Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2005, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2005, Page 29
DV Fréttir MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 29 Lesendur Fyrsta flugvélin flýgur Nærri Kitty Hawk í Norður-Kar- ólínu í Bandaiíkjunum flaug maður í fyrsta sinn véldrifinni flugvél á þessum degi fyrir 102 árum síðan. Það var Or- ville Wright sem flaug vél sem hann og bróðir hans höfðu hannað og smíðað í 12 sekúndur og heila 40 metra. Orvill og bróðir hans, Wilbur, höfðu ætíð haft óhemju áhuga á verkfræði og smíðuðu fjölda nytsamlegra hluta. Ólíkt bræðrum þeirra fóru þeir ekki í háskóla en einbeittu sér þess í stað að nota verkhæfni sfna. Þeir smíðuðu meðal annars prentvélar og settu á fót reiðhjólaverkstæði en fóru fljótt að smíða hjól eftir sinni eigin hönnun. Þeir höfðu komist á snoðir um til- raunir þýska verkfræðingsins Ottó Lil- lenthal á svifflugi og smíðuðu sína fyrstu svifflugu árið 1900. Það var þó léleg hönnun svo þeir ákváðu að byggja vindgöng þar sem þeir prófuðu sig áfram með um 200 mismunandi útfærslur af vængjum og stýrum. Tveimur árum síðar flugu þeir mörg hundruð flug á svifflugunni sem vél- knúna vélin var hönnuð eftir. í sam- starfi við vélsmiðinn Charles Taylor smíðuðu þeir 12 hestafla hreyfil sem þeir festu á sviffluguna. Þeir höfðu lagt jámbraut með einföldu spori sem flugvélin rann eftir og náði nógu mikl- um hraða til að takast á loft. Orville hafði áður reynt við flugið þann 14. desember en hreyfiUinn stöðvaðist í flugtaki og flugvélin skemmdist nokk- uð. Það tók þrjá daga að gera við hana og gátu bræðumir ekki beðið lengur. 17. desember 1902 skrifuðu þeir sig á spjöld sögunnar með fyrsta vélfluginu. Þrjú önnur flug vom farin þennan dag í dacj eru liöin 35 ar síðan hafrannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson kom til Reykjavíkur. Það hét eftir einum helsta fræðimanni þess tíma, oft kallaður fiski- fræðingur íslands. og skiptust bræðumir á að fljúga. Lengsta flug dagsins var upp á tæpa mínútu. Flugvélin „Wright Flyer" sem þeir bræður flugu er til sýnis í National Air and Space Museum. Frekari upp- lýsingar er að finna á heimasíðu safas- ins: www.nasm.si.edu. Úr bloggheimum Stclpuslcikir á djamminu Jenný var spurð útí forsíðu DVÍ gær en þarsésthún kyssa stelpu á djamminu (hún er þarna til hægri við mig og ná- granna minn, Guðna Ágústs). Jenný sagði aðþetta væri ósköp eðlilegt að kyssa stelpu á djamminu og henni þótti ekkert óeðlilegt að gera það á meðan hún væri í sam- bandi með strák. Halló, halló, halló! - er ég orðinn svona gamall? Hvenær varð það normal að stelpur kysstust á djamm- inu? Varð þetta tilþegar að menn fóru að taka reglulega myndir á skemmtistöðun- um? Eru stelpur að gera þetta afþví að þeim finnst þetta vera svona mikið æði, eða halda þær að þetta sé svona mikið „turn-on" fyrir okkur karlmenn? Einar Örn Einarsson - eoe.is Allt sama heilastöðin Ég er einn afþessum sem pöntuðu sér ekki tima Ijóla- klippingu einhvern tíma í vor. Ég er bara ekki þannig gerður. Ég réð mig hins vegar í vinnu einmitt á þeim tima sem ég hefði f raun áttað hefja próflestur. Ég held að þetta sé allt sama heilastöðin. Stígur Helgason - mrhelgason.blogspot.com Þungur hnifur Éin stelpa f bekknum