Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Side 6
48 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 Menning DV arval MENNING Nú er tilsölu hjá uppboösfyrirtækl Lauritz I Kaupmannahöfn mynd eftirJón Stefánsson; Akureyri um nótt. Myndin ersögö máluö 1913 og er 62 x75 sm. Eigendasaga hennar er sögð sú að foreldrar núverandi eigenda hafi veriö í vinfengi viö iistamanninn. Verömat er 70-80 þúsund danskar eöa 800 þúsund til milljón íslenskra króna. Myndin er til uppboðs þann 10. október og er á vefLauritz merkt uppboðshúsinu Museum bygningen, sem Lauritz festi nýlega kaup á. íslendingar á Nordisk Panorama 2006 Stutt- og heimildarmyndahátíðin • Nordisk Panorama veröur haldin i Arósum I Danmörku dagana 22.- 27. september en á hdtiðinni koma saman kvikmyndagerðarmenn frá Noröurlöndunum og sýna þar það nýjasta i stutt- og heimildarmynda- gerð. Þrjár islenskar myndir hafa veriö valdar til keppni í þetta sinn. Þaö er heimildarmyndin Act Normal i leikstjórn Ólafs Jóhannes- sonar hjá Poppoli Pictures, stutt- myndin Stuttmynd án titils í leikstjórn Lars Emils Arnasonar og tóniistarmyndbandiö Whatever meö hljómsveitlnni Leaves i leikstjórn Gísla Darra Halldórsson- ar. Auk þess verður tónlistarmynd- bandiö My Home Isn'tMe í leik- stjórn Elvars Gunnarssonar með hljómsveitinni Þóri i hliðardagskrá hátíðarinnar. Samhliða hátiðinni er haldin fjármögnunarmessa en þrjú tslensk fyrirtæki munu þar kynna verkefni sin. Þar verða frá íslandi Ólafur Sveinsson meö Draumalandiö, Ólafur Jóhannesson og Ragnar Santos meðmyndina Queen Raquela og Friörik Guðmundsson, Steinþór Birgisson og Þorfinnur Guönason meö verkefnið My Friend Bobby. Ólafur Jóhannesson er með mynd á hátíðinni Uppboð Gallerís Foldar í byrjun september staðfestir að myndverk eftir lítinn hóp lista- manna fara á háu verði á markaði. Niðurstöður uppboðsins gefa líka til kynna að mark- aðurinn sé fákunnandi; þar seldust merk verk fyrir lítið. Myndlistin heldur ekki í við vísitölur Uppboðsverkeftir Sigurjón Ólafsson Uppboð Gallerís Foldar hafa verið fasti í viðskiptum með mynd- list í landinu og virkasti eftirmarkaður með verk yngri og eldri myndlistarmanna. Þar á bæ fullyrða menn að markaðurinn sé að ná áttum eftir niðursveiflu sem kom í kaup og sölu á myndlist eft- ir fölsunarmálið. Topparnir í sölu myndlistar eru r<1|| , ; samt kunnuglegir: Á uppboðinu þann BB? 10. september seldist verk eftir Kristj- . ítfsi án Davíðsson á rúmlega 2,3 milljónir . _ ■ og mun það vera hæsta verð sem feng- jSj|jj£ t ist hefur á uppboði fyrir verk starfandi listamanns. Á sama uppboði seldist lítil olíumynd eftir Gunniaug Sclieving á tæpa milljón og önnur lítil eftir Kjar- lC^á val á svipuðu verði. Þessi verð koma í raun ekki á ovart. I Uppboð í hálfa öld Fimmtíu og þrjú ár eru liðin frá fyrsta listmunauppboði Sigurðar Benediktssonar sem fór fram í Lista- mannaskálanum í desember 1953. Yfirlit um verðþróun á þessum mark- aði hefur verið ófáanlegt fyrr en nú, en nokkrir nemendur við Háskólann á Bifröst hafa