Framsóknarblaðið - 13.02.1947, Page 2

Framsóknarblaðið - 13.02.1947, Page 2
X FRA MSÓKNA RBLAÐIÐ FRAMSÓKNARBLAÐIÐ Útgefandi: Framsóknarfélag Vestmannaeyja Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurjón Sigurbjörnsson. Vandamá! úgerðarinnar Mörg eru þau vandamál, sem bíða bráðrar úrlausnar hjá hinni nýju ríkisstjórn. Það þeirra, sem mestu skiptir fyrir Vestmanna- eyinga næstu mánuði er hvernig úr rætist með að koma væntan- legum vertíðarafla í peninga. Á undanfornum árurn hefir allur aflinn verið seldur samstundis í skip eða frystihús. Nú munu frystihúsin ekki geta tekið eins mikið magn fyrst um sinn til vinnzlu eins og í fyrra vegna þess ’ að pakka jrarf í smærri umbúðir fyrir Ameríkumarkað. Útflutn- ingur í ís hefir ekki verið und- irbúinn. Þá er ekki um annað að ræða en að salta fiskinn, en á því eru meiri erfiðleikar en áður. I fyrsta lagi eru saltbirgðir mjög litlar, húsakostur flestra útgerð- armanna þannig að söltun í stór- um stíl er vart framkvæmanleg. Að síðustu er svo það að mann- ekla er mikil, sérstaklega þeirra, er kunna til flatnings og söltun- ar, þar sem þessi störf hafa lítið tíðkast í seinni tíð. Er lítt glæsi- legt að taka óvana menn eða unglinga til þeirra starfa og þurfa að borga rúmaj: 16 ,kr. um tímann í næturvinnu.Er hætt við að kostnaðurinn verði orð- inn mikill, þegar til þess kæmi að flytja fiskinn úr landi. En það sem gerir þó slíka verkun mest ískyggilega er það að engin viss sala er fengin á saltfiski. Er óefnilegt fyrir útgerðarmenn og sjómenn að þurfa máske að eiga mestan afla sinn í salti fram á haust án þess að fá hann greidd- an. Það virðist því óumflýjan- legt að horfið verði að Jrví ráði að senda fisk ísvarinn til Eng- lands, þó ekki iaist fyrir hann það, sem þarf til að útgerð beri sig þá er þó betra að fá strax það sem mögulegt er fyrir hann og jafna hallann með uppbótum heldur en geyma hanh í sálti með ærnum aukakosnaði uppá ennþá meiri óvissu. Ríkisstjórn- in hefur nú viku eftir valdatöku sína brugðið við og sent samn- inganefnd til Bretlands. Von- ÁKA Áki Jakobsson þáverandi at- vinnumálaráðherra hélt upp á fæðingardag Ólafs Thors með Jiví, að halda fyrirlestur í húsi K. F. U. M. og K. þann 19. jan- úar s. 1. Deildi liann í erindi sínu bæði á einstaka menn og flokka án þess að leyfa andsvör eða leið- réttingar á máli sínu. Þar sem Aki hefur nú vikið sæti við hið pólitíska „háborð“ myndi koma hans hingað ekki hafa verið gjörð að umtalsefni hér ef ein- hver flokksbróðir hans, sem kali- ar sig „smáútvegsmann" hefði ekki farið að minna á Jietta með greinarstúf í Eyjablaðinu. Þar sem alkunugt er að kommúnist- ar hér, iiafa lítið fengist við út- gerð eða annan atvinnurekstur, þá er ekki að undra, þo þarna sé smáútvegsmaður á ferðinni, en að liann sé svo smár, að hann þori ekki að láta nafns síns get- ið, þegar hann er að lofa herra sinn og leiðtoga er næsta ótrú- legt. Skal nú vikið að nokkrum at- riður í ræðu Áka og þá stuðst við þær upplýsingar, sem ó- nefndur smáútvegsmaður gefur í grein sinni. Fyrst skýrir hann (Ji. e. Áki) fvrir fundarmönnum að sjávar- útvegurinn sé nauðsynlegur aí- vinnuvegur fyrir íslendinga. Þetta munu nú flestir Vest- mannaeyingar hafa vitað áður en Áki kom. Þá ræðst Áki á Ev- stein Jónsson fyrir ráðstafanir hans í innflutnings og gjaldeyr- ismálum fyrir sríðið. Um Jrað segir greinarhöfund- ur: „Þá var gjaldeyrir Jijóðarinn- ar, þ. e. a. s. gjaldeyrir sá, er út- vegurinn skapaði að lang mestu jeyti, tekinn undir ákveðna ríkis- stofnun, gjaldeyris- og innflutn ingsnefnd, og síðan úthlutað af henni. Gjaldeyrinum var ekki úthlutað til sjómánna, sem höfðu skapað hann, heldur til heildsalanna, manna, sem ekkert andi tekst henni innan tíðar að greiða úr þessum málum. Það eitt að íslendingar verði að hörfa af Breska fiskmarkaðnum og gefa keppiuautum sínum Jiar rúm er ærið áhyggjuefni, og varla réttlætanlegt upp á seinni tímann að gjöra. Um það hvernig þessum málum reiðir af munu Vestmannaeyingar öðrum fremur eiga afkomu sína á þessu ári og næsta. Vona þeir að hin- um nýja útegsmálaráðhérra, sem þekkir aðstöðu þeirra flestum fremur, takist að raða hér vel úr. VÍTI höfðu með sköpun útllutnings- verðmætanna að gera, og ekkert áttu á hættu þótt illa áraði fyrir útveginn.