Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2005, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2005, Blaðsíða 12
•rrmmi mm&m ^qqBMwapgiaBiiwiiBiiwy L.MBkiuTWir jflif biíiiwi i-TWiPM^gawwwyyg^p^ip^- Landlæknisembættið geymir 89 þúsund lyfjahylki í geymslu ef fuglaflensufaraldur- inn nær til íslands. Sá skammtur dugir ekki einu sinni handa öllum Reykvíking- um. Haraldar Briem sóttvarnalæknis bíður það erfiða verkefni að ákveða hverjir fá lyfið ef veikin berst til landsins. Hann segir óþarfa að lifa í ótta við veikina. Konur bjóði sig fram Jafnréttis- og fjölskyldu- nefnd Akureyrarbæjar skor- ar á konur að gefa kost á sér í bæjarstjómarkosningum næsta vor. „Með því móti geta konur haft áhrif á þær ákvarðanir sem teknar em og tekið þátt í mótun bæj- arfélagsins," segir nefndin sem fullyrðir jafnframt að aðeins með því að hafa jafnt kynjahlutfall á fram- boðslistum sé hægt að upp- fylla það ákvæði laga um jafha stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sem kveði á um að eftir því sem við verði komið sitji sem næst jafnmargar konur og karlar í opinbemm nefndum. Ofhraður akstur Fjórir vom stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í Mosfells- bæ í gærmorgun. Vegfar- endum þótti lögreglan áber- andi og töldu margir að um hert eftirlit vegna rjúpna- skyttna væri um að ræða. Vaktmaður hjá Lögreglunni í Mosfellsbæ sagði svo ekki vera. Ef lögreglan sæi hins vegar eitthvað sem gæfi til- efni til frekari athugunar á veiðimönnum væri það gert. „Nei, í gær voru þeir bara stöðvaðir sem bmtu af sér. Aðalmálið var að allt gekk slysalaust fyrir sig." Selsthrattá Airwaves Eins og við var að búast hefur Iceland Airwaves-tón- listarhátíðin slegið í gegn hjá erlendu tónlistar- áhugafólki því að- y /} göngumiðar sem . *. • • seldir vom á hátíð- • •' • »V|> ina í Bandaríkjun- ^ um og Bretlandi ^ hafa klárast. I gær- 'U ^ morgun vom 400 miðar eftir á hátíðina hérlendis og mið- að við reynslu síðustu ára munu þeir eflaust einnig klárast. Þar sem ljóst er að uppselt verður á hátíðina verður engin miðasala á ein- staka tónleika, með örfáum undantekningum þó. f „Næstu tvo daga getur fólk mætt íkjallarann á Dalbraut 1 og fengið frían fisk Isoðið segirJón Þórðarson á Bíldu- dal.„Það er verið að kryfja físk úr rannsókn.Annars er rosa- lega fallegt veður hér I dag. Blankalogn og hlýtt. Við erum að endurbyggja fjöl- býlishús þessa dagana. Það mun nefnilega fjölga I Bíldu- dal þegar Ifður á veturinn. Með hækkandi sól." Landsíminrt manns „Þessi lyf eru komin til landsins og eru tilbúin til notkunar," seg- ir Haraldur Briem sóttvarnalæknir um varnir íslands gegn fuglaflensunni. 89 þúsund skammtar af lyfjum gegn fuglaflens- unni eru í geymslu landlæknisembættisins til varnar fslending- um ef veikin berst hingað til lands. „Þetta dugir fyrir um þriðjung og bóluefnum. Bóluefni em ónæm- þjóðarinnar og er nóg þar sem ekki mun öll þjóðin veikjast. Þessi lyf em fyrir þá sem veikjast og eru í mestri hættu," segir Haraldur. „Ef farafdur- inn kemur hingað og um 50% þjóð- arinnar myndu veikjast emm við vel í stakk búin til að takast á við það. Nú em lyfin sem við keyptum í Evr- ópu