Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Side 2
36 FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ2006 Sport OV Shevchenko sá sjöundi dýrasti Chelsea héfur keypt Andri Shevchenko frá AC Milan fyrir 31 millj- ón punda eða rúma 4,1 milljarða íslenskra króna. Aðeins sex aðrir knatt- spyrnumenn hafa verið keyptir fyrir meiri pen- ing en sá dýrasti er Frakk- inn, Zinedine Zidane, sem fór fyrir 44 milljónir punda frá Juventus til Real Madrid. Shevchenko eru þriðju kaup Jose Mour- inho til Chelsea en áður hafði hann krækt sér í þýska landsliðsfyrirliðann, Michael Ballack, frá Bayern Munchen og Salomon Kal- ou frá Feyenoord. Allt eru þetta leikmenn sem spila svipaða stöðu og okkar maður, Eiður Smári Guð- johnsen, og því er nokkuð ljóst að íslenski landsiiðs- iýrirliðinn mun reyna fyr- ir sér á nýjum stað næsta vetur. Aðalleikur sumarsins Valur tekur á móti Breiðablik í toppslag Lands- bankadeildar kvenna á Val- bjarnarvellinum á laugar- daginn. Liðin hafa bæði unnið þrjá fyrstu leiki sína, Valur með markatölunni 22-0 og Blikar með marka- tölunni 15-1. Að flestra mati eru tveir úrslitaleikir á ís- landsmótinu og þetta er sá fyrri. Sá síðari verður þegar þessi tvö lið mætast á Kópa- vogsvelli í seinni umferð- inni. Blikar unnu Val 5-1 í meistarakeppninni á dög- unum og 2-1 í úrslitaleik deildarbikarsins og vann alla þrjá leiki liðanna í deild og bikar á síðasta tímabili. Valskonur hafa því harma að hefna. TryggirDetroit séroddaleik? Miami Heat tókst ekki að klára úrslitaeinvígi Austur- strandar NBA-deildarinnar í körfubolta þegar liðið sótti Detroit Pistons heim í fjórða leiklið- anna í fyrra- kvöld. Miami var komið í 3- 1 og þurfti að- eins einn sig- ur til viðbótar. Detroit vann leikinn 91-78 og sýndu enn og sönnuðu að það er ekkert grína að slá Pistons-menn út. Detroit hefur nefnilega unnið 11 af 13 leikjum sínum síðustu fjögur ár þar sem tap hefði þýtt að tímabilið væri búið. Þar með hefur liðið unnið alla þrjá slíka leiki í þessari úrslitakeppni. Liðin mætast í kvöld í Miami og nú er sjá hvort seigla Pistons-liðsins færi þeim oddaleik í Detroit á sunnudaginn. Sagan endalausa um Eið Smára Guðjohnsen heldur áfram. Nú þykir nokkuö víst að hann sé á leiðinni til Spánar en Barcelona og Real Madrid hafa helst verið nefnd í því samhengi. Algert fjölmiðlafár ríkir á Spáni um íslenska landsliðsfyrirliðann og keppa blöðin um að birta fréttir af máli hans á forsíðum sínum. Spænskt fjölmiðlafár um EiðSmáram Spænskir fjölmiðlar hafa verið duglegir að birta fféttir af lands- liðsfyrirliðanum, Eiði Smára Guðjohnsen, sem hefur verið þrá- látlega orðaður við Evrópumeistara Barcelona. Nú er hann einn- ig sagður vera á leið til Real Madrid í skiptum fyrir Roberto Carlos og nýjasta nýtt er að Hernan Crespo sé einnig á leið til Barce- lona. Fyrsti kostur er Diego For- lan. Annar er Eiður Smári- Þriðji kostur er svo Hernai Crespo. Þannig stillti spænska íþróttablaðið Sport upp óska- lista Evrópumeistara Bar- celona um eftirmann Henrik Larssons í gær. Aðeins degi áður hafði annað íþrótta blaö, E1 Mundo, sg sett Eið Smára á forsíðu sína jfS við hlið Diego Forlan og sagt að þeir gætu » jafnvel báðir verið á leið til félagsins. hjá félaginu, en Eiður Smári mun vera á óskalista Bar- celona fyrir tilstilli knatt- spyrnustjórans, Frank Rij- kaards. Launalækk- un Það Klárað í næstu viku? Arnór Guð- johnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára, sagði g í viðtali við síðar- nefnda blaðið að viðræður væru á viðkvæmu stigi og ekkert væri hægt að segja um mál- ið fyrr en í upp- hafi næstu viku, í fyrsta lagi. Samkvæmt því ætti að draga til tíðinda