“ Það er satt, að á árunum íyrir stríðið þegar markaðshrun og aflatregða sköpuðu einstæða erf- iðleika, og hinn takmarkaði gjaldeyrir leyfði ekki kaup bráð- ustu nauðsynjavöru voru settar hömlur á innflutningsverzlun- ina þó var neytendasamtökunum tryggður rýmri réttur með höfða tölureglunni heldur en einstakl- ingum (heildsölum). Hitt er merkilegra, að eftir að Áki og Brynjólfur eru búnir að vera í stjórn í tvö ár eru ennþá í gildi sömu form á afgreiðslu innflutn- ings og gjaldeyrisleyfa að Jrví undanskildu að höfðatöluregian var felld niður. til stórra hags- bóta fyrir lieildsalana. Eiga því öll hin tilvitnuðu ummæli við u mástandið, eins og Jrað hefir verið í tíð Áka. Er það nú viðurkennt af öllum, líka komm- únistum, að aldrei hafi verið slíkir möguleikar fyrir þessa stétt manna til þess að safna auði bæði löglega og ólöglega eins og Jrau tvö ár, sem Áki var í stjórn. Enda er það sannað að engin stétt manna hefir fært út kví- arnar neitt viðlíka og heildsala- stéttin og hafa þeir nú orðið : seli beggja megin hafsins. Enda munu þeir sjálfir telja að kostur Jreirra í ráðlierratíð Eysteins, hafi verið hrein fanga fæða á móti þeirn veizluföngum, sem þeir hafa notið í skjóli Áka. Hitt er svo einkennandi fyrir málflutning Áka, að þegar hann er í Vestmannaeyjum, reynir hann að kenna Eysteini allt, sem miður fór hjá hans stjórn. Þegar hann svo er í Alþingi, Jrar sem Eysteinn er viðstaddur til and- svara, þá kennir hann Jóni Árnasyni öll mistökin í nýsköp- uninni. (samanbr. útvarpsræðu hans við fjárl.umræður 1945)- Þá hafði Áki, rætt um það hvað Vestmannaeyingar væru illa á vegi staddir með nýtingu fiskaflans og hvað lítið væri hér um frystihús. Satt er það, að þau eru ekki fullnægjandi, en þó hefði verið hér sæmileg aðstaða miðað við bátafjölda í vetur, ef þau hús, sem íyrir eru, væru ekki hálf full af fiski frá síðustu vertíð, sem þessi útvegsmálaráð- Irerra hefir svikist um að selja á Jrá miklu markaði, sem hann segir alstaðar fáanlega í austur- vegi og á það háa verð, sem þar er boðið. Hitt er svo nokkur kaldhæðni að tveim kvöklum Framhald á 4. síðu. . Félagsmál Ferðafélag Vestmannaeyja hélt aðalfund sinn í Samkomuhúsinu 7. þ. m. í félaginu eru nú um 150 meðl. og fjárhagur góður. Stjórn félagsins var endurkosin, en hana skipa: Haraldur Guðnason form. Jónas Lúðvíksson, gjaldkeri. Þorsteinn Johnson féhirðir, Vigfús Ólafsson og Gísli Sigurðsson. i ferðanefnd voru kosnir: Karl Sigurhansson ,form. Freymóður Þorsteinsson og Friðrik Jesson. I skemmtinefnd: Vigfús Ólafsson formaður, Ille Guðnason Sigurjón Sigurbjörnsson Friðþjófur Johnsen, Ingólfur Guðjónsson. Að loknum fundi var sam- drykkja og síðan sýndar kvik- myndir. Á næsta sumri er gjört ráð fyrir mörgum ferðum bæði í lofti og á landi. Ætti fólk, sem aðstöðu hefir til ferðalaga að ganga í félagið. Árgjaldið er lágt en félagar fá árbók ferðafé- lags íslands frítt. Verkalýðsfélag Vestmannaeyja hélt aðalfund s.l. sunnudag. Fyæ- verandi formaður, Pétur Guð- jónsson baðst undan endurkosn- ingu og einnig Guðmundur Sig- urðsson, Heiðardal. En þessir menn báðir hafa verið í stjórn félagsins frá byrjun. í stjórnina voru kosnir Elías Sigfússon formaður, Hannes Hreinsson ritari, Jóh. H. Jó- hannsson gjaldkeri, Guðmundur Helgas. (frá Steinum) varaform. og Elías B. Guðjónsson fjármála- ritari. Fundurinn samþykkti áskor- un til Alþingis að samþykkja framkomna tillögu um lokun á- fengisbúðar hér yfir vetrarver- tíð. Netagerð Vestm.eyja minntist 10 ára afmælis sfns 21. janúar s. 1. Á þessum tíu árum hefur hún framleitt 80 þús. net og 7 milljón öngultauma. Jafnframt afmælinu voru risgjöld verk- smiðjuhúss, sem félagið hefur í smíðum og mun fullgert á næsta sumri. Grunnflötur Jress er 376 lermetrar, tvær hæðir með risi og svo kjallari undir nokkrum hluta hússins. Sama dag var aðal- ípndur félagsins haldinn, og stjórnin endurkosin, en hana skipa: Eiríkur Ásbjörnsson, for- maður, Sæmundur Jónsson fé- hirðir, Helgi Benediktsson ritari og meðstjórnendur Ársæll Sveins son og Tómas Guðjónsson.

x

Framsóknarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.