mínum sagðist hafa horft á kvikmyndina Hrafninn flýgur f gærkvöldi, Langflestir svíar held ég að hafi séð hana.Allaveganna er það ekki ósjaldan að þeir luma á lín- unni:„Þungur hníf- ud'.Mérfannst reyndar dálitið fynd- ið að kærasti stelpunnar hafði komið með þessa mynd heim af bókasafninu og þau horfðu á hana saman. Voða kósý. Ég sagði henni að þessi mynd væri ekki talin til meistaraverka íslenskrar kvikmynda- gerðar. Það ernú svolítið fyndið að þessi mynd sé einhverskonar frontur fyrir is- land. Éinn helsti áhrifavaldur á íslenska þjóðarlmynd á norðurlöndum kannski? Nei, samt ekki. Grétar Halldór Gunnarsson - blog.central.is/gretarh Lesendur DV eru hvattir tii að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar. Ahoplendur plataöir íslenskir þættir eru allflestir tekn- ir upp mörgum mánuðum áður en þeir em sýndir í sjónvarpi. Ég hafði vissan gmn um þetta en las sann- leikann um það í DV. Þar kom fram að það sem átti að vera „bein út- sending frá Nasa þar sem keppend- ur í Idol sungu“ var búið að taka upp, eflaust löngu búið að taka upp. Þetta er hrikalega pirrandi og nánast móðgun við áhorfendur stöðvarinn- ar. Afhverju segja þeir að þetta sé í beinni þegar þetta er ekki í beinni? Þeir ljúga. Það eina sem er í beinni útsendingu er kosningin sem kynnt er eftir á. Ég fattaði líka að íslenski pipar- sveinninn var löngu búinn að kjósa stúlkuna sína. Vitiði afhveiju ég held það? Vegna þess að enginn heilvita maður hefði kosið stelpuna sem hef- ur verið á forsíðu DV síðustu daga, það er að minnsta kosti mitt álit. Það vantar raunveruleikaþætti sem gerast nokkrum dögum, degi eða klukkutíma áður en hann er sýndur í sjónvarpinu. f Bandaríkjun- um geta framleiðendur svona sjón- varpsþátta ekki leyft sér að taka þetta efni upp mörgum mánuðum fyrirfram. Fjölmiðlarnir og áhorf- endurnir í landinu leyfa það ekki. Skólabúningar í alla skóla Áslandsskóli Lesandinn vill skólabúninga í alla grunnskóla svipað og gert er íÁslandsskóla. Guðbjörg sendi bréf: Áslandsskóli í Hafnarfirði er til fyrirmyndar. Þar hafa foreldrar tekið höndum saman ásamt forsvars- mönnum skólans og klætt öll börn í skólabúninga sem samanstanda af buxum, bol og flíspeysu. Sjálf á ég þrjú börn á grunnskóla- aldri og þarf, eins og gefur að skilja, að kaupa föt á þau öll. Kostnaðurinn við þetta er gífurlegur á ári hverju. Lesendur Ég veit að fyrir foreldra er þetta far- sæl lausn á ákveðnu vandamáli sem snýr að fjárhag heimilisins; því að kaupa skólaföt á bömin sem þau klæðast alla daga í skólanum. Kostn- aðurinn myndi lækka gífurlega og nánast útiloka einelti sem oftar en ekki skýtur upp kollinum í skólan- um. Eineltið er stór partur af öllu þessu. Sum börn eiga ríka foreldra og önnur eiga fátæka foreldra. Tísk- an er komin í grunnskólanna og nú skiptir máli hvort þú klæðist Adidas eða óþekktri merkjavöru. Með skólabúningum útrýmum við einelti sem snýr að fatnaði. Ég óska þess að fleiri grunnskólar á íslandi taki upp þá hefð að nem- endur klæðist skólabúningum. Það er frábært fyrir fjárhag heimflisins, það dregur úr einelti og útilokar tímafrek smávandamál eins og hverju barnið á að klæðast í dag. Svava Sigbertsdóttir elskar ffflalega ís- lendinga í London. Branað í ballettbúning Balletkennarinn minn