Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2005, Page 10
7 0 MÁNUDAGUR I9. DESEMBER 2005
Fréttir UV
Óttar Martin luor&ljörð
■>
Kostir & Gallar
Óttar er hjálpsamur, agaður,
réttsýnn og heiðarlegur.
Hann getur verið hrikalega
dónlegur, óþarflega ná-
kvæmur og blátt áfram.
„Hann er feikimagn-
maður rithöfundur
mjög hjálpsamur,
skemmtilegur og
hress. Hann er eigin-
lega gæddur öllum
þeim kostum sem
eiga að einkenna góða rithöf-
und.
Gallarnir eru þeir að hann er
hrikalega dónalegurog óvenju-
áhugasamur um viðbjóð eða
hinar myrkari hliðar mannsins.
Svo er hann er líka fljótfær."
Eríkur örn Norödal, rithöfundur og
vinur.
Séra Flóki Kristinsson, sóknarprestur Hvanneyrarprestakalls, hefur valdið talsverðu
uppnámi meðal sveitunga sinna fyrir að hafa upplýst ung börn í sunnudagaskólan-
um að jólasveinninn sé ekki til. Mörgum þykir presturinn hafa farið út fyrir verk-
svið sitt. Flóki segist ómögulega hafa getað hugsað sér að ljúga að börnum.
Sára Floki sagði
börnunum að
jólasveinninn só
ekki til
Ekki eru allir sáttir við að séra Flóki Kristinsson hafi opinberað
fyrir ungum nemendum sínum á Hvanneyri að jólasveinninn sé
ekki til. Séra Flóki segist ekki hafa getað hugsað sér að ljúga að
börnunum.
„Kostir eru þeir að
hann er agaður og
réttsýnn. Hann er
metnaðarfullur, fynd-
inn og heiðarlegur.
Gallarnir eru að
hann er óþarflega
nákvæmur, hann er með slæma
sjón dálitið skeptfskur karakter
og óþolandi rökfastur á köfl-
um."
GústafJarl Viðarsson vinur.
„Hans kostir eru að
hann er bráðgáfaður.
Hann er lika mjög
svona blátt áfram
týpa og stálheiðar-
legur sem gefur hon-
um kraft til þess að skrifa. Hann
er líka sterkur karakter.
Ókostirnir eru þeir að hann er
dalítill blátt áfram getur leitt til
þess að hann sé svolitið bláeyg-
ur, hann gerir sér ekki alltaf
grein fyrir aflleiöingum gjarða
sinna."
Viöar Þorsteinsson, skáld og vinur.
ÓttarMartin Norðfjörð erfæddur 29.janú-
ar 1980. Hann nemur heimspeki við Há-
skóla íslands óg gatút hina umdeildu bók
barnagælur nú í haust. Hann hefur áður
gefið út Ijóðabókina Grillveður í október
sem gefinn var út undir formerkjum Nýhil
hópsins.
Fimm milljónir
prýða hringtorg
Bæjarstjóm Grindavíkur
hættir ekki við að verja fimm
milljónum króna í að koma
upp listaverki á hringtorgi
við Víkurbraut. Framsóknar-
menn, sem em í minnihluta
í bæjarstjóminni, lögðu til
að hætt yrði við þessa fjár-
festingu. Lagfæra þyrfti
framkvæmdir sem þegar
hafi átt sér stað við Víkur-
brautina. „Með tilliti til þess
er ekki vert að hækka þann
kostnað sem nú þegar hefur
farið forgörðum í vanhugs-
aðar breytingar," sögðu
fiamsóknarmenn en hlutu
ekki hljómgmnn hjá meiri-
hluta Sjálfstæðisflokks og
Samfylkingar.
„Ég gat ekki hugsað mér að fara að
ljúga að bömunum og svaraði því
spumingum þeirra um hvort jóla-
sveinninn væri til neitandi. Hvað átti
ég að gera annað," segir séra Flóki
Kristinsson, prestur á Hvanneyri.
Flóki reitti marga til reiði fýrir
skömmu þegar hann opinberaði fyrir
nemendum sínum í sunndagaskól-
anum á Hvanneyri að jólasveinninn
væri ekki til og er það mál margra for-
eldra að hann hafi farið út fyrir sitt
verksvið með þessum yfirlýsingum
við börnin.
„Ég sagði nei"
Flóki gefúr þó fi'tið fyrir þær skoð-
anir heldur segist hann eingöngu
hafa verið að svara spumingum bam-
ananna sannfeikanum samkvæmt.
