Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2005, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2005, Side 26
26 MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 Bílar DV Leó M. Jónsson vélatæknifræðingur svarar fyrirspurnum á ieoemm.com og eru þær birtar á bílasíðum 'iW Spurt og svarað Einfjöður... Ég er með ChryslerVoyager '99. Flautan og hraðastillirinn hættu að virka án augljósrar ástæðu. Ég er búinn að kanna öryggin og þau eru! lagi. Flauta á nú ekki að vera flókin og ég skil ekki hvernig hún getur tengst hraða- stillinum. Erþetta eithvað sem þú kannast við? Svar: Það sem er svokallað „Clock spring'' en það er fjöður í stýrishjólinu sem leiðir boð frá flautu og hraðastilli, hún er greinilega ónýt. Þú færð þessa fjöður hjá H. Jónssyni bílabúð. Ráðlegg þér að láta skipta um hana á löggildu bíla- verkstæði vegna öryggispúðans Imiöju stýrishjólsins. Gangöruggir bílar Ég hefhug á að kaupa Cherokee (Grand-gerðina) '99 n eða '00. Það 1 eru nokkrar vélargerðir í boði; 4ra ,4,7og 5,2ja , lítra - jafnvel fleiri. Nú leita ég eftir þinni sérfræðiþekkingu. Hvaða , vél hefur komið best út hvað varðar ' eyðsiu, bilanatíðni o.fl. Mælirðu með svona bll? Svar: Þetta eru vel heþpnaðir og eftir því vin- sælir bílar. Bilanatíðni er mjög lág. V8-vélarnar, bæði sú eldri 5,2ja lítra og sú nýrri 4,7 litra, hafa, eftir því sem ég veit best, reynst vel. 4ra litra vélin er 6 sílindra línuvél. Cherokee Laredo með 2,5 lítra 4ra sílindra vél eyðir t.d. 12-13 lítrum. Cherokee með 8 silindra vél afárgerð '00 þarfað vera ígóðu lagi til að eyða undir 17-18 lítrum -þvier vissara að reikna með miklum eldsneytis- kostnaði. Nýjustu bílarnirmeð 4,7 lítra V8 eyða um og innan við 13 lítrum í bönduðum akstri. Máttlaus Transit Ég var að vonast til að þú gætir hjálpað mér með vandamál: Ég á Ford Transit '99 með túrbódísil- vél. Hann var aldrei mjög sprækur ennúer hann steinmáttlaus. Bíllinn er búinn að vera ímarga klukkutíma i bilanaleit hjá Brimborg og þeir segja að púst- þjappan sé ílagi og virki eðlilega og að eldsneytissían sé lika í lagi. Tölva bíls- ins gefur ekkert til kynna. Semsagt, þeir finna ekkert að. Hefur þú hugmynd um hvað það er sem að þeim Brimborgarmönnum gæti hafa yfírsést? Varnardýnur á bílinn Hugmyndaflugi virðast lítil tak- mörk sett efdæma má auglýs- ingar í bandarískum timaritum um dýnur til að hengja á hliðar bíla. Dýnurnar koma í veg fyrir að hliðar bíls séu dældaðar með hurðum annarra bila á bilastæð- um. Dýnurnar eru nægilega langar til að verja hliðar fólksbíls afmeðalstærð og þeim fylgja festingar sem sagðar eru þannig útbúnar að stilla megi hæð þeirra auk þess sem auðvelt sé að komast inn iogút úr bil án þessaðtakaþæraf. Þaðþýðir að ætlast er til að ekið sé með dýnurnar hangandi utan á - sem gæti án efa valdið erfiðleikum í rokinu hér á Suðvesturhorninu! Þessar dýnur kosta um 130doll- ara parið og nefnast„Carshield". Svar: 5íðast þegar þeir Brimborgarmenn gáfust upp á svipuðu máli (einnig Transit en án túrbó) reyndist orsökin sú að tímareimin hafði hoppað um 1-2 tennur (sá varjafnframt erfíður í gang í kulda). Önnur orsök aflleysis getur verið óvirk inngjafaraukning. Hún virkarmeð þindarstýrðum loka sem tengist pústþjöppulögninni og olíuverkinu og eykur við inngjöfþegar þjappan kem- ur inn. Fáðu Framtak í Hafnarfírði til að skoða þjöppu/eldsneytisstýringuna. Rafmagns-reimleikar í Pajero Ég er með langan Pajero ‘96 og var að hækka yfírbygginguna á grindinni um 2i. Eftir hækkunina virka rafmagnsrúðurnar ekki. Ég er búinn að skoða allar tengingar sem ég kemst að með því að rífa mælaborðið og prófaði að tengja beint inn á takkaborðið i hurðinni og fékk þá virkni í allar rúður en ekki í hverri fyrir sig. Spurningin er þá hvar getur þetta legið og efengin skýring finnst er óhætt að tengja nýja leiðslu frá sviss í hurðina um öryggi? •,5var: Einhver leiðsla htýtur að hafa ’ rofnað við hækkunina. A.m.k. myndi maður leita vel og rækilega að öllum hugsanlegum leiðslum/jarðsambandi sem gætu hafa rofnað við þessa breytingu/hækkun. Áhrif beintengingarinnar þýðir að þú getur einangrað vandamálið við bíl- stjórahuröina þvíí henni er höfuðrofi sem allur