Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Side 10
44 FÖSTUDAGUR 2. JÚNl2006
Sport DV
íslensku strákarnir í 18 ára landsliðinu urðu Norðurlandameistarar um síðustu helgi
þegar þeir unnu Svía, 82-69, í úrslitaleiknum. Strákarnir urðu Norðurlandameistarar í
annað sinn en þeir unnu líka þegar 1988-árgangurinn spilaði sem 16 ára lið fyrir tveim-
ur árum síðan. ísland kom heim með þrenn verðlaun frá Svíþjóð.
Sigrinum fagnaö Það var
mikilstemning I fslenska
liðinuoghérfagna
strákarnir Norðurlanda-
meistaratitiinum.
Iceland
Hafi einhverjir verið ósnortnir eftir glæsilegan 13 stíga sigur 18 ára
karlaliðs íslands á Svíum gátu þeir ekki annað en hrifist af fagnaðar-
látum íslenska liðsins sem sýndu og sönnuðu hversu mikil gleði og
stemning er í þessum hóp. Leikgleði og liðsheild íslensku strákanna
var Svíunum óyfirstíganleg og þegar okkar strákar fóru síðan að
dansa saman í einum hnapp á miðju vallarins í leikslok var það að-
eins staðfesting á því hversu mikið þeir höfðu lagt á sig og upp-
skorið með að fá Norðurlandamótsgullið á ný um hálsinn.
Norðurlandamótið fór nú fram
í fjórða sinn með núverandi fyrir-
komulagi, það er að 16 og 18 ára
landsliðs kvenna og karla hittast í
Stokkhólmi í Svíþjóð og útkljá hverj-
ir eru bestir í körfubolta á Norður-
löndum. Heimamenn í Svíþjóð eru
mjög sterkir og hafa spilað alla úr-
slitaleiki þessi fjögur ár en fjórum
sinnum hafa þeir þurft að sætta sig
við tap gegn íslandi. íslenski hópur-
inn kom heim með þrenn verðlaun
þriðja árið í röð og hefur tekið við af
Finnum sem aðalsamkeppnisaðili
Svía á Norðurlöndunum.
Hörður maður mótsins
Hörður Axel Vilhjálmsson var val-
inn besti leikmaður mótsins og það
var ótrúlegt að sjá til stráksins í úr-
slitaleiknum þar sem hann varð fyrir
mjög slæmum ökklameiðslum strax
í fyrri hálfleik en harkaði af sér og
fór aftur inn og kláraði leikinn. Þessi
meiðsli voru það slæm að Hörður
gæti verið frá í meira en mánuð eft-
ir mótið. Hörður skoraði alls 22 stig í
leiknum og var stigahæstur í íslenska
liðinu.
Sigurður Gunnar Þorsteinsson
var einnig valinn í úrvalslið mótsins
en hann fór mikinn í úrslitaleiknum
þar sem þessi stóri og stæðilegi ís-
firðingur lokaði íslenska teignum og
endaði með 22 ffáköst, 6 varin skot
og 13 stig.
Benedikt að gera góða hluti
Benedikt Guðmundsson er
þar með búinn að gera tvö íslensk
landslið að Norðurlandameismr-
um á tveimur árum, en 1988-strák-
arnir unnu einnig undir hans stjórn
árið 2004. Líkt og þá setti Benedikt
úrslitaleikinn ofar en lokaleikinn
í riðlinum sem mátti tapast. Þetta
Heiena var valin best Helena Sverrisdóttir
var valin besti leikmaður 18 ára kvenna en
hún skoraði 23,6 stig, tók 7,0 fráköst og gaf6,4
stoðsendingar að meðaltali i leik.
eru einu tapleikir 1988-árgangsins
í þessum tveimur keppnum en fyrir
vikið hefur íslenska liðið mætt gríð-
arlega sterkt í báða úrslitaleikina og
unnið þá með samtals 44 stigum.
