Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2005, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2005, Qupperneq 8
8 MÁNUDACUR 19. DESEMBER 2005 Fréttir DV Innrás í dópgreni Talsvert magn af ætluð- um fíkniefnum fannst í húsi í Hafnarfirði í fyrradag við húsleit lögreglunnar. í húsinu fundust ríflega 100 grömm af amfetamíni, yfir 100 grömm af hassi og rúmlega 200 skammtar af LSD. Þá fundust þar og skotvopn, sprengiefni, hníf- ar og einnig sjónvarps- og myndbandstæki, dvd-spil- arar, fartölvur, myndavélar og fleiri munir sem taldir eru vera þýfi. Að því er kemur fram á vikurfrettir.is voru þrír menn í húsinu þegar lögregla fór þar inn og voru allir handteknir. Keyrði á tvo bíla Tveir kyrrstæðir bflar skemmdust mikið þegar öknmaður ók á þá á horni Lindargötu og Skúlagötu- fyrir skömmu. Samkvæmt lögreglunni er málið enn í rannsókn og litlar upplýs- ingar að fá á þeim bænum. Heimildir DV herma að bfll ökuníðingsins sé mikið skemmdur og ljóst sé hver olli árekstrinum þótt lög- reglan fari varlega í yfirlýs- ingar. Ölvaður datt niðurstiga Karlmaður á fertugsaldri féll niður stiga í fjölbýlis- húsi í Grindavflc, um eitt á aðfaranótt sunnudags. Maðurinn, sem var gest- komandi í húsinu er talinn hafa dottið vegna ölvunar, að því er lögreglan í Kefla- vík segir. Hann var flutt- ur á Heilbrigðisstofn- un Suðurnesja þar sem gert var að meiðsl- um hans. Hann slas- aðist ekki alvarlega en hlaut hrufl á andliti og skurð á enni auk annarra smávægilegra áverka. Sævar Arnfjörð Hreiðarsson bjó í tjaldi í Öskjuhlíð í marga mánuði þar til Ör- yrkjabandalagið bauðst til að borga fyrir hann nokkrar nætur á gistiheimilinu Von. Sakaferill Sævars er með eindæmum skrautlegur. Hann hefur samtals verið dæmdur í 20 ára fangelsi, meðal annars fyrir að leggja gistiheimili í rúst. Hann segist hafa fengið nóg af rugli og glæpum og vilja eignast framtíðarheimili með eiginkonu sinni Ólöfu Gunnarsdóttur. ______________________ Sævar Arnfjörð Hreiðarsson Erl góðuyfirlæti á gistiheimilinu Von. Hann segist löngu hættur að rústa gistiheimilum enda orðinn alltof „Ég er hér í góðu yfirlæti," segir Sævar Arnfjörð Hreiðarsson þeg- ar blaðamaður heimsækir hann á gistiheimilið Von á Laugavegi. Sævar er með skrautlegan sakaferil að baki og hefur meðal ann- ast hlotið dóma fyrir skjalafals, þjófnaði, líkamsárásir og eigna- spjöll. Hann er á svörtum lista á fjölmörgum gistiheimilum á landinu fyrir að leggja heimilin í rúst. „Ég þurfti að vaka yflr honum heila nótt. Hann var svo bilaður að ég gat ekki sofið," segir María Bærings- dóttir sem rekur heimagistingu í Stykkishólmi. Sævar Arnfjörð gisti hjá Maríu í aprfl 1999 og fór þaðan í lögreglu- fylgd. Sævar dvaldi hjá Maríu í fiíu fæði og húsnæði enda átti hún aldrei von á borgun frá honum. „Hann stal hér öllu steini léttára. Ég þurftí meira að segja að togast á við hann um snyrtídótíð mitt,“ segir María sem veit til þess að svört slóð Sævars liggur víða um sveitir lands- ins. Trylltist á Snæfellsnesi „Við gleymum honum aldrei," segir Eiður Eiðsson á gistiheimilinu Framsnesi á Snæfellsnesi. „Hann kom hérna í rútu upp úr hádegi einn sumardag vorið 1999, búinn að panta sér herbergi og allt. Svo sest hann við barinn og drekkur „Hann varsvo bilaður að ég gat ekki sofíð." þar út miklu meira en okkar reglur leyfa. Honum tókst einhvernveginn að snúa á þjónustufólkið. Svo er hann með einhver lætí um miðnætti og ég rek hann í svefn," segir Eiður, sem þurfti aftur að hafa afskiptí af Sævari morguninn eftir. „Klukkan ru'u um morguninn kemur hann niður í æðiskastí því þá voru hafriar framkvæmdir fýrir utan gistiheimilið sem höfðu vakið hann. Maðurinn var svo trylltur að við sáum okkur ekki annað fært en að láta lög- regluna sækja hann," segir Eiður sem aldrei áður hefur lent í manni eins og Sævari sem aldrei borgaði tugþús- unda reikning sinn. Steinqrímur Njálsson kærði hann spörkum á Dagbjörtu Gunnarsdóttur á gistihúsinu Felli á Amarstapa. Hann olli einnig talsverðum eignaspjöllum á gistiheimilinu. Sævar hefúr verið ákærður fýrir ýmislegt fleira um ævina og hlotíð fjölda refsidóma Hami hefur verið ákærður fyrir að stela veski af Stein- grími Njálssyni, notað falsaða tékka í viðskiptum sínum við nektardans- meyjar á Goldfinger, borið vopn í tjaldi sínu í Öskjuhh'ð, fyrir likamsárás í heimahúsi á ísafirði auk ölvun- araksturs og fjölda greiðslukortamis- ferla. Sævar hlaut síðast tólf mánaða fangelsisdóm árið 2003. Sagði skilið við afbrot og óreglu Þegar blaðamaður DV heimsótti Sævar á gistiheimilið Von í gær lá vel á honum. Kona hans Ólöf Gunnars- dóttir var í heimsókn. Þau giftu sig árið 2003 en hafa verið sundur vegna fangelsisvistar Sævars. Ólöf segist ætla að slá á puttana á honum ef hann svo mikið sem dirfist að stela karamellu. Spurður út í langan sakaferil svar- ar Sævar: „Ég er búinn að vera edrú í tvö ár og ég kenni engu öðm en áfenginu um misgjörðir mínar um ævina. Ég missi allt veruleikaskyn undir áhrif- um brennivíns. Ég er búinn að taka út minn toll af óreglu og afbrotum og nú er ég að vinna í því að gerast virkur samfélagsþegn," segir Sævar hæstá- nægður á beinu brautinni. Mætir fyrir dóm í dag „Ég er rúmlega fimmtugur, á böm og bamaböm og langar að taka h'finu rólega. Ég hef lent í ýmsu en fýrir löngu búinn að fá nóg," segir Sævar sem á þó að mæta í þingfestíngu máls á hendur sér í Hérðasdómi Reykjavflc- ur í dag. Hann kemur af fjöllum þegar blaðamaður spyr hann um hvað máhð snúist. „Ég veit bara ekkert hvaða mál það er enda hef ég ekki fengið neitt bréf um það," segir Sævar undrandi. svavar@dv.is Hvaö liggur á? í mars árið 2001 réðst Sævar með „Það liggur bara ekkert á hjá mér/'segir Rúnar Júlíusso, rokkkóngur. „Það ersamt vit- laust að gera, bóka- og plötukynningar, skemmtun á jólahlaðborði og svo er ég að spila á jólaballi Þroskahjálpar á sunnudaginn. Maður fer bara hægt í þetta allt saman svoþað verði ekkert stress."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.