tekið sam- anyfirlitumíslenskan * uppboðsmarkað, þau Áslaug Heiðarsdótt- ir, Fjóla Krist- insdóttir, Jó- hann Hansen, Ólafía Ás- bjömsdóttir og Svandís Ragnars- dóttir. Þau Uppboðsverk eftir Jón Árnason Sigurjón Ólafsson Einstakurskúlptúrfór fyrir litið á uppboði um slðustu helgi. fram á að á uppboðum í rúma hálfa öld hafa myndlistarverk selst fyrir 1,4 milljarða. Fimmtán þúsund verk Leitast var við að svara í skýrslu þeirra hvort hægt væri að búa til verðvísitölu fyrir íslenskan upp- boðsmarkað með listaverk og hafa höfundar hennar sett saman ítar- legan gagnagrunn til þess að byggja útreikninga sína á. Rúmlega 15.000 verk vom skráð í gagna- grunninn eftir tæplega eitt þúsund listamenn á 262 uppboðum og var slegið verðmæti þeirra um áramót- in 2005/2006 1.372.873.152 kr. á verðlagi ársins 2005. Skýrsluhöfundar setja fram vísitölu fyrir árin 1985 til 2005, byggða á rúmlega 11.000 verkum sem boðin vom upp á því tímabili. Hún var um áramótin 2005/2006 151 stig. Vísitalan var einnig borin saman við neysluverð.svísitölu Hagstofu íslands sem og ICEX-15 úrvalsvísitölu Kaup- hallar Islands og komust höfundar að því að ekki væri fylgni á milli þess- ara vísitalna og hinnar nýju listaverka- verðvísitölu. Söluhæstu listamenn Einnig er að finna í skýrslunni lista yfir 15 afkastamestu og mest seldu listamennina. Það kemur kannski ekki á óvart að Jóhannes S. Kjarval ber höf- uð og herðar yfir aðra listamenn, verk hans em tæplega 23% af verðmæti sleginna verka. Er meðalverð verka hans aðeins 365.079 kr. en verk Ás- gríms Jónssonar, Jóns Steíánssönar og Jóhannesar Briem em töluvert hærra verðlögð af þeim . sem kaupa á uppboð- um og skýrist það lík- lega af mismunandi ffamboði á mark- aði. Sérstökverká vægu verði Mesta athygli vaktí á liðnu uppboði Gallerís Foldar að þar fóm fyr- ir lágt verð merkileg verk eftír íslenska myndlistar- menn; verk unnið með bland- aðri tækni eftír Þorvald Skúla- son frá 1955-1956 á 125 þúsund meðan yngri verk hans fóm á 1,4 og 1,3 milljónir. Skúlptúr eftir Jón Gunnar Ámason frá sem er einstakt og fágætt verk, var sleginri á 60 þúsund. Mósaík- mynd eftir Erró frá 1960 var sleg- 65 þúsund og skúlptúr eftír Sigurjón Ólafsson, brenndur í leir og vísandi um sterkan stfi síðari verka hans, fór á aðeins 140 þúsund. Abstraktverk vom tvö merkileg á uppboðinu: Stór mynd eftír Hörð Ág- ústsson frá 1951 seldist á hálfa milljón en verk eftir Kjartan Guðjónsson frá 1952-3 fór fýrir 180 þúsund. Skissur virtari listamanna eru teknar að seljast dým verði: Ein slík eft- ir Ásgrím seldist fyrir 140 þús- und og önnur eft- \ ir Mugg á ' 200 þús- und. pbb@dv.is ■ ns húfa selst úu verö í á Hópur ungra leikkvenna frumsýndi fyrir viku leikgerð Sigurbjargar Þrastardóttur á Gunnlaðarsögu Svövu Jakobsdóttur. Elísabet Brekkan leit við í Firðinum. Ofvaxinn krakki! Gunnlaugur Scheving í Svíþjóð A sunnudaginn opnar yfirlitssýn- ing á verkum Gunnlaugs Scheving í Nordiska Akvarellmuseet i Skarhamm iSvlþJóö. Um 60 málverk eftir Gunnlaug verða til sýnis en þau