straumur/jörð fer um til hinna hurðanna. Þessi höfuðrofí gæti verið ónýtur (tilviljun). Framhjátenging án þess aðfínna bilunina er ekki viðunandi viðgerð þar sem hætta á íkveikju get- urskapast. SsangYong „fjölskyldu- vandamál" Veistu hvernig bilar SsangYong Family eru?,Á Netinu má finna marga svona bíla afárgerð ‘98- 99 keyrða 60-100 þús. km. Eru góð kaup í svona bíl? Svar: Þetta eru sjálfsagt ekkert verri bílar en aðr- ir frá S-Kóreu afsömu árgerðum. Vandinn er sá aö þeir eru upprunalega eldri kynslóð Izusu og eiga ekkert skylt við Musso. Þeir voru fluttir inn á sínum tima afbröskurum. Varahlutaþjónusta erengin og til umboðsins hafa eigendur Familyyfírleitt lítið að sækja því ekkertpassar úr Musso. Afþessum ástæðum erjafnvel enn verra að losna við SsangYong Family en aðra SsangYong/Da- ewoo (nú Chevrolét)-bíla. Eru betta goð kaup? Þekktasti og stærsti bílaframleið- andi Suður-Kóreu er Hyundai Motor Company semjafnframt á dótturfyr- irtækið KIA Motors. Fyrir nokkrum árum auglýsti Hyundai í fjölmiðlum skipulagt gæðaátak með það m.a. að markmiði að slá Toyota út í gæðum innan ákveðins tíma. Sérfræðingar efuðust um að Hyundai tækist þetta og töldu að yfirlýsingin væri auglýs- ingabrella sem jaðraði við bíræfni: Blaðamenn gerðu grín að yfirlýsing- unni sem mannalátum og bentu m.a. á að Hyundai-bílar væru á lista yfir þá sem biluðu einna mest. En nú er öldin önnur - enginn gerir lengur grín að Hyundai. 5 ára ábyrgð í Bretlandi Hyundai hefur tekist að ná slík- um tökum á gæðunum að það státar nú af og auglýsir lægri bilanatíðni en Toyota. Hyundai hefur færst jafnt og þétt upp Ústa alþjóðlegra fyrirtækja sem mæla gæði. Mest munar þar um viðsnúning og stöðu Hyundai á listum bandaríska J.D. Power (www.jdpower.com) en gæðamæl- ingar þess þekkja fagmenn á sviði bílaviðskipta. Það lýsir vel árangri Hyundai á gæðasviðinu að í Bret- landi er Sonata seld með 5 ára ábyrgð. Ný kynslóð og stærri Nýr Hyundai Sonata birtist nú sem árgerð 2006; bæði lengri og Hyun I Nýr Hyundai Sonata | I er stærri, lengri og I breiðari að innan I en forverinn. breiðari en fyrirrennarinn og reynd- ar með þeim stærstu í þessum flokki fólksbíla. Verðið er athyglisvert því bæði er bíllinn stór og mjög vel bú- inn. Af 5 keppinautum, sem valdir eru með tilliti til verðs, er einungis lægra verð á Skoda Superb enda er sá með minni vél. Nýi Sonata sker ekki beinlínis í augun. Grámósku- legir litir undirstrika látleysi. Það er ekki tilviljun því hópur kaupenda sækist eftir látlausum bílum - bílum sem vekja síður athygli þjófa og skemmdarvarga. Innréttingin er lát- laus en vönduð; efnisgæði og frá- gangur þola samanburð við dýrari bíla. Allur stjómbúnaður bllsins er einfaldur og rökréttur og vefst ekki fyrir manni. Stýrishjólið er stillanlegt 901131 (halli og að/frá). Ailar rúður em reyklitar. Grunnbygging bílsins er lítið breytt: Sjálfstæð fjöðrun (gorma- turnar) á öllum hjólum með jafn- vægisslám; fjölarma hjólastelÚ að aftan - í aðalatriðum hjólastellið sem Mazda hefur þróað og aðrir, m.a. Volvo, hafa tekið upp enda mörgum kostum búið; sameinar m.a. veggrip, stöðugleika og burðar- getu. Meira innra rými Eldri Sonata var rúmgóður bUL. Sá nýi er rýmri; hann er 55 mm lengri og með meiri sporvídd sem nýtast til að auka fótarými bílstjóra um 10 mm og farþega í aftursæti um Bensínbílar, handskipting Mál í mm Hyundai Sonata GLS Ford Mondeo Ghia Mazda 6 Sport Skoda Superb Verð, mkr. 2,22 2,43 2,49 2,27 Vélarstærð 2,4 2,0 2,3 2,0 Hö/sn/mín, hám. 162/5800 145/6000 147/6500 115/5400 Tog/sn/mín, Nm, hám. 219/4250 190/4500 207/4000 172/3500 Handskipting, gírar 5 5 6 5 Snerpa 0-100 km/klst 10,4 9,9 9,9 11,6 Bensíneyðsla, mt * 10,7 7,9 8,0 8,4 Hám.hraði, km/klst 202 215 210 197 Hjólhaf 2730 2754 2675 2803 Lengd 4800 4731 4670 4803 Breidd 1830 1812 1780 1765 Hæð 1475 1415 1435 1469 Botnskuggi, m2 8,793 8,572 8,312 8,477 Farangursrými, lítrar 462 500 492 462 Eigin þyngd, kg 1538 1383 1420 1487 Burðargeta, kg 492 532 465 502 Dráttargeta, kg ** 1654 1800 1500 1400 Dekkjastærð 215/65R15 205/55R16 205/55R16 205/55R16 * Meðaltal, blandaður akstur ** Vaqn með bremsum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.