Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2005, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2005, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 Flass DV .1 Svala Björgvins var valin best klædda konan af blaðinu Sirkus á föstudaginn. DV lék forvitni á að vita hvar hún verslar og hvað er í uppáhaldi. Hvar kaupir hún fötin sín? „Já, bara frábært, ég vissi ekki af þessu, á eftir að sjá blaðið," segir Svala hress i bragði. „Ég kaupi mikið affötunum mín- um erlendis. í London, New York og L.A. Þar fer ég í„second hand" verslanir eða þar sem eru notuð föt, ég er mjög hrifin af fötum frá 1930," segir hún brosandi. „Þær verslanir sem ég versla i heima eru Kron, Spútnik, Nakti apinn og Rokk og rósir. Dett stund- um inn i Zöru og kaupi þar jakka og buxur, annars er ég aðallega í gömlum fötum sem ég kaupi á e- bay, sem ég breyti svo ef mig lang- ar til. Efnin íþessum gömlu fötum eru svo geggjuð það er svo iétt að breyta þeim, "segir Svala hlæjandi. „Ég kaupi einnig mikið að skóm á e-bay, það tekur smá tíma að kom- ast inn i ebay-pakkann en um að gera að kynna sér það þá að það taki smá tima, þviþetta er alveg þess virði. Einnig les ég mikið af Vogue-blöðum frá 1970-1979, er mjög hrifin affötum frá þessum tim," segir Svala að lokum. Platan Jólaskraut kom í verslanir á dögunum. Þar eru margar af okkar þekktustu stjörn- um að syngja gömul og góð jólalög. Friðrik Ómar fékk bestu gagnrýnina í Fréttablaðinu í síðustu viku af listamönnunum á plötunni. Friðrik Ómar Áberandi núna. Fyrirsætan Elísabet Thorlacius sem komst í fréttirnar nú í haust fyrir að sitja fyrir nakin í tímaritinu Bleikt og blátt og systir hennar Ragnhildur Jóna Eyvindsdóttir ákváðu að láta gott af sér leiða og héldu magnaða tískusýningu á Pravda síðastlið- ið laugardagskvöld til styrktar Unicef. _______________ Elísabet Thorlacius og Ragnhildur Jóna 1^^ Eyvindsdóttir Með Hfe hjartað á réttum stað. H „Já, ég er mjög ánægður með gagn- rýnina og innilega þakklátur, ég hugsaði mig lengi inn þegar ég var beðinn um að eralltsvo marhugsandi. rsyngjainní þekkt fólk,“segir Friðrik ( „AUir þessir söngvarar eru búnir að vera lengi að og kannski hefur hann Freyr Bjama- son svo oft gagnrýnt þau að ég er kannski nýr og ferskur," segir hann og dregur úr hæfileik- umsínum. „Ég syng tvö lög á þessari plötu, Allt sem ég óska mér, lag sem Mariah Carey hefur gert vinsælt, þama er það með fslenskum texta eftir Einar Bárðar, svo syng ég gamalt og gott lag, Ég verð heima um jólin. Svo er líka pínu fyndið að nafnið mitt er tvisvar skrifað vitlaust, ég heiti Friðrik öm í staðinn fyrir Friðrik Ómar, sem segir kannski það að ég er alls ekki eins þekktur og þau,“ en söngvar- ar á þessari plötu em Sveppi, Birgitta, Jónsi, Heiða, Nylon og Friðrik Ómar. „En það er viridlega gaman að fá svona góða dóma," segir hann hlæjandi og bætir við að allur hans frítími fari í að að syngja sálma því hann er með jólatónleika milli jóla og nýárs á Akureyri og ÓlafsfirÖi. „Þeir stafa nafiúð mitt rétt," segir hann hlæjandi. maria@dv.ls „Mér datt þetta allt í einu í hug bara, mig var búið að langa lengi að styrkja Unicef en vildi gera þetta öðruvísi og með mína reynslu fannst mér þetta tilvalið," segir Elísabet Thorlacius fyrirsæta sem hefur verið þekkt fyrir að sitja fyrir nakin á síðum íslenskra tíma- rita. tíl styrktar bágstöddum Með hjartað á réttum stað Elísabet ákvað ásamt systur sinni Ragnhildi Jónu Eyvindsdótt- ur að halda tískusýningu á Pravda síðastliðinn laugardag kl 22. „Okk- ur fannst þetta svo gott málefni og sérstaklega kringum jólin þegar margir eiga ekki fyrir mat þarna úti og við ákváðum bara einfaldlega að henda þessu í framkvæmd," segir Elísabet sem er augljóslega með hjartað á réttum stað. Það kostaði 500 krónur inn og voru sýnd undirföt frá Knickerbox og tískufatnaður frá versluninni Kiss í Kringlunni. Sýningin var stórglæsileg og stúlkurnar sem sýndu undirfötin voru svo sannar- lega ekki af verri endanum. Var sýnd nýjasta tíska frá Kiss og jóla- fötin þóttu sérlega glæsileg. Salur- inn lét vel í sér heyra þegar stúlk- urnar komu fram á undirfötum og hafa ófáar krónurnar eflaust safn- ast þá. Fötin frá Kiss Eru svo sannarlega ekki af verri endanum. Svaka sjóv Allur ágóði af sölu miða rann óskiptur til Unicef og Bjarni töfra- maður sprellaði sem kynnir á sýn- ingunni. „Þetta var bara svakalega sjóv, eins og maður segir," segir Elísabet ánægð með kvöldið. Hún segir að allir hafi skemmt sér mjög vel og stemningin hafi verið frá- bær. „Við viljum bara koma á fram- færi þökkum til þeirra sem vildu styrkja þetta þarfa málefni. Sér- staklega Knicker- box, Kiss og Pravda. Þau eru öll búin að vera æðisleg við okkur og gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að gera þetta sem glæsilegast." Elísabet útilokar ekki önnur svip- uð verkefni og er henni augljós- lega margt fleira til lista lagt en að sitja fyrir á failegum ljósmyndum. brynjab@dv.is SKRIFUÐU NAFNIÐ MITT TVISVAR VITLAUST

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.