1988-árgangurinn hefur sem dæmi
unnið alla fjóra leiki sína gegn Svíum
í þessum tveimur Norðurlandamót-
um og það þrátt fyrir að mæta þess-
arri milljónaþjóð á þeirra heima-
velli.
Stærsta prófið framundan
1988-árgangurinn hefur þar með
skilað íslandi tveimur Norðurlanda-
meistaratidum ogkomið bæði 16 ára
og 18 ára liðinu upp í A-deild. Fram-
undan er stærsta prófið fyrir strák-
ana en hðið fær nú í fyrsta að reyna
sig meðal bestu liða Evrópu þegar 18
ára liðið tekur þátt í Evrópukeppn-
inni í Grikklandi í sumar.
íslendingar geta verið stoltir af
ffamgöngu körfuboltalandsliða
sinna á Norðurlandamótinu und-
anfarin þrjú ár en á þeim tíma hafa
íslensku liðin komið heim með níu
verðlaun, þar af fjögur þeirra úr gulli.
Það eru aðeins Svíar sem hafa unn-
ið fleiri gull eða komið fleiri liðum í
úrslitaleiki á þessum tíma og Finnar
sem hafa löngum verið í farabroddi
með Svíum hafa ekki eignast Norð-
urlandameistara á þessum þremur
árum.
Helena valin best
18 ára stelpurnar töpuðu úrslita-
leiknum fyrir Svíþjóð eftír að hafa
unnið alla leiki sína í riðlakeppninni,
16 ára strákarnir töpuðu tveimur
fyrstu leikjum sínum (spilaðir sama
dag) en unnu síðan þrjá þá síðustu
NORÐURLANDAMEISTAR-
AR18ÁRA STRÁKA:
Brynjar Þ. Björnsson, KR (17,6 stig í leik)
Hafþór Björnsson, FSU Hjörtur Hrafn Einarsson, Njarðvík (1,6) (9,4)
Hjörtur S. Ragnars, Þór Þorlákshöfn (0,0) Hörður Axel Vilhjálmsson, Fjölni (23,8)
Hörður Helgi Hreiðarsson, FSu Páll H. Kristinsson, Keflavlk (6,6) (0,4)
Rúnar Ingi Erlingsson, Njarðvík (1,2)
SigurðurGunnar Þorsteinsson, KFl (9,4)
Sindri Már Kárason, Fjölni (1,2)
Þórir Guðmundsson, KFf (0,8)
Þröstur Leó Jóhannsson, Keflavík (8,2)
VERÐLAUN ÍSLANDS Á NM
UNGLINGA 2003-2006
2003 1 silfur
2004 3 gull
2005 2 silfur, 1 brons
2006 1 gull, 1 silfur, 1 brons
Samtafs:
lOverðlaun 4 gull, 4 silfur, 2 brons
NORÐURLANDAMEIST-
ARATITLAR Á SÍÐUSTU
ÞREMURÁRUM:
Sviþjóð 8 (4 silfur)
fsland 4 (3 silfur)
Finnland 0 (4 silfur)
Danmörk 0 (1 silfur)
Noregur 0
FLEST LIÐ í ÚRSLITALEIKJ-
UM NORÐURLANDAMÓTS
UNGLINGA 2004-2006
12 Svíþjóð 8 sigrar - 4 töp
7 fsland 4 sigrar - 3 töp
4Finnland 0sigrar-4töp
1 Danmörk Osigrar-ltap
og tryggðu sér bronsið. 16 ára stelp-
urnar töpuðu hins vegar öllum sín-
um leikjum og enduðu í neðsta sæt-
inu. Helena Sverrisdóttir, fyrirliði 18
ára liðs kvenna, var valinn besti leik-
maður mótsins og í úrvalsliðinu var
einnig María Ben Erlingsdóttír.
ooj@dv.is
Fyrirliðinn með bikarinn BrynjarÞór
Björnsson hefur tvisvar tekið við Norður-
landameistarabikarnum á tveimur árum.