var veikur um daginn. Skólastjórinn hljóp í skarðið. Og af því að hann er svo heillaður af snjó lætur hann mig sýna hvernig á að skíða. „Áður en við byijum á fyrstu æf- ingunni ætlar Svava að sýna okkur hvað þau gera sér tfl dundurs fyrir norðan." Úti á miðju gólfi, í balletbúning og táskóm þarf ég að taka svigið og sér- staklega brunið. Ef ég gleymi bruninu og geng að stönginni heyrist: „Abbabbab... Hvað með brunið?" Og ég fer aftur út á mitt gólf, beygi hnén og þykist bruna niður brekku. Aldrei hlustar neinn á að ég kann ekkert að skíða. Nú þegar jólin em á næsta leiti er ég látin taka fjárans brunið í öflum tímum. Blessuð jólin. Stökk eftir ballet niður á Oxford- stræti til að kaupa jólagjöf handa dóttur minni. Tók mig tíu mínútur að komast að dyrunum á Hamleys. Imú þurfti ég að taka tvo hringi á fyrstu hæð áður en ég komst að rúllustigan- um. Þrátt fyrir þetta kemst maður auð- veldlega í jólaskap. Ljósadýrð, kór- arnir syngja og fólk er með pakka. Það skemmtilegasta af öllu em samt íslendingamir. Bara af því að þeir em í útlöndum halda þeir að enginn skilji þá og þeir geti látið eins og þeir vilja. Hjón em jafnvel sitt hvorum megin við götuna æpandi: „Djöfull ertu búinn að vera lengi inní þessari bé- vítans Disney-búð!" og „Æ, látm ekki svona. Hættu þessu nöldri og fáðu þér bjór. Ég fer I Selfridges." Elska það. Þetta er það besta við desember, minnir mig svo mikið á heima. Hald- ið endilega áfr am að láta eins og fífl. Gleðilegjól. Allt gekk eins og í sögu Hægri umferð var tekin upp á íslandi sunnudaginn 26. maí 1968. Mikill undirbúningur skil- aði sér í sfysalausum H-degi, eins og dagur umbreytinganna var kallaður. Breytingarnarnar höfðu átt nokkurn aðdraganda og sitt sýndist hverjum. í leiðara Vísis þann 25. maí sagði: „Skoðanir hafa verið skiptar um nauðsyn þessarar breytingar og margir talið því fé, sem til hennar fer, betur varið til ann- arra aðkallandi framkvæmda, e.d. endurbóta á vegakerfinu. En um þetta tjóir ekki að sakast lengur." Síðan er rætt um mikilvægi þess að allir taki sig til og leggist á eitt að gera breytingarnar áfallalausar. „Verði allir einhuga um að fara gætilega og virða sett- ar reglur, mætti svo fara, að um- ferðarbreytingin yrði til þess að bæta umferðarmenninguna. Þá væri hún vissulega ekki til einskis gerð." Ekki er ljóst hvort breyting- arnar hafi framkallað bættari hegðun manna í umferðinni, en dagurinn gekk eins og í sögu. Sunnudagurinn var nokkurs konar æfingardagur fyrir fólk í umferðinni, en fyrst reyndi veru- lega á þegar fólk ók til vinnu að morgni mánudagsins. „Lögreglan varar þó við of mikilli bjartsýni - menn ættu ekki að treysta sér um of. í engu verður þó slakað á með eftirlit í umferðinni," sagði Óskar Óla- son, yfirlögregluþjónn í samtali við blaðamann Vísis. „Vegfar- endur mega ekki halda, að allt sé um garð gengið bara eftir daginn í gær. Það tekur menn lengri tíma að venjast þessu." mótmælagangThafnI M HJÁ LÖGREGLUNNI " ** ,11, “esíte Forsíða Vísis 27. mai 1968 Hægrium- ferð var tekin upp á Is- landi deginúm áður. ^ ^«. Margréf Dana- prfruatsa algnaAist ton > omrkvöldi „Ekki er Ijóst hvort breyting- arnar hafi fram- kallað bættari hegðunmanna í umferðinni"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.