Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2006, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2006, Side 16
76 FIMMTUDAGUR23. MARS2006 Sport DV Framarinn Sigfús Páll Sigfússon er kannski bara nýorðinn tvltugur en hann er engu að síður leikstjómandi toppliðs DHL-deildar karla í handbolta og hefur vakið mikla athygli fyrir frábæra frammistöðu í vetur. Hann er hvorki hávaxinn né reynslumikill og er sjaldnast meðal markahæstu manna Fram en mikilvægi hans fyrir liðið fer ekki fram hjá neinum sem sér Framara spila. „Þó að menn skori eitthvað meira en ég og líti kannski betur út þá veit ég best sjálfur þegar ég á góðan leik og það er nóg fyrir mig,“ seg- ir Sigfús Páll Sigfússon, sem stjórnar sóknarleik Framliðsins sem hefur unnið 16 af 21 deildarleik sínum í vetur og er með eins stigs forskot í efsta sætinu þegar fimm umferðir eru eftir. „Það eru enn tíu stig eftir í pottin- um og við eigum lúmskt erfiða leiki eftir. Við ætlum að einbeita okkur að leikjum sem við eigum eftir en ekki því sem er í gangi í fjölmiðlum. Við höldum að Haukar kiári sitt og þá verðum við að klára okkar," segir Sig- fús en næstu tveir leikir Framliðsins eru gegn tveimur af þremur neðstu iiðunum, Þór og Selfoss. f góðu skapiþegargengur svona vel Sigfus er ánægður með Sverri Bjömsson sem kom til liðsins fyrir tímabilið. „Það er mjög gott að hafa fengið Sverri því hann duglegur að hvetja menn og svo er bara góð sam- staða í hópnum. Menn em líka alltaf í góðu skapi þegar gengur svona vel,“ segir Sigfus Páll sem er ekkert búinn að missa einbeitingu þrátt fyrir tvo góða sigra á Stjömunni og KA í síð- ustu leikjum.. Sigfús skoraði fimm mörk í báðum leikjum og spilaði mjög vel. Væri frábært að hafa Jón Björgvin Sigfús Páll lék með Framliðinu framan af vetri í fyrra en meiddist síðan illa á öxl og Jón Björgvin Pét- ursson var settur á miðjuna með góðum árangri. Hlutskipti þeirra breyttust í vetur, nú meiddist Jón Björgvin og Sigfús hefur blómstrað á miðjunni í hans stað. „Ég var í sam- keppni við Jón Björgvin en svo meiddist hann. Ég bjóst ekki við því fyrirfram að fá að vera í byrjunarlið- inu því Jón Björgvin var búinn að spila svo vel árið á undan. Það væri frábært að hafa hann í okkar liði í dag,“ segir Sigfús Páll. Breiddin er ekki mikil í hópn- um „Breiddin er ekki mikil í hópnum eins og stendur en það kemur alltaf maður í manns stað og þegar Sergei var veikur gegn KA þá stóðum við okkur frábærlega," segir Sigfús en Fram vann KA með tíu marka mun þrátt fyrir að Íeika án Úkraínu- mannsins. Það er dæmi mn hvernig Framliðið hefur eflst við hverja raun í vetur. „Við erum í toppformi og þeg- ar kernur inn á lokamínútur leikj- anna þá erum við oftast sterkari. Við erum búnir að vinna mjög marga leiki á síðustu metrunum," segir Sig- fús sem gerir sér grein fyrir sinni stöðu í liðinu. „Ég ber ábyrgð á sókn- arleiknum og Sverrir stjómar vamar- leiknum. Guðmundur hefur falið mér það hlutverk að stjóma sókninni okkar og í þeim leikjum sem við höfum tapað í vetur þá hef ég bara verið lélegur," segir Sigfús sem tekur tapleikina greinilega á sig. Ekki nægilega góður horna- maður „Ég var aðeins settur í homið en ég er bara ekki nægilega góður homamaður og er miklu betri í því að spila upp félagana. Þegar ég var yngri þá gat ég aldrei skotið en eftir að menn fóm að bakka á mig þá varð ég að kunna að skjóta. Ég verð að þakka vini mínum, Einari Jónssyni, sem tekur mig mikið í skotæfingar og hef- ur hjálpað mér mikið," segir Sigfús sem býr yfir skemmtilegum und- 2. flokkurinn að heltast úr lestinni Sigfús er enn í 2. flokki en spilar lítið með sínum flokki vegna annríkis með meistara- llokknum. „Deildin hér heima er orðin svo ung að það em meira að segja 4. flokks strákar að fá að spila. 2. flokkurinn er líka bara að heltast úr lestinni og menn em eiginlega að fara í meistaraflokk eftir 3. flokk," segir Sigfús sem er einn af fjöl- mörgum 2. flokks- strákum sem em í lyk- ilhlutverkum hjá smúm flokkum. Heldur mest upp á Balic og Lövgren „Ivano Balic hjá Króa- tíu og Stefan Lövgren í Svíþjóð em uppáhaldsleik- mennimir mínir. Balic er frábær ein- staklingur og gerir hlutina oft upp á sitt einsdæmi og það er gott að geta gert það. Lövgren er miklu meiri spiiari og vinnur rosa- lega vel fyrir liðið," segir Sigfús Páll sem ætlar sér að taka það besta frá hvor- um og það væri ekki slæm blanda. „Ég verð að styrkja mig meira og verð líklega hér heima í tvö til þrjú ár í viðbót en síðan heillar mig að komast í danska eða þýska boltann." ooj@dv.is Á FULLRI FERÐ MEÐ FRAMLIÐINU SIGFÚSPÁLL SIGFÚSSON ER ÓHRÆDDURAÐSÆKJA ÁSÉRSTÆRRIOGSTERKARIMENN. „Guðmundur hefur falið mér það hlutverk að stjórna sókninni okkar og í þeim leikjum sem við höfum tapað í veturþá hefég bara verið lélegur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.