefnd Akureyrar
mddist inn á fæðingarstofuna og tók
hvítvoðunginn aðeins einum og hálf-
um tíma eftir fæðinguna. Árný Eva
náði ekki einu sinni að gefa dóttur
sinni bijóst áður en hún var hrifsuð
af henni. Á svipuðum tíma var sonur
þeirra einnig tekinn af þeim en hann
hafði verið hjá foreldrum sínum allt
frá fæðingu.
Ekki ólögleg aðgerð
Ámý Eva og Kristinn kærðu að-
gerð bamavemdamefndar, að ryðjast
inn á Fjóðrungssjúkrahúsið á Akur-
eyri og hrifsa eins og hálfs klukkutíma
gamalt bam frá móður þess, til hér-
aðsdóms en höfðu ekki erindi sem
erfiði. f úrskurði dómsins var aðgerð-
in sögð lögleg en að meðalhófs hefði
ekki verið gætt. Niðurstaðan var því
að nefndin hefði gengið fram af full
mikilli hörku en hefði þó verið í full-
um rétti þar sem hún taldi lífi litlu
stúlkunnar stofnað í hættu hjá móð-
urinni.
Send til Dalvíkur
Bamavemdamefnd sendi bömin
tvö til Dalvíkur þar sem þau áttu að
fara í aðlögun til væntanlegra fóstur-
foreldra. Kristinn Finnbogi sagði í
viðtali við DV 21. júní síðastliðinn að
nú væri búið að senda bömin þeirra
til Dalvíkur og það leyndi sér ekki að
örlög þeirra hefðu verið ákveðin.
Bömin tvö em enn á Dalvík og er
þeim keyrt til Akureyrar að hitt for-
eldra sína þá stuttu stund sem það er
í boði í hverri viku.
Meiri umgengni
Héraðsdómur Norðurlands eystra
úrskurðaði þann 5. ágúst að Ámý Eva
og Kristinn Finnbogi skyldu fá meiri
umgengnisrétt við bömin en áður.
Þau áttu að fá að hitta dóttur sína
þrisvar í viku, tvo tíma í senn undir
eftirliti, og hafa drenginn á miðviku-
dögum og laugardögum frá kl. 9 til 16.
Jafnframt kom fram í dómnum að
bæði bömin skyldu flytja til Akureyrar
frá Dalvík. Foreldramir vom yfir sig
hamingjusamir og sáu loksins ljós-
glætu eftir mánaðabaráttu við kerfið.
Dómurinn virtur í tíu daga
Bamavemdamefhd undi hins veg-
ar ekki dómnum og áfrýjaði til Hæsta-
réttar síðastliðinn mánudag. Jafn-
ffarnt var þeim hjónum tilkynnt að
umgengnisréttur þeirra hefði verið
skertur og yrði héðan í frá eins og
hann var áður en dómurinn var kveð-
inn upp 5. ágúst. Bamavemdamefnd
virti jafnframt að vettugi þau orð
dómsins að bömin skyldu flutt til Ak-
ureyrar því enn em þau á Dalvík.
Búist er við að málið verði tekið
fyrir í Hæstarétti í næstu viku.
oskar@dv.is
LYKILDAGSETNINGAR:
23. maí 2005
Árný Eva fæðir litla stúlku á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri. Barnavemdar-
nefnd Akureyrarbæjar tekur barnið af
Árnýju Evu aðeins einni og hálfri klukku-
stund eftir að það fæðist. Skömmu
seinna sama dag er tæplega tveggja ára
gamall sonur hennar og Kristins Finn-
boga einnig tekinn af þeim.
21. júní 2005
Héraðsdómur Norðurlands eystra úr-
skurðar að sú aðgerð barnaverndar-
nefndar að taka eins og hálfs tíma gam-
alt barn af móður sinni hafi ekki verið
ólögleg en þó hafi meðalhófs ekki verið
gætt.
5. ágúst 2005
Héraðsdómur Norðurlands eystra úr-
skurðar um aukinn umgengnisrétt þeim
Árnýju Evu og Kristni til handa. Þau fá
að hitta litlu dóttur sína þrisvar [ viku,
tvo tima i senn, og soninn tvisvar (viku.
15. ágúst2005
Barnaverndarnefnd Akureyrarbæjar
áfrýjar úrskurði héraðsdóms frá 5. ágúst
til Hæstaréttar og afturkallar leyfi Árnýj-
ar Evu og Kristins Finnboga til að hitta
börnin sín.