Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Qupperneq 4
38 FÖSTUDAGUR 2. JÚNl2006
Sport DV
íslandsmeistarar FH-inga hafa fyrstir í sögu tíu liða efstu deildar karla unnið fjóra fyrstu leiki sína tvö tímabil
i röð. FH-ingar hafa einnig sett met með því að vera komnir með fimm stiga forskot eftir fjórar umferðir.
FH-ingar voru í svipaðri stöðu í fyrra, búnir að vinna fjóra fyrstu
leiki sína og farnir að gefa öðrum sterk skilaboð um að þetta væri
enn á ný þeirra sumar. í fyrra hafði liðið þó aðeins skorað 4 af 12
mörkum sínum úr föstum leikatriðum en brotthvarf Allans Borg-
vardt hefur kallað á að Hafnarfjarðarliðið finni nýjar leiðir og þeir
hafa verið duglegir að nýta sér föstu leikatriðin það sem af er í
Landsbankadeildinni.
Bestu spyrnumenn FH-liðsins,
Tryggvi Guðmundsson og Sigurvin
Ólafsson, hafa ávallt skapað stór-
hættu þegar FH-liðið hefur feng-
ið aukaspyrnu eða hornspyrnu.
Tryggvi hefur lagt upp tvö mörk með
fyrirgjöf úr aukaspyrnu og Sigurvin
hefur skorað eitt markbeint úr auká-
spyrnu auk þess að leggja upp tvö
mörk úr hornspyrnum. Varnarmað-
urinn Ármann Smári Björnsson hef-
ur ekki bara unnið nánast alla skalla-
bolta sem andstæðingar FH-liðsins
hafa sent inn að FH-markinu heldur
hefur hann þegar skorað tvö skalla-
mörk eftir að hafa laumað sér fram í
horn- eða aukaspyrnu. Samtals hef-
ur FH skorað átta af níu mörkum eft-
ir föst leikatriði sem er mun meira
en önnur lið deildarinnar
sem og meira en FH gerði í fyrstu
fjórum umferðunum í fyrra.
Metin halda áfram að falla
FH-liðið hefur unnið 30 af síð-
ustu 40 leikjum sínum, tekið stig úr
37 þeirra og liðið er nú búið að sitja
í efsta sæti deildarinnar í 30 umferð-
ir í röð sem er einstakt afrek í tíu liða
efstu deild. FH-ingar eru þegar ör-
uggir með því að halda efsta sæt-
inu í eina umferð til viðbótar og eins
og mótið ef að spilast bendir ekkert
til að önnur lið fari að ógna þeim í
bráð. Metið yfir lengstu setu í efsta
sætinu áttu áður Skagamenn sem
sátu í toppsæti deildarinnar í 28
umferðir í röð frá 1992 til 1993.
FH-ingar slógu fjölda meta j
með yfirburðum sínum á síð-
asta tímabili og þeir eru þeg-
ar byrjaðir að næla sér
í fleiri met. Þeir eru
þannig fyrsta félagið
sem nær að vinna
fyrstu fjóra 4
leiki sína
tvö ■ tímabil
í röð síðan tíu
deild var tek-
in upp sumarið
1977.
Mesta forskotið
frá upphafi
FH-ingar hafa
einnig
30 sigrar í 40 leikjum
ÓlafurJóhannesson hefur
stjórnað FH til sigurs 130
afslðustu 40 leikjum
sínum f Landsbankadeild
karla. DV-mynd Hari
Byrjar vel hja FH
Sigurvin Ólafssonhefurskorað I markbeintúr
aukaspyrnu og lagt upp önnur tvö úr hornspyrn-
um í fyrstu fjórum leikjum slnum með FH.
