Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2006, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2006, Blaðsíða 20
ROilJNG STONES PLÖTUSNÚÐARNIR DEEP DISH KOMA HINGAÐTIL UNDS A NÆSTU DÖG- UM OG HALDA TÓNLEIKA A NASA12. APRÍL. HEIÐAR HAUKSSON OG GRÉTAR G FLYTJA ÞESSA MEISTARAINN SEM HAFA UNNIÐ MEÐ SKÆR- USTU STJÖRNUM HEIMS. „Það er mikill markaður fyrir klúbbatón- list á íslandi," segir Heiðar Hauksson, sem ásamt Grétari G í Þrumunni flytur inn plötu- snúðana í Deep Dish og munu þeir spila hér á landi miðvikudaginn 12. apríl. „Við erum með fyrirtækið Flex Music sem við stofnuð- um fyrir ári síðan og höfum verið að flytja inn fullt af heimsþekktum plötusnúðum," segir Heiðar. VINNA MEÐ MADONNU OG ROLLING STONES Strákarnir í Deep Dish eru stórir í heimi House og teknó-tónlistar. Saman hafa þeir endurhljóðblandað lög eftir fjölda lista- manna á borð við Madonnu, Rolling Stones, Depeche Mode, Dido, Janet Jackson og Justin Timberlake. Deep Dish samanstend- ur af tveimur plötusnúðum sem koma frá Washington DC & Iran og kalla sig Ali & Sharam. FYLLA NASA Þeir Heiðar og Grétar hafa haldið klúbbakvöld á Nasa með reglulegu millibili. Hann segir þau hafa verið vel sótt enda vandi þeir valið á plötusnúðum. „Við höfum verið að fá fimm til átta hundruð manns á þessi kvöld hjá okkur,“ segir Heiðar. Hann segist sjálfur vera mikið fyrir þessa tegund tónlistar en hlustar þó á allt mögulegt. „Grétar matar mann á því nýjasta í þessu," segir Heiðar. HITTI DEEP DISH Heiðar er mikill aðdáandi þeirra Deep Dish-manna og gerðist meira að segja svo frægur að hitta þá í sumar. „Ég fór á hátíð í London þar sem eru sex 20.000 manna tjöld með ýmsum DJ-um. Þeir voru að spila þar og ég fór með félaga mínum baksviðs og var á sviðinu með þeim meðan þeir voru að spila," segir Heiðar. Hann bendir þó á að hann hafi ekki verið í fremstu víglínu með þeim á sviðinu heldur haldið sig bakatil og rætt við þá meðan þeir skiptust á að spila. BÍLASALIÁ DAGINN Heiðar er þó ekki einungis tónleikahald- ÞAÐ ER MARGT SEM HUGURINN GIRN- IST OG SIRKUS RVK ÓSKAR SÉR OG LÆTUR SIG DREYMA UM 6 FALLEGA HLUTI. ÞESSIR HLUTIR ERU FYRIR KONUR 0G KARLA OG HVERN SEM ER. ORIGINS f LYF 0G HEILSU ER ORIGINS HÚÐSLÍPI- MEÐFERÐ A MÖGNUÐU TILBOÐI, 3.882 KR. ' sniðuggræjaA ENGAN PENING ÚR TIGERA400KR. ARABIO FINLAND MOMÍNALFALÍNANÚR BÚSAHÖLDUM f KRINGL- UNNIA 1.740 KR STYKKH). SUDOKU-LEIKUR FYR IRALLA,FÆSTlBTOG ERA2.990.KR HEIÐAR OG GRÉTARG LOFA GÚBU STUÐIA NASA 12.APRÍL ari heldur starfar hann sem sölumaður hjá B&L á daginn. „Á kvöldin liggur maður svo yfir ímeilum og er að díla við þessar um- boðsskriffstofur þarna úti," segir Hejðar ferskur á því. Hann segir að enginn verði svikinn sem mætir á þessa uppákomu á Nasa og bendir á miðasölu sem fram fer í Þrumunni við Laugaveg. SHS MAMMÚT MED OTGAFUTÓNLEIKAOG UPPHÍTUN MAMMÚTMEÐ MÖRGJÁRNÍ ELDINUM 20 Mammút kemur sterk inn í páskamán- uðinn og mun bandið sjá vel um aðdáendur sína sem og tónlistar- fólk yfir höfuð. Mánu- daginn 3. apríl kemur fyrsta breiðskífa sveit- arinnar út hjá Smekk- leysu og í tilefni af því mun sveitin halda útgáfutón- leika í Iðnó 5.apríl kl.21. Fyrir áhugasama er hægt að komast yfxr miða í plötubúð Smekkleysu á Laugavegi. Að sérstakri beiðni dEUS mun Mammút sjá um upphitun á tónleikum þeirra í Reykjavík á Nasa fimmtudaginn 6. apr- íl. Tónleikar dEUS í Reykjavík eru íiður í Pocket Revolution tónleikaferð sveitar- innar og var bandið stofnað í Belgíu árið 1991. Þeir eiga ýmsa indí-smelli á borð við Suds and Soda, Little Arithmetics, Serpentine og fleiri. Mammút verð- ur sérlegur gestur í út- varpsþættinum Frank, á X-inu á mánudags- kvöldið í tilefni af því að nýja skíf- an þeirra verður plata vikunnar. Fyrir grúpppíur og grúppgæja bendir Sirkus RVK á að fylgjast vel með tónleik- um sveitarinnar Mammút á myspace.com/mammut. Þar er einnig hægt að Jilusta á lög með þeim. Fyrir aðdáendur dEUS er hægt að fylgjast með þeim á vefnum deus.be.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.