Símablaðið - 01.03.1939, Qupperneq 19
S / ,1/ A B L A Ð l Ð
19
Símafólkið gerði hvorki uppreisn né
verkfall. Það mótmælti á þann liátt,
er símastofnunin gat ekki skaðað, á-
rás á lífskjör þess.
Tíminn segir, að öllu símafólkinu
hafi verið fyrirskipað að hyrja að
stimiila 1. júní, og hafi það séð þann
kost vænstan, að heygja sig fyrir þeim
fyrirmælum!
Símafólkið byrjaði að stimpla 31.
maí. Þá var lokið mótmælum þess í
þessu efni, og aðaltilganginum með
þeim náð.
En satt er það, að fyrirmæli voru
gefin út um það, að allir ættu að
„stimpla“ frá 1. júní, — frá þeim
lægsta tif liins æðsta!, og mun það
hafa verið gert eftir ósk Sigurvins
Einarssonar, er hóf máls á þessu s.l.
vetur. En ósk eða tilmæli slíks manns
er nú vitanlega sama og skipun.
En þessi fyrirmæli ráku sig á stað-
reyndirnar, — og þessir menn halda
þvi áfram að sýna skyldurækni sína
og starfshæfni á annan liátt, en með
hinni „vísindalegu nákvæmni“ stimp-
ilklukkunnar.
»Soviet« á íslandi.
Eg' vil biðja Símablaðið fyrir nokk-
ur orð til fornvinar míns, J. J„ út af
skrifum lians í Tímanum, „Soviet í
Landssímanum“:
Hefði þó verið ástæða til að koma
víða rvið en rúm blaðsins leyfir, þvi
að þau átök, sem símafólkið er nú
að hefja til sjálfsvarnar, skilst mér að
sé aðeins byrjun á þeim átökum, sem
gerð munu verða til að losa okkur
íslendinga undan þvi „Soviet á Is-
Iandi“, sem ýmsir mikilsráðandi menn
hafa leitt inn í þjóðlíf okkar, eins og
asnann í lierbúðirnar, af vanþekk-
ingu á íslensku þjóðareðli.
Eftir þvi, sem best verður séð, er
„ráða“-starfsemi Rússlands þannig til
komin og rækt, að „Pétur, Jón og
Páll“ o. s. frv., eru kosnir eða skip-
aðir til að liafa eftirlit með þessari
eða hinni starfrækslunni eða stofn-
uninni, og starfsmönnum liennar.
Þessir „ráðs“-menn liafa i flestum til-
fellum ekkert vit á því, sem þeir eru
settir yfir. Þeim er aðeins fengið þetta
„trúnaðar“starf til þess að „friða“ sem
flesta flokksmenn, láta þá halda að
þeir séu ómissandi starfsmenn, og fá
þeim einhverja svolitla glepsu, minni
ÚTVARPSNOTENDUM
befir, síðan útvarpsstöð íslands tók til starfa, f.jiilgað örar hér á landi en í nokkru
iiðru landi álfunnar. Einkum liefir f.jölgunin verið ör nú að undanförnu. ísland
hefir nú þegar náð mjög hárri hlutfallstölu útvarpsnotenda, og mun, eftir því sem
nú horfir, bráðlega ná hæstu tölu útvarpsnotenda, miðað við fólksfjölda.
Verð viðtækja er lægra hér á landi en í öðum löndum álfunnar. Viðtækjaversl -
unin veitir kaupendum viðtækja meiri tryggingu um hagkvæm viðskifti cn nokk-
ur önnur verslun mundi gera, þegar bilanir koma fram í tækjunum, eða óhöpp
ber að höndum.
Ágóða Viðtækjaverslunarinnar er lögum samkvæmt eingöngu varið til reksturs
útvarpsins, almennrar útbreiðslu þess og til hagsbóta fyrir útvarpsnotendur.
Takmarkið er: Viðtæki inn á hvert heimili.
Viðtækjaverslun rikisins hækjargstu iqb. — sími 3823.