Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2005, Qupperneq 22
22 MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005
Sport DV
Kristinn Óskarsson dæmdi sinn 400. leik í Úrvalsdeild í Grindavík um helgina
32 leikir eftir í metið hjá nafna
Kristinn Óskarsson er aðeins
annar dómarinn i sögu íslenska
körfuboltans sem nær þeim áfanga
að dæma 400 leiki í Úrvalsdeild, árið
2001 dæmdi Kristinn Albertsson
sinn 400. leik en hann dæmdi 432
leiki í deildinni áður en hann hætti.
Fyrsti leikur Kristins Óskarssonar
var í Njarðvík þann 23. október 1988,
leikurinn var á milli Njarðvíkur og
Tindastóls sem voru þá nýliðar í Úr-
valsdeild, sem hét Flugleiðadeild á
þeim tíma. Meðdómari Kristins var
Jón Otti Ólafsson.
Tímamótaleikurinn var milli
Grindavíkur og Skallagríms í
Röstinni í Grindavík á laugardaginn
en Kristinn fékk blómvönd frá fram-
kvæmdastjóra KKÍ, Hannesi Hjálm-
arssyni, fyrir leikinn.
Kristinn tók dómarapróf árið
1987 og hefur síðan þá dæmt 881
opinberan leik á vegum KKÍ, leikur
Grindavíkur og Skallagríms meðtal-
inn, þar af sem fyrr segir 400 í Úr-
valsdeild, 61 íÚrslitakeppnikarla og
5 bikarúrslitaleiki karla.
Auk þess hefur hann dæmt fjöl-
marga leiki í Reykjavfkur-, Reykja-
nes- og Valsmótum, æfingaleild fé-
lagsliða og landsliða víða um heim.
Þá hefur Kristinn dæmt 60 leiki fyrir
hönd FIBA auk þess að dæma á
þremur Smáþjóðaleikum, í San
Marino, á Möltu og í Andorra.
Það er nóg að gera hjá Kristni,
ekki bara hér heima heldur einnig á
erlendum vettvangi en hann er ný-
kominn heim frá Þýskalandi þar
sem hann dæmdi leik Rhein Energie
Köln gegn Dynamo Moskvu í FIBA
Eurocup karla. Meðdómarar Krist-
ins í leiknum voru þeir Antonio
Coelho frá Portúgal og Apostolos
Kalpakas frá Svíþjóð. Eftirlitsdómari
FIBA Europe á leiknum var Stavros
Douvis frá Grikklandi.
Þrír góðir saman Kristinn Óskarsson sést
hér ásamt samdómurum sinum á dögunum,
þeim Sigmundi Má Herbertssyni og Rögn-
valdi Hreiðarssyni (til hægri).
DV-mynd Anton Brink
Áttu síðustu sex
mínúturnar
Grindvíking-
ar unnu mikil-
vægan þriggja
stiga sigur,
92-89, áSkalla-
grími í Röstinni í
Grindavík á
rfc laugardaginn.
Skallagríms-
' & menn voru yfir
fyrstu 34 mínút-
ur leiksins og náðu 11 stiga
forskoti í þrígang en það
vom heimamenn sem vom
sterkari í lokin. Grindavíkur-
liðið vann síðustu sex mín-
útur leiksins með 11 stigum
(21-10). Jeremiah Johnson
var með 30 stig og 11 stoð-
sendingar hjá Grindavík en
fékk sína fimmtu villu þegar
tæpar fimm mínútur vom
eftir.
SIRKUS
ER MÁLIÐ FYRIR UNGT FÓLK!
SIRKUS RVK ER EINA TÍMARITIÐ SEM UNGT FÓLK ÞARF AÐ LESA. SIRKUS RVK
FÆRIR ÞÉR FÓLK, KVIKMYNDIR, TÍSKU, HÖNNUN, MYNDLIST, TÓNLIST, BARI,
BÓKMENNTIR, MAT, NÆTURLÍF, HLUTI, FERÐALÖG, FÓLK, DÝR, SKEMMTANIR OG
SKOÐANIR. SIRKUS RVK FER MEÐ ÞIG UM FJÖBREYTILEGA KIMA MANNLÍFSINS.
©
Niðurstöðurnar byggja á fjölda þeirra sem
lásu eða flettu blöðunum yfir sjö daga
tfmabil í könnunarviku Gallup í október 2005.
Tölurnar eru fyrir fólk á aldrinum 16-29 ára
sem búa á höfuðborgarsvæðinu.
SIRKUS RVK ER MÁLIÐ FYRIR UNGT FÓLK!
SIRKUS SIRKUS RVK ER HLUTI AF SIRKUS HEIMINUM
,»v a
Xsl—.
X
f\\\
Frákastamet
hjá Watson
Jerica Watson setti nýtt
frákastamet í 1. deild
kvenna í körfubolta þegar
hún skoraði 39 stig og tók 30
fráköst í 89-83 sigri Grinda-
víkur á Keflavík í Iceland Ex-
press-deild kvenna á laugar-
daginn. Grindavík lenti mest
tíu stigum undir í leiknum
en var sterkari aðiiinn í lokin
ekki síst fyrir stórleik Watson
og innkomu Ölmu Rutar
Garðarsdóttur sem skoraði
10 af 12 stigum sínum í
fjórða leikhlutanum. Þetta
var þriðja tap Keflavíkurliðs-
ins í röð.
Þrjá góðar
meiddar
Keflavík lék
án þeirra önnu
Maríu Sveins-
dóttur, Erlu Þor-
steinsdóttur og
Svövu Óskar
Stefánsdóttur í
leiknum gegn
Grindavík og
munaði um
minna. Arma
Maria er hætt vegna meiðsla
og að öllum líkindum þarf
Erla einnig að hætt að spila
vegna sinna meiðsla en hún
var nýbyrjuð aftur. Svava
Ósk þarf einnig að hvíla sig
en ætti að geta verið með á
nýja árinu.
Zlatkofarinn
frá Keflavík
Makedóníumaðurinn
Zlatko Gocevski hefur leikið
sinn síðasta leik
með Keflavík í vet-
ur. Samningi hans
hefur verið sagt
upp en Gocevski
lék langt undir öll-
um væntingum.
Gocevski var með
7,3 stig og 6,9 frá-
köst og 1,7 varin
skot á þeim 22,9 mínútum
sem hann spilaði í Iceland
Expess-deildinni en hans
langbesti leikur var í frábær-
um 31 stigs sigri Keflavíkur á
Riga frá Lettlandi en Zlatko
var með 18 stig, 11 fráköst, 4
stoðsendingar og 4 varin
skot í leiknum.