Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2005, Síða 23
I
DV Sport
MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 23
Fylkir og
Stjarnan
unnu öruggt
Fylkir vann Víking/Fjölni
32-25 í DHL-deild karla á
laugardaginn. Skyttan Amar
Jón Agnarsson skoraði ell-
efu mörk fyrir Fylki sem er í
fjóröa sæti en hjá Víkingi/-
Fjölni var Björn Guðmunds-
son markahæstur með
fimm mörk. Á föstudags-
kvöldið vann Stjarnan lið
Selfyssinga örugglega 32-23
á Selfossi þar sem Þórólfur
Nielsen var markahæstur í
liði gestanna með átta mörk
en Vladimir Duric skoraði
sjö mörk fyrir heimamenn.
Roland Valur Eradze varði
21 skot fyrir Stjömuna og
Sebastian Alexandersson
varði 24 bolta fyrir Selfyss-
inga.
Eyjamenn og
FHmeðfína
útsigra
ÍBV sigraði ÍR
32-28 í Austurbergi
síðdegis á laugar-
dag. Mladen Cacic
stórskyttan í liði ÍBV
skoraði sautján
mörk og Ólafur Víðir Ólafs-
son kom næstur með átta en
Björgvin Páll Gústavsson
varði m'tján bolta í marldnu.
Hjá heimamönnum var Haf-
steinn Ingason markahæstur
með m'u mörk en Gísli Guð-
mundsson varði tólf bolta í
markinu. Á sama tíma lagði
FH lið Aftureldignar 32-26 í
Mosfellsbæ en Fimleikafé-
lagð var 16-13 yflr í leikhléi.
Framarar veröa á toppi DHL-deildar karla í því langa hléi sem tekur nú við en liðið
lagði Hauka á laugardaginn. Valsarar sem eru í öðru sæti töpuðu hins vegar fyrir HK
á föstudaginn á sama tíma og Goran Gusic var hetja KA í Akureyraslagnum gegn Þór.
a toppnum i triinu
Framarar lögðu Hauka 33-26 á
heimavelli á laugardaginn þar sem
Magnús Erlendsson varði 24 bolta á
þeim 45 mínútum sem hann lék í
marki Fram og lagði þannig grunninn
að sigri liðsins en liðið verður nú á
toppnum í því eins og hálfs mánaðar
ffíi sem verður í deildinni vegna Evr-
öpumótsins. Guðmundur Guð-
mundsson þjálfari Framara var að
vonum sáttur þegar DV náði tali af
honum en aðspurður hvemig væri að
vera á toppnum þegar farið er í fríið
sagði hann:
Bjuggumst ekki við þessu
„Það er frábær tilflnning, eitthvað
sem við bjuggumst ekki við. Við áttum
ekki von á því þegar að við byrjuðum
þetta mót. í fyrsta lagi er liðið mjög
ungt og ég er nýbyrjaður með liðið tll
þess að gera þannig að við áttum ekk-
ert von á því að vera þama þegar mót-
ið er rétt rúmlega hálfnað. Þannig að
þetta er auðvitað frábær tilfinning."
Jóhann Gunnar Einarsson skoraði
ellefu mörk fyrir Fram í leiknum á
laugardag, þar af níu úr vítum, og Sig-
fus Sigfússon skoraði fjögur. Hjá
Haukum var Amar Pétursson með sex
mörk en þeir em þó ekki alveg komn-
ir í fh' því þeir mæta HK á miðvikudag-
inn í síðasta leiknum sem leikinn
verður í deildinni þar til 3. febrúar.
Valsmenn töpuðu óvænt
Framarar eru með 22 stig,
einu stigi á undan Vals-
mönnum sem töpuðu
óvænt 25-23 gegn HK á
föstudagskvöldið. Valdimar
Þórsson skoraði sjö mörk fyrir
HK í þeim leik og Amar Freyr
Reynisson varði þrettán skot. Hjá
Val var Elvar Friðriksson marka-
hæstur með sjö mörk en Pálmar Pét-
ursson varði 21 bolta. KA sem er í
fimmta sætinu vann granna sína í Þór
26-25 á Akureyri á föstudagskvöldið.
Goran Gusic fyrrverandi leikmaður
Þórsara skoraði sigurmarkið úr
vítakasti eftir að leiktíminn var liðinn
og tryggði KA sigur í dramatískum
leik. Jónatan Magnússon var
markahæstur hjá KA með sex
mörk og Hörður Fannar Sig-
þórsson kom næstur með fjög-
ur. Hjá Þór vom Amar Þór
Gunnarsson og Aigars Lazdins
markahæstir með sex mörk
hvor.
Markahæstur hjá Fram Jó-
hann Gunnar Einarsson hefur
slegið í gegn I Safamýrinni i vet-
ur og var markahæstur hjá liðinu I
um helgina. DV-mynd Stefán \
Veislan hefst kl. 11,00 og stendur til kl. 23
eöa á meðan fólk oq snafsar endast.
vel srerk.
húð Hafliða
11S K
\erð aðeins
kr. 2.900