Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2005, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2005, Blaðsíða 38
< 38 MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 Síðast en ekki síst DV Rétta myndin Þrumustuð á kirkjubekknum. DV-mynd GVA. Vestfirskur Munchausen söluhærri en Potter Gísli Hjartarson, rithöfundur á Vestijörðum, er talinn hafa skotið J.K. Rowling, höfundi og skapara Harrys Potter, ref fyrir rass í sölu á nýútkomnum bókum. Á það að hafa gerst í Bókhlöðunni á ísafirði. Bók Gísla: 101 'ný vestfirsk þjóðsaga virðist nú seljast bet- ur en Harry Potter og blendingsprins- inn. Bók Gísla er sú [T»CJ áttunda í röðinni og virðist ætla að slá í gegn eins og fyrri bækur hans. Frá þessu er greint á fréttavefnum Thing- eyri.com. Er sagt frá því að Gísli sé stundum kallaður hinn vestfirski Munchausen en Gísli ritar þjóðsög- ur sem gerast í samtíman- um á Vestfjörðum og fékk hann fyrir þessa útgáfu Vestfirðinga til að benda sér á skemmtilegar sögur úr samtímanum. Sumir hafa kallað þjóðsögur Gísla lygasög- ingin við Munchausen barón eflaust fengin þaðan. Aðrir segja hins vegar sögurnar vera dagsannar. J.K. Rowling Gísli er talinn söluhærri en skap- ari sjálfs Harrys Potter. ur og er teng- M, i Hjartarson I Hinn vestfirski I Munchausen. Hvað veist þú um jólatré 1. Hvert er algengasta jóla- tréð sem íslendingar kaupa? 2. Hversu mörg kaupum við árlega? 3. Hvaðan koma þau flest? 4. Hver er algengasta stærðin? 5. Hvað eru jólatré lengi að þorna upp? Svör neðst á síðunni Hvað seqir mamma? „Mamma segir allt gott," segir Rósa Sigurð- ardóttir, móðir Krist- ínar Rósar Hákonar- dóttur, ókrýndrar sunddrottn- ingar Islands og nýútnefndrar íþróttakonu ársins 2005. „Kristln hefur alltafverið óskaplega stillt og prúð. Voðalega þolinmóð og róleg en samt haft heilmikið keppnis- skap sem hefur sýntsig ígegnum árin. Hún errosalega metnaðargjörn og hefur gífurlegan sjálfsaga, sem hún þarftil að geta staðið sig eins og hún er búin að gera. Ég er afskaplega hreykin afhenni." Rósa Sigurðardóttir er móðir Kristínar Rósar Hákonardóttir. Kristín Rós var útnefnd iþrótta- kona ársins af Iþróttasambandi fatlaðra á dögunum. Hún hefur hlotið þann titil samfleytt frá árinu 1995. MaMn aiaö hattlna Cnca-Cnla Cowboy „Fyrsta hattinn eignaðist ég 17 ára árið 1970. Þjóðþekkt söngkona, Ingi- björg í GB, gaf mér hatt föður síns. Ég var þá með krullað hár eins og Róbert Plant og hún taldi að hattur ætti heima á þessu höfði," segir maður- inn með hattinn - stjömublaðamað- urinn, rithöfundurinn, sjónvarps- maðurinn og ritstjórinn Reynir Traustason um hattaáráttu sína. Hann er líklega einn þekktasti hattamaður íslands og rekur hér hattasögu sína í stómm dráttum. Ingibjörg í BG fór sem sagt í hatta- safn föður síns, Guðmundar Guð- mundssonar sægreifa sem átti Gugguna, og gaf Reyni forláta hatt. Reynir var með hann stoltur þar til hann týndist eftir nokkra mánuði á einhveíju randinu. Síðan liðu árin en þama var grunnurinn lagður. „Hattaáráttan braust svo fram mörgum árum seinna af fullum þunga þegar ég var að vinna á gamla DV. Mér áskotnaðist hattur sem ekki var mikill fyrir hatt að sjá. Barðalítill. Mér er minnisstætt; ég setti hann upp þegar við hjónin ætluðum í Bónus. Konan stillti sér upp í dymn- um spurði: „Ætlarðu svona?" Ég sagði svona lágt: „Já, ég ætla svona." Hún sagði aftur: „Ætlarðu virkilega að vera svona?" Ég sagði nei og setti hann út í bíl. En fékk að nota hann þar sem hún var ekJd með í för." Indjánahöfðingi hvæsir á Reyni Reynir segir að hann hafi þá dreymt um barðastóran hatt, leitað víða en það var ekki fyrr en í Seattle USA sem hann fann góðan hatt. „Þá var ég með Jóni Grímssyni sem fór með mig í veiðafærabúð og þar var þessi fíni hattur með fjöður." Nú fóm hattamir smám saman að safiiast upp. Reyni fékk óviðráð- Reynir Traustason Á orðið mikið safn hatta og vaxandi. Margir hattanna kalla fram ævintýrlegar sögur um það hvernig þeir komust I eigu Reynis. DV-myndir GVA anlega löngun í ljósbrúnan hatt og hann fékkst í Minniapolis. „Ég var þá að skrifa sögu drottn- ingarinnar Lindu, var að rápa um miðborgina og sá þá sölubúðir indjána. Ég fýlltist samviskubiti sem hvíti maðurinn og ætlaði að kaupa mér fjaðraskraut. En þá sé ég hið mesta úrval hatta sem ég hafði séð. Þeir vom að selja kúrekahatta og ég keypti draumahattinn. Skömmu eft- ir að ég kem þaðan með hattinn, sem var dýr og af minni lrálfu að vissu marki skaðabætur, geng ég fram hjá indjánahöfðingja sem situr á gangstéttarbrúninni og reykir hass. Þegar ég er kominn spölkorn hjá hvæsir hann á mig: Coca-Cola Cow- boy. Svona getur misskilningurinn orðið." Rauður hattur vekur skelfingu En lengst er sagan af því hvernig Reynir eignaðist rauða hattinn. Hún verður sögð síðar enda efni í smásögu. En þann hatt fékk hann í Vinnufatabúðinni og var fjögur ár að safna kjarki í að kaupa. „Svo birtist ég við kvöld- verðarborð fjölskyldunnar með hattinn og var sú ein- hver magnaðasta stund sem ég hef upplifað: Neyðarópin vom samhljóða. Hvað er nú í gangi? Þetta væri skelftng. Skilaboðin vom klár. Engar máJamiðlanir. Þessi hattur hvflir uppi á hillu með hin- um en aldrei brúkaður opin- berlega nema ég lét, af því að það em að koma jól, mynda hann í leiðaraopnu Mann- lífs. Fjölskyldan flettir liratt þar yfir. En þetta er Stetson og mér sámaði gríðarlega þegcir einhver Eiríkur hringdi inn í DV og sagði að hatturinn minn væri ljótur. Ég á marga hatta." jakob@dv.is GOTT hjá Jóni Hákoni Ágústssyni veitingamanni á Bíldudal að láta ekki bjóða sér að olíufélagið á staðnum komi fyrir risavöxnum mengunar- haug rétt við dyrahelluna hjá honum. Svörviðspumingum: 1. Normannsþinur. 2. Um tuttugu þúsund. 3. Frá jólatrjáaræktendum á Jótlandi i Danmörku. 4. Frá 176 sm upp (2 metra. 5.Tvær til þrjár vikurán umönnunar. Krossgátan Lárétt: 1 leynd, 4 kyrrt, 7 aumingja, 8 sælgæti, 10 áflog, 12 muldur, 13 glöggur, 14 starf, 15 arf- beri, 16 öskra, 18 megn- uðu,21 óðum,22 matur, 23 gort. Lóðrétt: 1 vökva, 2 planta, 3 fugl,4 kver,5 fæddu, 6 kvendýr, 9 gét- ur, 11 fljót, 16 amboð, 17 ágæt, 19 kerald,20 neð- an. Lausn á krossgátu ddnoj 'euue6L'e9B L l 'po 9 l 'iobjs l L 'Je>|Jo 6 ójjl 9 'n|o s 'jnöuipu y'neöjnjæu £ 'jjn z'6o| i iijajgon ’dnej íz 'ie*J ZZ 'ujniu|o L3'nje6 81 'e6jo 9 l 'ua6 s i 'efei y l 'JAtjs £ i jmn z L 'jsnj o l 'Jlo6 8 'NjæJ L 'Uoj y 'une| l Veðrið wmgm msmsm — :'-:.!da9 \ appu A morgunm v r.ola -3 G°la ' “Síokturvrdu C2K i&' m 1 <&> 4 .. 3:, ^Cola- 3 4 4 Nokkur *tit 3 1 4 4 — Strekkingur CJ / -1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.