DV-mynd Danlel
sett met með því
að vera komn-
ir með fimm
stiga forskot á
. JyMb toppnum
eftir að-
Pi'. eins fjór-
ar um-
ferðir en þau lið sem koma þeim
næst, Suðurnesjaliðin Keflavík og
Grindavík, hafa bæði tapað flmm
stigum. Fjögur lið höfðu mest náð
þriggja stiga forskoti eft-
ir fyrstu fjóra leikina
og þrjú þau síðustu, ÍA
(1994), ÍA (1995) og KR
(1999) hafa öli fagnað
íslandsmeistaratitlinum
um haustið en fyrsta
liðið til þess að ná þessu
eftir að þriggja stiga regl-
an var tekin upp, Fram
1985, endaði í 4. sæti eft-
ir að hafa aðeins unnið 3 af
síðustu 10 leikjum sínum á
mótinu. Svona frábær byrjun
hefur því oftast dugað hð-
um til að vinna titilinn og
þegar bætist við metfor-
skot er ljóst að það verð-
ur afar erfitt fyrir önnur
lið Landsbankadeildar-
innar að ná bikamum úr
Firðinum þetta sumarið.
ooj@dv.is
MORK LIÐA EFTIR FÖST
L EIKATRIOI 7006-
AÐDRAGANDI MARKA
FH-LIÐSINS í SUMAR:
8
4
4
3
3
2
2
2
2
2
FH (1 víti)
Fylkir (1 víti)
Breiðablik (2 víti)
Grindavik (1 víti)
ÍBV (1 víti)
Valur
KR
Víkingur (1 víti)
Keflavík (1 víti)
(A (2 víti)
1. Tryggvi Guðmundsson,
26. mínútu gegn KR14. maí -innkast
2. Tryggvi Guðmundsson,
37. minútu gegn KR14. maí - innkast
3. Atli Viðar Björnsson, 87. mínútu
gegn KR14. maí - opinn leikur
4. Ármann Smári Björnsson, 32.
mínútu gegn Val 21. maí - aukaspyrna
5. Freyr Bjarnason, 79. mínútu gegn
Val 21. maí - aukaspyrna
6. Sigurvin Ólafsson, 40. mínútu gegn
ÍA25. maí - aukaspyrna
7. Atli Guðnason, 74. mínútu gegn ÍA
25. maí - hornspyrna
8. Tryggvi Guðmundsson, 2. mínútu
gegn Fylki 28. maf - vítaspyrna
9. Ármann Smári Björnsson, 24.
mínútu gegn’Fylki 28. maí - hornspyrna
SAMANBURÐUR Á FYRSTU
FJÓRUM UMFERÐUNUM
2006 OG 2005
Mörk skoruð: (2006-2005) 9-12
Mörkúropnum leik 1-8
Mörkúrföstumleikatriðum 8-4
Mörkeftiraukaspyrnur 3-3
Mörkeftirhornspyrnur 2-1
Mörk eftir innköst 2 - 0
Mörk úr vítaspyrnum 1 - 0
MÖRK FH-LIÐSINS
EFTIR FÖST LEIKATRIÐI
SÍÐUSTU TÍMABIL
2003 - 8 af 36 mörkum úr föstum
leikatriðum (22%)
2004-13 af 33 (39%)
2005 -19 af 53 (36%)
2006 - 8 af 9 (89%)
LIÐ MEÐ FULLT HÚS
EFTIR FJÓRA LEIKI:
Valur 1978 (Markatala: 12-4) -
' íslandsmeistarar
Fram 1980 (5-0) - 2. sæti á eftir Val
ÍA1995 (8-1) - (slandsmeistarar
Keflavík 1997 (7-1) - 6. sæti
Valur 2005 (10-2) - 2. sæti á eftir FH
FH 2005 (12-1) - (slandsmeistarar
FH 2006 (9-2) - Hvað gerist í haust?
MESTA FORSKOT EFTIR
4 UMFERÐIR*:
5 FH 2006
(12 stig, Keflavík og Grindavík 7 stig)
3 Fram 1985
(10 stig, lA, Keflavík og Valur 7 stig)
3 ÍA 1994 (10 stig, KR og FH 7 stig)
3 ÍA1995 (12 stig, KR 9 stig)
3 KR1999 (lOstig, ÍBV og Breiðablik 7 stig)
* Síðan að þriggja stiga reglan var tekin
upp í efstu deild karla 1984.