líka komin í hús. Við teljum okkur tilbúin að takast á við veik- Lyf handa læknum Haraldur segir að auk þeirra lyfjabirgða sem landlæknis- embættið hafi komið sér upp séu einnig til fyrirbyggjandi lyf fyrir lækna og aðra þá sem munu sinna sjúklingum. „Það er þó mikilvægt að blanda ekki saman þessum lyfjum islyf gefin áður en veikin kemur til landsins en okkar lyf eru veimlyf, notuð til að stöðva fjölgun veimnn- ar, stytta veikindatímann og draga úr afleiðingum flensunnar." Óttinn hættulegur Mikil umræða hefur skapast um fuglaflensuna í nágrannalöndunum, Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Sér- fræðingar þar telja miklu hættu á að efnahagskerfið og hið daglega líf verði fyrir skaða. Hættulegast við fuglaflensuna sé ekki veikin sjáff heldur óttinn sem veikin skapar. Þannig geti dregið úr ferðalögum fólks og í verstu tilvikum viðskiptum og öðru því sem heldur samfélaginu uppi. Á endanum geti efnahagskerf- ið hrunið eins og spilaborg. Erfitt hlutverk Haraldur segir ekkert tilefni til að lifa í ótta núna. „Menn eiga ekki að vera hræddir við að ferðast til ann- arra landa. Ef hins vegar kemur upp alheimsfaraldur er líklegt að dragi úr ferðamennsku meðal manna," segir Haraldur sem er óhræddur við fuglaflensuna enda með 89 þúsund skammta af lyfjum til að beijast gegn henni. Ef farafdurinn nær hins vegar til íslands og allt fer á versta veg er sóttvamalæknir ekki í öfunds- verðu hlutverki að þurfa að velja hvaða hundmð þúsunda íslendinga fá ekki lyfið. simon@dv.is Hættulegast við fuglaflensuna sé ekki veikin sjálf heldur óttinn sem veikin skapar. Haraldur Briem sóttvarnalæknir „Menn eiga ekki að vera hræddir við að ferðasttil annarra landa." Eigo lyl við fuglaílen fyrir 89 þúsund Breytingar hjá Icelandic Group Óvíst með starfslok Þórólfs Ekki er ljóst hvernig starfsloka- samningur Þórólfs Árnasonar, fyrr- verandi forstjóra Icelandic Group, sem sagt var upp störfum í síðustu viku, verður. Þórólfi var sagt upp störfum eftir að nýir eigendur, með Tryggingamiðstöðina, Landsbank- ann og Eimskip í forsvari, keyptu 51% hlut í fyrirtækinu. Þórólfur vildi ekki tjá sig um starfslok sín hjá fyrirtækinu þegar DV hafði samband við hann í gær og vísaði á Jón Kristjánsson, starfandi stjórnarformann Icelandic Group. Ekki náðist í Jón í gær en aðstoðar- manneskja hans sagði við blaða- menn að hann væri afskaplega upp- tekinn maður sem erfitt væri að ná í. Ekki er vitað hver tekur við af Þórólfi hjá Icelandic Group en nöfn tveggja manna, Baldurs Guðnasonar, for- stjóra Eimskips, og Óskars Magnús- sonar, forstjóra Tryggingamiðstöðv- arinnar, hafa verið nefnd í því sam- bandi. Icelandic Group. Víkingaplata á Ströndum Víkingahljómsveitin Krauka hefur verið við upptökur á nýj- um geisladiski hljómsveitarinnar á Bakka í Bjamarfirði undan- farna daga eftir því sem strand- ir.is greina frá. Guðjón Rúdolf, forsprakki sveitarinnar, segir í viðtali við vefinn að þetta sé þriðji diskur Krauku og að hann komi út næsta sumar. Bæði ís- lenskir og útlendir menn skipa þessa nútímavíkingahljómsveit sem leikur á hljóðfæri sem smíðuð em að fomri fyrirmynd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.