Framsóknarblaðið - 30.12.1946, Blaðsíða 1
RAHtOKNARUAfllO
Útgefamdi: Framsóknarflokknrinn í Vestmannaeyjum
9- árgangur.
Vestmannaeyjum 30. des. 1946
12. tölublað.
Þrjátíu ára afmæli
Framsóknarflökksins
Þann 16. des. 1916 var Framsóknarflokkurinn stofnaður af
8 alþingismönnum. Voru það þessir:
Guðmundur Ólafsson, 2. þingmaður Húnvefninga; Ólafur
Briem, 2 þingmaður Skagfirðinga; Einar Árnason, 2. þingmaður
Eyfirðinga; Sigurður Jónsson, landkjörinn þingmaður; Jón Jónsson,
1. þingmaður Norðmýlinga; Þorsfeinn M. Jónsson, 2. þingmaður
Norðmýlinga; Sveinn Óiafsson, 1. þingmaður Sunnmýlinga; Þor-
leifur Jónsson, þingmaður Austur-Skaftfeliinga.
Áf þessum 8 mönnum eru nú fjórir á lífi og mætti einn þeirra,
Einar Árnason, ó afmælishátíð flokksins, sem haldin var í Reykja-
vík 3. des. s. I. að afstöðnu flokksþingi, sem þar var háð dagano
28. nóv. f-íl 3. des. sl.
Því verður ekki neitað, að þau 30 ór, sem flokkurinn hefur
starfað hefur hann ávallt verið áhrifamikill í íslenzkum stjórn-
mólum. Átti hann strax fulltrúa í ríkisstjórn þeirri, sem mynduð
var á þinginu 1917. Síðan hefur honn lengst of haft stjórnarfor-
ustu eða starfað með öðrum flokkum í ríkisstjórn Eru þau frum-
vörp orðin mörg, sem flokkurinn hefur beitt sér fyrir eða veitt
stuðning á þessum tíma, og má segja, oð flest hin merkari mál
sem fram hafa gengið til hagsbótar atvinnulífi og menningu þjóð-
arinnor á þessum árum, hafi verið mótuð af stefnu Framsóknar-
flokksins. Enda er hann eini flokkurinn, sem starfað hefur óslit-
ið undir sama nafni í þrjá óratugi.
Áttunda flokksþing Framsóknarmanna, sem eins og áður er
sagt kom saman í Reykjavík 28. nóv., afgreiddi ályktanir um öll
helztu mól, sem nú eru á dagskrá með þjóðinni, en ekki er rúm
hér í blaðinu til þess að rekjo þær. Þó skulu hér birtar í heild
ólyktanir þingsins um sjávarútvegsmál:
I. Lánveitingar til útvegsins.
1) Stofnlánadeild sjávarút
vegsins verði tryggt svo niikið
fjármagn að hún verði fær um
að veita hæfileg lán til endm-
nýjunar og eflingar sjávarútveg-
inum. Við lánveitingarnar verði
• fylgt markvissri áætlun um þ.er
Íamkvæmdir, sem sitja skulu í
'rirrúmi— Stefnt verði að því,
5 öll stofnlán sjávarútvegshis
erði sameinuð hjá stoínlána-
^ildinni, og hún fái eðlilega
mutdeild í þeim hagnaði; sem
Verða kann af bankastarfsem-
inni.
2) Fjárráð fiskimálasjóðs séu
aukin, í'samræmi við frumvarp
Fysteins Jónssonar, sem hggur
fyrir Alþingi, svo að sjóðurinn
geti 'veitt hagstæðari lán og
aukna styrki til tilrauna og
fra^mkværnda í þágu sjávarút-
vegsins.
3) Utveginum vei-ði tryggð
svo hagkvæm rekstrarlán, sem
unnt er. *
II. Hafnargerðir.
Megináherzla sé Iögð á hafnar-
gerðir á þeim stöðum, sem mesta
þýðingu hafa fyrir útgerðina.
Auk þess, sem framkvæmd verði
lög um landshöfn við\ Faxaflóa,
verði landshafnir byggðar á öðr-
um stöðum, þar sem henta þykir
að lokinni ýtarlegri rannsókn.
