Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2006, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2006, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDACUR 2. FEBRÚAR 2006 Sport DV Spænska blaðið AS segir spænska stórliðið Real Madrid ætla sér að kaupa sex unga leikmenn í sum- ar og eyða í þau kaup 7,6 milljörðum íslenskra króna. Sá frægasti og dýrasti á innkaupalistanum er Svíinn Zlatan Ibrahimovic sem nú leikur með Juventus á Ítalíu. Real Madrid leitar uppi framtíðarmenn félagsins Það hefur lítið gengið hjá spænska liðinu Real Madrid undanfar- in tímabil. Real Madrid, sem vann Meistaradeildina þrisvar sinnum á árunum 1998 til 2002, hefur ekki unnið titil á Spáni síðan 2003 og spilamennska liðsins hefur oft á tíðum verið óskiljanleg þar sem með liðinu spila margir af eftirsóttustu knattspyrnumönnum heims. Spænska íþróttablaðið AS segir yf- irmenn Madrídarliðsins samt vera stórhuga sem fyrr og ætli sér að krækja í nokkra af efnilegustu leikmönnum heims. Þeir hafa þegar keypt til sín þrjá unga leikmenn, tvo Brasilíumenn í sum- ar og svo vandræða-ítalann Antonio Cassano frá Roma á dögun- um og æda þeir að fullmóta framtíðarlið sitt í sumar. I Breytingar á Bernabeu I Það er Ijóst að talsverðar I breytingar verða á liði Real I Madrid I sumar. DV-mynd I Nordicphotos/Getty Images Uppsláttur spænska blaðsins AS var þannig í gærmorg- un. „2006-planið: Ibrahimovic og fimm ungar stjörnur." Efstur á umræddum lista AS er sænski ffamherjinn Zlatan Ibrahimovic sem blaðið segir að eigi að spila við hlið Brasil- íumannsins Ronaldo í framtíðarliði Real Madrid. Zlatan er einn af sex ffamtíðarmönnum Real Madrid samkvæmt heimildum blaðsins. Hinir eru Ashley Cole hjá Arsenal, Xabi Alonso hjá Liverpool, Christian Poulsen hjá Schalke, Lukas Podolski hjá Köln og 19 ára miðjumaður spútnikliðsins Osa- suna, Raul Garcia. Kostar vel yfir þrjá milljarða AS segir að Real Madrid hafi um 100 milljónir evra til þess að endurbæta leikmannahópinn en það eru um 7,6 milljarðar íslenskra króna. Þar af telur blaðið að rétt tæplega helmingur þeirrar upphæðar fari í að kaupa Svíann snjalla frá ítölsku meisturunum í Juventus. Zlatan hefúr staðið sig frábærlega með liði Juventus í ítölsku A-deiIdinni síðan hann kom til liðsins fyrir einu og hálfu ári síðan og það gæti því orðið erfitt fyrir Real Madrid að kaupa hann frá ítalska liðinu. Einnig hafa fróðir menn efast um getu Madrídar- liðsins til að eyða slíkum upphæðum því félagið hefur glfmt við miklar skuldir undanfarin ár. Það er líka ljóst að hinir leikmennirnir á þessum merkilega lista eiga einnig eftir að kosta sitt og félagið þarf örugglega að punga út rúmlega 700 milljónum fslenskra króna fyrir hvern og einn. onio Cassa- 4 no til sín frá Roma en . hann verð- F- ^ ur aðeins 24 ára í sumar. Nú er aðsjáhvortRealMa- drid nái að byggja 3ppP^H®%2>; upp lið sem kemur félaginu aftur á toppinn þar sem það hefur verið svo oft í gegnum tíðina. ooj@dv.is Stórstjörnurnar að eldast Stórstjömur Real Madrid hafa verið að eldast og liðið hefur þegar „losað" sig við leikmenn eins og Femando Hi- erro og Luis Figo sem vom í stómm hlutverkum þegar liðið vann Evróputitilinn þrisvar sinnum á fimm ámm. Á þessu tímabili hefur einnig mátt greina elli- merki á mönnum eins og Zinedine Zida- ne og Roberto Carlos auk þess sem meiðslavandræði Ronaldo væm nóg til að gera flesta þjálfara gráhærða. Þjálfarar Real Madrid hafa reyndar stoppað stutt við að und- anförnu sem hefur verið táknrænt fyrir þau vonbrigði sem liðið hefur valdið á undanförn- um þremur tímabilum. Undir 26 ára en komnir með reynslu AS segir þegar ljóst að Ashley Cole muni leysa af Brasilíu- manninn Roberto Carlos og Daninn Christian Poulsen komi f stað landa síns Thomas Gravesen á miðju liðsins en bæði Carlos og Gravesen em á fömm frá liðinu í sumar. Þá talar blaðið um að allir þessir leikmenn á innkaupalistanum séu undir 26 ára en séu jafnframt komnir með mikla reynslu. Síðustu kaup Real Madrid hafa stutt þá kenningu að félagið sé að huga að framtíðinni. Fyrir tímabilið vom tveir af efnilegustu leikmönnum Brasilíu, Robinho og Julio Baptista, keyptir til liðsins og á dögunum fékk félagið Ant- Marki fagnað með Juve Það er Ijóst að ítölsku meistararnir I Juventus sleppa Svíanum Zlatan Ibrahimovic ekki svo auðveld- lega.DV-mynd Nordicphotos/AFP I CKSiiíTí/iN Pfí Land: Danmörk Aldur: 25 ára (28. feb. 1980) Hæð/Þyngd: 182 sm/76 kg Lið: Schalke í Þýskalandi Staða: Miðjumaður Hlutverk: Kemur ístað Thomas Gravesen r**\ j* í Land: England Aldur: 25 ára (20.des. 1980) Hæð/Þyngd: 172 sm/67 kg Lið: Arsenal í Englandi Staða: Vinsti i bakvörður Hlutverk: Kemur í stað Roberto Carlos Land: Spánn Aldur: 24 ára (25. nóv. 1981) Hæð/Þyngd: 183 sm/75 kg Lið: Liverpool í Englandi Staða: Miðjumaður Hlutverk: 'faka við af Zinedine Zidane Land: Þýskaland Aldur: 20 ára (4. júní 1985) Hæð/Þyngd: 180 sm/80 kg Lið: Köln í Þýskalandi Staða: Framherji Hlutverk: Taka viö af Ronaldo Land: Spánn Aldur: 19 ára (11. júlí 1986) Hæð/Þyngd: 183 sm/80 kg Lið: Osasuna Staða: Miðjumaður Hlutverk: Hinn nýi Raúl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.