Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2006, Blaðsíða 12
HVERNKS
1ÝPAÁHE1MAHÉR#
( SIRKUS HWK KfMR í HEIMSðKli1
SIRKUS RVK ELSKAR AÐ FÁ AÐ KÍKJAINN TIL FÓLKSINS í LANDINU,
ÞAÐ ER FORVITNILEGT OG SPENNANDIAÐ SJÁ HVAÐ ÁLITSGJAFINN
GETUR. AÐ ÞESSU SINNIFENGUM VIÐ AÐ LÍTAINNTIL MAGNAIÁ
MÓTISÓL OG FJÖLSKYLDU. HÚN JÓNA OTTESEN í GYLLTA KETTIN-
UM ER ÁLITSGJAFINN AÐ ÞESSU SINNIOG HAFÐIHÚN GAMAN AF
AÐ GETA SÉR TIL UM HEIMIUSFÓLKIÐ (SKERJAFIRÐI.
„Við erum búin að búa hérna í svona hálft ár" segir Magni söngvari í Á móti sól. „Við erum búin að búa hár síðan litli fæddist, það var verið að
græja íbúðina á meðan hann var að búa sig undir að koma í heiminn. Þetta er alveg æðislegt, akkúrat það sem við vildum, pínku lítil björt
íbúð í Skerjafirðinum. Þetta er eins og að búa upp í sveit, það er bara ein leið inn í Skerjafjörðinn svo það er hægt að setja hlið til að halda ut-
anaðkomandi í burtu"segir Magni og hlær. „Þetta er svo einangrað og algjör paradís á sumrin, maður verður ekkert var
við flugvöllinn. Við ætluðum að hafa þetta aðeins meira minimalískt en síðast, við gerðum allt sjálf, rifum allt út
°9 Qetdum allt saman á svona 10 dögum. Það er dugnaður i sveitinni, vinir og vandamenn að hjálpa til og
H|k tengdamamma að flísaleggja" segir Magni sem á góða að. „Við vildum hafa þetta afslappað, hvítt og ekki
mikið af dóti en það þýðir ekkert að ákveða að hafa lítið dót í kringum sig ef maður á barn. Það er al-
gjört rugl, allsstaðar þar sem hægt er að leggja frá sér eitthvað þar er eitthvað" segir Magni hress í
H bragði. Eyrún er frá Egilsstöðum og ég er frá Borgarfirði eystri, við erum eins langt að austan og
■ maður getur verið en við fluttum í Skerjafjörðinn fyrir 6 árum, bjuggum þremur húsum neöar"segir
■ Magni sem hefur í mörgu að snúast. „Við erum ennþá duglegasta hljómsveit á íslandi og erum að
V leggja lokahönd á páskatúrinn okkar, það verður algjör geðveiki. Svo er núna á laugardaginn Aust-
wm firðingaball á Players, það er skemmtileg samkoma, þar verða Sue Ellen og Dúkkulisurnar. Ég er aust-
firðingur svo að ég fæ að vera meö og við klárum þetta, það þekkjast allir og þetta endar alltaf í
Jjjjj^r rugli"segir Magni sem leggur til að allir kíki á Players um helgina.
HERBERGI
Ótrúlega fallegt og bjart herbergi þar sem græni liturinn gefur vissa ró og sjarma. Hæfilegt kæru-
leysi og hlýja, er mest hrifin af því hvað það er bjart hjá þeim, það er bara komið sumar hjá mér
núna. Ég mundi segja að hér byggi par þar sem rúmið er í miðjunni svo allir komist þægilega upp í
á kvöldin. Þau eru kannski í sinni annarri íbúð þar sem þau hafa þurft að stækka við sig þegar lítið
kríli kom í heiminn. Eða kannski tvö, ekki alveg viss en það eru tvö barnarúm, eitt fyrir það eldra og
svo sætt bastrúm eða hvað? er ekki alveg viss...
ELDHÚS
Fallegt og stílhreint eldhús, kannski aðeins of kalt fyrir minn smekk en ótrúlega grand.
Gaman að sjá að það er eldhúsborð og greinilega lagt upp úr kvöldverða rstund með
fjölskyldunni. Get alveg ímyndað mér fjölskylduna sitja saman að spjalla um daginn og
borða góðan mat, svo kannski um helgar borða þau inni f stofu fyrir framan sjónvarpið.
Liturinn hérna er líka flottur og passar einstaklega vel inn I þetta eldhús. Það er allt
saman á sínum stað og vel skipulagt, ég er að vísu ekki mikið hrifin af flísum þar sem gólf-
ið er alltaf svolítið kalt. En ef að það er hiti I flísunum þá er þetta algjör draumur í dós.
STOFA
Þetta er lítil en rosalega vel skipulögð íbúð, hér nýta þau plássið sem stofu og borðstofu sem er alveg upplagt. Það
er líka bjart hér sem er æðislegt og mér sýnist þau vera á jarðhæð. Ef svo er þá væri upplagt fyrir þau að hafa opið
út í garð til að geta grillað og leyft krökkunum að leika sér í garðinum á surnrin. Það væri draumur... ekki satt?
Þau eru greinilega stílhrein og leggja upp úr því að hafa frekar minimalískt heldur en of mikið af hlutum, það er
ákveðinn stíll á öllu og vel hugsað út í hvernig allt passar saman. En þrátt fyrir að þau vilji hafa stílhreint missa þau
sig ekki í vitleysunni því þau hafa myndir af vinum og vandamönnum, blóm og smávegis af skrauti. Fallegt og
gaman væri að vera boðið í grillpartý í sumar.
HVER BÝR ÞARNA?
Það er bókað mál að hér býr barn eða börn, var ekki alveg með það á hreinu. Með barninu eða börnunum búa foreldr-
arnir eða allavega par... maður veit aldrei í dag svo ég segi bara par með barn eða börn. Mér finnast litirnir í svefn-
herberginu og eldhúsinu fallegir og skemmtilegt þegar fólk kryddar aðeins upp á herbergin með litum... Þau hafa ekki
misst sig en litimir gera mikið. Þau leggja áherslu á að hafa fallegt og stílhreint og búa i mjög bjartri íbúð sem er alveg
æðislegt. Hvar þau búa er ég ekki viss um en kannski miðsvæðis eða í Vesturbænum eða kannski bara í Garðabæ. Úff get
ekki alveg sagt hvar...