Garðar Gunnlaugsson skoraði þrjú mörk í síðustu
tveimur leikjum
Garðar sannarsig fyrir
Skagamönnum íhverjum leik
Garðar Gunnlaugsson skipti yfir í Val
26. júní 2004 eftir að hafa fengið aðeins að
spila í 145 mínútur í fyrstu sjö umferðum
tímabilsins og hefur síðan sýnt og sannað
það fyrir Skagamönnum í innbyrðisleikjum
Vals og ÍA að þarna gerðu þeir stór mistök.
Garðar hefur mætt Valsmönnum þri
svar sinnum síðan þá og uppskeran er
rýr fyrir Skagamenn (0 stig) en þeim
mun meiri fyrir Garðar (4 mörk) og
Valsmenn (9 stig).
í fyrsta leik sínum gegn Skaga-
mönnum, 23. maí í fyrra, tók það
Garðar aðeins átta mínútur að skora
hjá sínum gömlu félögum og á 55.
mínútu leiksins fiskaði hann síðan
vítaspyrnu sem Sigurbjörn Hreiðarsson
skor'aði úr og gulltryggði 2-0 sigur Vals-
manna. í seinni leikliðanna um sumarið
skoraði Garðar bæði mörk Valsmanna í
2-1 sigri uppi á Skaga, þar á meðal sig-
urmarkið sjö mínútum fyrir leikslok.
Garðar skoraði síðan aftur sigurmark í
leik Vals og ÍA á Laugardalsvellinum á
mánudagskvöldið. Garðar átti mjög
góðan leik og hefði getað skorað
mörg mörk en tókst loksins að
brjóta múrinn sex mínútum fýr-
ir leikslok og tryggja um leið Val
2-1 sigur. Garðar hefur því skorað
4 mörk í
Sjóðandi gegn Skaganum
Garðar Gunnlaugsson hefur
spilað þrjá leiki við lA og
skorað Iþeim fjögur mörk.
DV-mynd Heiða
3 leikjum
sínum á
móti ÍA.
Gríndavík er meðal efstu liða í Landsbankadeildinni
Fjögur víti á sig í 4 leikjum
Grindvíkingar hafa verið óvenju sein-
heppnir inn í sínum vítateig það sem af er því
liðið er búið að fá dæmdar á sig fjórar víta-
spyrnur í fýrstu fjórum umferðunum. Þetta er
metjöfnun í tíu liða deild en Völsungar fengu
einnig á sig fjórar vítaspyrnur í fyrstu fjórum
leikjum sínum sumarið 1988.
Grindvfkingar fengu tvær
vítaspyrnur dæmdar á sig í
síðasta leik gegn Breiðabliki
en unnu engu að síður leik-
inn 3-2 með tveimur mörk-
um frá Óskari Erni Hauks-
r
Ekki sáttur SigurðurJ
þjálfari Grindavíkur, hefur ekki
verið sáttur við allar vítaspyrn-
urnar sem dæmdar hafa verið á
hans menn I sumar.
DV-mynd Vilhelm
syni á lokakafla leiksins. AIls hafa verið
dæmdar tíu vítaspyrnur í fyrstu 20 leikjum
tímabilsins og það þýðir að 40% þeirra gafa
verið dæmdar í Grindvíkinga. Þess má geta
að þrjár af þessum fjórum vítaspyrnum hafa
verið dæmdar fyrir að handleika boltann inn-
an vítateigs þar af hefur tvisvar verið dæmt víti
á Ray Anthony Jónsson. Hinar vítaspyrnurn-
ar hafa verið dæmdar á Helga Má Helgason
markvörð og Óðin Árnason fyrirliða.
Flest víti á sig í fyrstu 4 leikjunum:
4(4mörk) Grindavík 2006
4(4) Völsungur 1988
3(1) Þór Akureyri 1977
3(2) Keflavík 1982
3(1) FH 1991
3(1) Breiðablik 2000
3(2) Valur 2003