eru öll I eigu Listasafns Islands. Auk þeirra gefst áhorfendum kostur á að upplifa mörg afhans þekktustu verkum I gegnum sýningarvél sem verður á staðnum. I tilkynningu frá safninu er fögrum oröum fariö | um Gunnlaug og ferli hans og það augljóslega álitinn hválreki fyrir safniö aö sýna verk hans. Yfirlitssýningin stendur til 12. nóvember. Að fylla sviðið með táknum margbieytileikans, myndum og mismunandi póstum, fer vel í hönd- um Þórhildar Þorleifsdóttur. Hún dreifir ævintýraferðalagi Gunnlað- ar inn og út úr þessari veröld og yfir í aðra, jafnt urn allt sviöið. Toppur og botn Myndrænn toppur sýningarinn- ar eru lýsingaratriðin hvert öðru betra. Björn Bergsteinn Guömunds- son ljósameistari ýtir á alla sína takka til þess að fleyta þessu kynngi- magnaða ævintýrafleyi til okkar yfir dulræn höf út úr mjög fastmótaðri epískri frásögn en það var einhvern veginn ekki alveg nóg því leikgerö- in, texti Sigurbjargar Þrastardóttur, ríghélt sér í skáldsöguna og hennar i raun þunglamalega fornt. Að njóta sín vel Arndís Egilsdóttir lék konuna á kránni sem stóö við barinn, opn- aði tugi af bjórflöskum og var sú sem sá um mjöðinn fyrir nútíma- fólkið. Hún naut hverrar hreyfing- ar og setningar sem af vörum henn- ar draup og var skemmtilegust af öllum og raunar eina manneskj- an sem algerlega naut sín í þessari uppfærslu. Maríanna Clara Lútersdóttir hefur frábæra sviðsnærveru, dás- amlegan limaburð og hárið er eins og ævintýri en hlutverkið henn- ar var bara ekki nógu skýrt. Sól- veig Guðmundsdóttir leikur aðal- hlutverkið, hina viðkvæmu Dís sem lendir í því að útstillingargluggi í þjóðminjasafni Dana splúndrast beint fyrir framan riefið á henni þar sem hún, unglingsstelpa frá íslandi, er að slæpast með miður heppi- legum kærasta í Köben. Það er svo sem ekkert við hennar leik að at- huga en maður skilur ekki alveg af hverju hún þarf að vera eins og Lísa í Undralandi eða ofvaxinn krakki á jólaballi? Bóklegur textinn Sóley Elíasdóttir, sem lék irióð- urina sem neyddist til að fara til Danmerkur til þess að reyna aö losa dóttur sína úr varðhaldi, átti rnjög góöa spretti þó að hún hafi lent í því sama og flestir hinna í sýningunni að textinn var svo bóklegur. ★ ★★ Leikgerð: Sigurbjörg Þrastardóttir. Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir. Hárgreiðslur: Laufey Guðrún Baldursdóttir. Búningar: Filippia Elísdóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Dans og hreyfingar: Lára Stefánsdóttir. Leikmynd: Vytautas Narbutas. Tónlist og hljóð: Gierdius Puskunigis, HlynurAðils Vilmarsson. LEIKLIST Aðrar persónur verksms runnu einhvern veginn sam,. hóp y:n- ist í okkar heimi eða dansandi inni í slöri við Urðarbrunn Að leikgera Gunn;.: 'arf iæi: er góö hugmynd. Það er aftur á móti heldur verri hugmynd að njórva >ig ofan í bókina og hennar form. Syn- ingin í heild var flott og fui! aí fanta- góðum atriðum en leikgerðaríorm- ið hefti og því náðist aldrei iipur frásagnarmáti. Elizabet Brekkan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.