Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.03.1939, Blaðsíða 14

Símablaðið - 01.03.1939, Blaðsíða 14
11 S I M A B L A Ð l f) vert. En sönnunin gegn því liggur í samþ. félagsins. Stimpilklukkurnar eru notaðar til að sanna, að starfsfólkið liafi mætt á réttum tíma. Aðalatriðið er í raun og veru ekki, hvort það stimplar, heldur hvort það kemur á réttum tíma. Utan Reykjavíkur eru ekki notaðar stimpil- klukkur til þessa eftirlits. Starfsmannareglur símans segja svo fyrir, að þar sem stimpilklukkur séu, þar skuli það af fólkinu stimpla, sem fái greiðslu fyrir aukavinnu. Nú ákvað símafólkið að liadla að nota stimpilklukkurnar, í 20 daga, í mótmælaskyni gegn réttarskerðingum — og gegn móðgandi framkvæmd í eftirliti með stundvísi þess. Landssim- inn hefði þá getað sparað sér auka- vinnuþóknun til þess þann tíma. En það skal fullyrt, að stundvísi fólksins hefir aldrei verið betri en þennan tima, sem ]iað stimplaði ekki. I annan stað er það almennt talið, að stimplun sé hégóminn einn, — og slik skýrslugerð og' henni fvlgir t. d. hér í Landssímanum, átakanlegt sýnis- liorn af þeirri skriffinsku og skýrslu- gerðarsýki, sem orðin er stór blóðtaka á skattgreiðendum og hefir þann aðal tilgang, að fullnægja bitlingaþörf einstakra manna. Aðalatriðið er vit- anlega það, að starfsfólkið vinni trú- lega, og sé starfliæft. Um það hefir þeim vísu mönnum ekki hugkvæmst að láta gera skýrslur bygðar á „vís- indalega nákvæmri“ athugun! Þar er, eins og' svo víða í okkar þjóðfélagi, haft liausavíxl á hlutunum. Þetta eft- irlit er falið varðstjórum og verkstjór- um, þó þeim sé ekki treyst til hins, sem er aukaatriði. Tignin hækkar. Það dylst engum, sem les frum- varpsuppkast barnakennarans, að höf. hefir haft mjög í liuga þörfina fyrir strangt eftirlit með stundvísi allra opinberra starfsmanna, og maður fær ekki varist þeirri hugsun, að hann hafi séð hilla undir nýtt embætti í stjórn- arráðinu í sambandi við það. Vitan- lega hefir lionum þá verið það ljóst, hver til þess starfs væri hæfastur, og einhverjir hafa séð í honum þann framtíðarinnar mann, því nýlega hefir honum verið falið það, sem ver- ið gæti upphaf þess starfa, — en það er eftirlit með vinnnbrögðum í öllum opinherum stofnunum, — og að vera eins konar yfirforstjóri allra ríkis- stofnana. Ýmsum hinna æðstu embættis- manna, svo sem landlækni, póst- og símamálastjóra, vegamálastjóra, út- varpsstjóra, svo og forstjórum einka- Rio-kat* f i ávalt fyrirliggjandi. — Lægst verð. ÓLAFUR GÍSLASON & CO, H. F., REYKJAVÍK. Sími: 1370.

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.