Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Side 5
DV Menning FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 47 Þegar hann kemur upp í hugann, kemur Kúba sömuleiðis upp. Tómas R. Einarsson djassisti með meiru hef- ur „lokað hringnum“ með nýjustu kúbversku plötunni sinni, enda um að ræða þriðju og síðustu latínuplöt- una frá honum í bili. Það fyrsta sem Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari gerir er að færa mér Romm Tomm Tomm, nýjustu plöt- una sína, sem var að koma út fyrir bókstaflega örfáum mínútum. Líkt og á tveimur síðustu plötum hans - Kúb- anska og Havana - gegna Kúba og kúbversk tónlist þar lykilhlutverki. „Kúbönsk tónlist hefur tekið afskaplega stóran hluta af lífí mínu síðastliðin 10 ár. Ég hef sökkt mér ofan í hana, skroppið þangað nokkrum sinnum og tekið upp plötu þarna,“ segir Tómas. Ævintýrið sem leitt hefur til þriggja platna hófst fyrir alvöru árið 2000 þegar Tómas fór í fyrsta skipti til Kúbu, þótt hann hafi reyndar verið heillaður af landinu og tónlistinni í langan tíma eins og ff ægt er orðið. „Árið 1992 var ég að tala vlð Bub'ba Morthens og hann sagði méf áo hann væri á leiðinni til Brasilíu til að taka upp latínu- plötu. Ég sagði þá við hann í bríaríi að hann ætti að fara til Kúbu því allir popparar og rokkarar hefðu farið til Brasilíu og gert enda- lausar plötur þar." Svo fór að Bubbi tók upp plötu á Kúbu, fyrstur vestrænna tónlistarmanna frá því Bandaríkin settu viðskiptabann álandið 1961. Laðast að sterkum litum Tómas er ekki aðeins litríkur karakter - músíkant, þýðandi og háskólamaður - heldur er hann einnig litríkur í klæðaburði, með rauð gleraugu og í grænum jakka þar sem hann situr á móti mér. „Ég hef alltaf laðast að sterkum litum. Það sem hefur heillað mig við Havana eru litlrnir og litagleðin, sterkir litir og öðruvísi litir en mað- ur finnur til að mynda á Norðurlöndum eða í Mið-Evrópu." Þegar Tómas hugsar um karabíska svæðið koma ákveðnir lit- ir upp í huga hans, litir sem birtast í bæklingnum sem fylgir nýja disknum. „Bleikur, eiturgrænn og alveg ákveðin tegund af bláum," telur hann upp og sýnir mér bláa forsíðumynd disksins sem minnir mann helst á ljósblátt hafið sem umlykur karabísku eyjarnar. Litirnir eru hins vegar ekki það eina sem er sterkt á Kúbu að mati Tómasar. „Kaffið þarna er sterkt, rommið hefur mjög afger- andi bragð sem og pólitísk saga Havana og vindlarnir eru auðvit- að mjög góðir. Kannski er það öfgamaðurinn í mér sem hejllast af öllu þessu."' Áhrifin af Havana blönduð Tómas man vel eftir fýrstu ferð sinni til Havana og upplifuninni þegar hann gekk um miðborgina. „Fyrstu áhrifin eru ofboðslega sterk og blönduð. Það er mikið af fallegum, gömlum húsum þarna en borgin sjálf er náttúrulega í ofboðslegri niðurníðslu líka. Ahrifin af Havana eru því, sama hvað þú gerir, blönduð." Tómas hefur þó fortakslaust gaman af músíkinni á Kúbu og er það ástæðan fyrir því að hann fer þangað aftur og aftur. „Músíkin og dansinn eru auðvitað alltaf jafn heillandi, en svo er vöruskortur þarna og fátækt. Og ekki er stórt úrval á skoðanamarkaðrium," seg- ir hann og kímir. Safnaði fyrir kontrabassa á olíuborpalli Tómas byrjaði tiltölulega seint að spila á kontrabassa, eða 26 ára. Áður hafði hann lokið BA-prófi í sagnfræði og spænsku við Há- skóla íslands. „Ég hafði spilað. eitthvað smá á gítar og harmonikku, en árið 1979 sökk ég á bólakaf ofan í djassmúsfk, Ég vann um svip- að leyti við að byggja olíuborpall rétt fvrir utan Noreg og keypti mér kontrabassa fyrir launin." Um vorið flutti Tómas til Kaupmannahafnar og datt inn í hljóm- sveit sem samanstóð af mjög klárum tónlistarmönnum. „Ég byrj- aði því bara að æfa mig 6-7 tíma á dag og gerði það í mörg ár," seg- ir hann og brosir. „Þannig datt ég inn í atvinnumennsku, í gegnura ýmsar tilviljanir." Afkastamesti lagasmiður íslenskrar djassmúsíkur En þrátt fyrir að Tómas hafi byrjað seint í djassmúsík og ef til vill ekld farið hefðbundna leið í menntun sinni kemur það ekki að sök hvað varðar sköpunargleði, enda hefur hann verið ótrúlega af- kastamikill undanfarin ár. „Ég er afkastamesti lagasmiðurinn í íslenskri djassmúsík," segir hann glaður í bragði, en Romm Tomm Tomm er 14. diskurinn sem inniheldur aðallega eða eingöngu frumsamin lög eftir hann. Disk- ar Tómasar eru auk þess mjög ólíkir innbyrðis - sungnir, ósungnir og með ljóðalestri. „Þetta er um allan skrattann. Ædi ég sé ekki að reyna að forðast endurtekningar." Þegar kemur að framtíðinni vill Tómas ekki gefa neitt upp. „Mér finnst mjög óþægilegt að hafa framtíöina skipulagða. Það eru ýms- ar hugmyndir í gangi, þó ekkert gerneglt." ottar@dv.is A „Fyrstmíhr^ ofboðægo* biðnduðe Þ$ afféWtiutú, eru husum þarna en borg- in sjálf er náttúrulega í ofboðslegrí niðumíðsll líka. Áhrífín af Havand eru þvi, samat^^^p gerir, blönduð" WW 'f V' í 1 w • * - it *fíS ■ Uppáhaldsvindlategund Tómasar er Cohiba- vindlar, áður aðalsmerki Fidels Castro Það er margt i kúbverskri menningu sem heillar Tómas, eins og sterkt kaffið, afgerandi rommið og j hinir bragðgóðu vindlar. DV Mynd: Hörður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.