„Þau vom eitthvað að karpa sín á milli
um jólasveininn og það endar svo
„Hann á ekkert með
að segja sex ára börn-
um svona."
með því að þau leita tif mín og spyija
mig um hvað sé satt. Ég svaraði
neitandi enda vildi ég ekki skrökva að
þeim. Illgjamir foreldrar hafa svo ver-
ið að æsa sig yfir þessu en enginn hef-
ur komið að máli við mig,“ segir Flóki
sem líkir þessu máli við söguna af
fjöðmnum sem urðu að hænsnahóp.
„Það er oft þannig með okkur prest-
ana að enginn segir neitt við okkur
augliti til auglitis heldur fáum við allt í
bakið."
Taktlaus prestur
Þeir foreldrar sem DV hafði sam-
Sveinki Þessi jólasveinn er víst ekki á leið til byggða efopinberanirséra Flóka koma heim og
saman.
Flóki Kristinsson Segir börnunum að jólasveinninn sé ekki til.
band við vegna þessa máls vom sam- ekkert með að segja sex ára bömum
mála um að þama hefði presturinn svona,“ segir móðir lítils drengs sem
farið út fyrir verksvið sitt. varð vitni að opinbemnum séra
„Minn strákur var nú ekki í þess- Flóka.
um hóp auk þess sem hann er hættur Hún segir bam sitt þó hafa tekið
að trúa á jólasveininn en ég hef heyrt þessu öllu með jafnaðargeði og tekið
að foreldrar hafi ekki verið ánægðir skýringum hennar um að líklega sé of
með þetta," segir Heiða Hrund Jack langt síðan að séra Flóki fékk sjálfur í
sem á bam í skólanum. skóinn frá jólasveininum góðum og .
Margt fleira sé hægt að segja um
Algerlega taktlaus prestinn og ljóst sé að hann gerir sér
„í sambandi við þessar yfirlýsingar engan veginn fyrir þeim áluifum sem
hans um jólasveininn finnst mér hann getur haft á lítil böm með óvar-
hann algeríega taktlaus og hann á legri framkomu. karen&dv.is
H vanneyri Það eru ekki allir sáttir með að sóknarprestur Hvanneyrarsprestakalls hafi frætt
börnin um jólasveininn.
Jólin ganga í garö á Litla-Hrauni eins og annars staðar
„Mikið um flottheit hjá okkur"
Rúnar Ben Maitsland For-
maður trúnaðarráðs fanga á
Litla-Hrauni. Segist hlakka til
jólanna. Sumir fanganna gefí
hver öðrum gjafir.
„Þáð verður glæsiveisla öll jólin,“
segir Ingi Þór Jónsson, kokkur og ann-
ar eigandi iyrirtækisins Tveir heimar,
sem sér um mat fanganna á Litla-
Hrauniþessijól.
„Við reynum að gera þennan tíma
veglegan og það er bara hið besta
mál," segir Ingi Þór.
Matseðill fang-
anna á Litla-
Hrauni er veg-
legur að þessu
sinni. Þeir fá
skötu á Þor-
láksmessu, að-
Ingi Þór Jónsson
Kokkur og annar eig-
andi Tveggja heima.
Segirjólin á Litla-
Hrauni alltaf sérstök.
Hamborgarhryggur Verðurmeðal annars
á borðum fanganna um jólin.
fangadagur verður svo enn kræsilegri
en þá er sjávarréttarsúpa í hádeginu
og í sjálfan jólamatinn fá þeir kalkún
og hamborgarhrygg með öllu tilheyr-
andi og loks ístertu í eftirrétt. Á jóla-
dag er hangikjöt og lambasteik á
matseðlinum og eins mikið bakkelsi
og þeir geta í sig lárið.
„Jólin hafa alltaf verið sérstök hjá
okkur og það munu alvöru fagmenn
elda yfir jólin," segir Ingi Þór.
„Það er mikið um flottheit hjá okk-
ur um jólin,“ segir Rúnar Ben Maits-
land, formaður trúnaðarráðs fanga á
Litla-Hrauni. „Ég held að okkur verði
samt ekki þjónað ril borðs," segir
Rúnar hlæjandi.
Jólin eru hári'ðarstund og gleðitími
á Litla-Hrauni eins og á öðrum heim-
ilum landsins.
Á aðfangadag heimsækir Bubbi
Morthens Litla-Hraun ásamt fn'ðu
foruneyti og spilar fyrir fangana. Á
aðfangadagskvöld verða pakkamir
svo opnaðir. Þá fá fangamir jólagjafir
frá fjölskyldu og vinum. Einnig mun
Hvítasunnusöfnuðurinn gefa föng-
unum gjafir.
„Svo gefum við sumir hver öðrum,
það fer samt eftir því hvað maður hef-
ur verið með viðkomandi lengi á
gangi," segir Rúnar fullur tilhlökkun-
ar. gudmundur@dv.is