Annars staðar verði þær hafnar-
framkæmdir látnar ganga fyrir
sem mesta þýðingu hafa fyrir
fiskveiðar og viðskipti lands-
manna.
III. Rekstur útgerðarinnar.
1) Framkvæmd verði ályktun
Alþingis, frá 7. febrúar 1946,
um athugun á framleiðslukostn-
aði sjávarafurða og afkomu sjáv-
arútvegsins, og verði slíkar at-
huganir gerðar árlega. í sam-
ræmi við niðurstöður þeirra
rannsókna veði gerðar sérstakar
ráðstafanir, eftir því, sem þörf
krefur, til þess að skapa útveg-
inum skilyrði til viðunandi af-
komu.
2) Unnið verði að því, að
þeir, sem starfa að útgerðinni,-
eigi hag sinn að verulegu leyti
undir góðum rekstri hennar og
afkomu og þannig sé skapaður
sem mestur áhugi þeirra fvrir
velgengni hennar. Komið verði
upp sérstökum hlutatryggingar
sjóðum eða aflabreststrygging-
um.
IV. Fiskiðnaður.
1) Stefnt sé að því, að sjávar-
afurðir verði fluttar sem mest
unnar úr landi, og í því skyni
komið upp fiskmóttöku- og fisk-
iðnaðarstöðvum eftir þörfum.
Fyrirtæki þessi séu rekin af út-
vegsmönnum á samvinnugrund-
velli, eða af bæjar- og sveitar-
félögum á sannvirðisgrundvelli,
en þar sem því verður eigi við
komið, t. d. á leguhöfnum, sem
jafnframt eru landshafnir, reisi
ríkið fiskiðjuverin og reki þau
á sannvirðisgrundvelli.
2) Komið verði á reglubundn-
um. ferðum kæliskipa umhverfis
landið og til útlanda. Athugaðir
séu möguleikar til fiskflutninga
með flugvélum.
3) Kappkostað sé að fylgjast
vel með nýjum fiskverkunar-
aðferðum og nýtingu fiskteg-
unda, sem ekki hafa verið hag-
nýttar hér áður, og tilraunir í
því skyni styrktar með fram-
lögum úr fiskimálasjóði.
V. Fiskmarkaður og fisksala.
1) Kappkostað sé að tryggja
sjávarútveginum sem hagstæð-
asta og öruggasta markaði, t. d.
með því að beina kaupum á að-
fluttum vörum til þeirr landa,
sem kaupa útflutningsafurðirn-
ar, og með því að senda menn til
markaðslandanna og stuðla að
því að þeir setjist þar að og vinni
að sölu íslenzkra afurða. Komið
verði veg fyrir að það endurtaki
sig, að innlendir aðilar hindri
viðskpti við önnur lönd eins
og átti sér stað fyrir skömmu
um verzlun við þá þjóð, senr um
langt skeið var aðalkaupandi að
íslenzkum sjávarafurðum.
2) Útflutningur sjávarafurða
sé sem mest í höndum samtaka
útvegsmanna og fiskimanna.
VI. Innkaup á útgerðarvörum.
r., Innkaup og fiamleiðsla á
útgerðarvörum séu í höndum
samvinnufélaga, sem útvegs-
menn og fiskimenn eiga eða eru
þátttakendur í, svo að tryggt sé,
að þeir fái vörurnar með sann-
virði, og lýsir þingið ánægju yf-
ir aukinni starfsemi á því sviði.
Meðan ekki er frjáls innflutn-
ingur á útgerðarnauðsynjum,
hafi slík félög forgangsrétt að
gjaldeyrisleyfum fyrir þeim.
2. Athugað verði, hvort hag-
kvæmt sé að koma upp verk-
smiðju fyrir skipavélar, og sér-
stakar ráðstafanir verði gerðar
til að gera vélaverzlunina hag-
Framhald á 2. síðu
Þriðjudaginn 31. desember
verður ekki gegnt afgreiðslustörfum í sporisjóðsdeild bankans.
Vestmannacyjum. 28. desember 1946.
UTVEGSBANKI ÍSLANDS H.F.
Útibúið ¦ Vestmannaeyjum