þá. Sport segir að Hernan Crespo gæti orðið fýsilegur kostur fyr- ir Barcelona og sé fyrsti kostur Txiki Begiristain, yfir- manns íþróttamála » ur þo ljost laun og hann fékk hjá Chelsea en E1 Mundo leiðir líkur að því að hægt væri að bjóða honum hag- stætt bónuskerfi í stað- inn. Sem stendur er Eið- ur Smári með á sjötta milljón króna í vikulaun, samkvæmt fréttum síðustu daga og vikna. Enskir fjölmiðlar greindu svo frá því í gærmorgun að for- ráðamenn Chelsea hafi boðið Real Madrid Eið Smára í skiptum fyr- ir bakvörðinn knáa, Roberto Car- los, sem hefur lengi verið orðaður við Englandsmeistarana. Þær frétt- ir féllu þó skuggan Eiður Smári Guðjohnsen Hefur væntanlega leikiö sinn síðasta leik i búningi Chelsea. Nordic Photos/Getty Forfán Semstend- ^ ur er Eiður Smári með á sjöttu milljón króna í vikulaun, sam- kvæmt frétt- um síðustu daga og vikna. fyrrakvöld. Koma hans þýð- ir, svo ekki verður um villst, að Eiður Smári er ekki í fram- tíðarplönum Jose Mourinho, knattspyrnustjóra liðsins. Saviola í skiptum? Sem fýrr segir er Úrúgvæinn, Diego Forlan, fyrsti kostur Bör- sunga sem eftirmaður Lars- sons. Samkvæmt fregnum virðist þó bera langt á milli samningsaðila en forráða- menn Villarreal vilja fá 23 milljónir evra fyrir kapp- ann á meðan að Börsung- um finnst átta milljón- ir nægilega mikið. Þeir munu að vísu vera tilbún- ir að bjóða Javier Saviola í skiptum fyrir Forlan en Saviola var í vetur lán- aður til Sevilla þar sem hann þótti standa sig afar vel, enda varð liðið Evrópumeistari félags- liða. eirikurst@dv.is af komu Andryi Shevchenko til Chelsea í Stjórn Skagamanna styður við Ólaf Þórðarson Umnjonserorape CÍTftETroSf ej menlsco y se perderá el WJ° * Plan ’wÍmHS ”“æMo w,>,l■ "“""“‘Hwslnononefaun |§ombazo Navarro Skagamenn . hafa verið mikið í umræðunni í sumar, fýrst biðu menn spenntir eftir sjá hvað týndu synirnir (Þórður Guðjónsson, Bjarni Guðjónsson, Arnar Gunn- laugsson) gerðu fýrir liðið, svo var það skelfilegt gengi liðsins í upphafi og óvissan um framtíð Ólafs Þórð- arsonar sem kom Skagamönnum á milli tannanna á knattspyrnuá- hugamönnum og nú síðast komu aftur jákvæðar fréttir ofan af Skaga þegar fjórði sonurinn, Bjarki Gunn- laugsson, ákvað að koma heim og hugsanlega spila með liðinu í sum- ar ef skrokkurinn leyfir. Ólafur Þórðarson mun halda áfram með liðið en hann hefur nú stjórnað liðinu í 111 leikjum í röð en sá 112. gæti verið einn sá mikil- vægasti. Skagamenn taka þá á móti gömlu lærisveinum Ólafs í Fylki og þrjú stig gefa von um betri tíð en tap gæti þýtt að falldraugurinn væri landlægur á Skipasaga í sumar. Stjórn meistara- og 2. flokks Knattspyrnufélags ÍA sendi frá sér stuðningsyfirlýsingu við þjálfara félagsins, Ólaf Þórðarson, og leik- menn þess. í yfirlýsingunni segir meðal annars. „Allir sem koma að félaginu er þess sannfærðir um að leikmenn og þjálfari þess eigi eftir að snúa gengi liðsins á rétta braut. Nú þegar á móti blæs þarf félag- ið á öllum þeim stuðningi að halda sem það mögulega getur fengið og er það von stjórnar félagsins að all- ir stuðningsmenn þess snúi bökum saman og styðji við liðið." Sagan er fÁ-liðinu þó ekki hag- stæð. Skagamenn hafa aldrei byrj- að verr í tíu liða efstu deild og eru nú í fyrsta sinn stigalausir eftir fjóra leiki síðan 1977. Það þarf að fara 39 ár aftur í tímann til að finna verri byrjun á íslandsmótinu hjá Skaga- mönnum og sú byrjun hafði af- drifaríkar afleiðingar. Síðast þegar Skagamenn töpuðu fjórum fyrstu leikjum sínum ,sumarið 1967, féll liðið í 2. deild. Þegar Skagamenn féllu sumarið 1990 þá var liðið með 4 stig eftir 4 leiki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.