Elektron - 01.05.1918, Page 8

Elektron - 01.05.1918, Page 8
36 ELEKTRON því að bæjarsíminn okkar er í því hörmulega ástandi, að hvergi myndi látið óátalið. Ég hefi talað um þetta mál við einn af málsmetandi mönn- um síinans og spurt hann hvernig á því standi, að eigi sé hægt að fá tal- síma hér í Reykjavík, án þess að ganga með grasið í skónum á eftir náunganum og biðja hann, annað- hvort að afsala sér síma sínum, eða leyfa að setja upp það sem símamenn nefna »millisamband«. Hvernig á því standi, að afgreiðslu bæjarsímans hafi hrakað svo mjög upp á síðkastið. »Borðin eru orðin ,full‘«, svaraði hann, »og ekki hægt að koma fleiri notendum fyrir í þeim. Að afgreiðsl- unni hefir hrakað stafar af því, að borðin eru orðin of skipuð og að hver talsímamær hefir of mikið að starfa, auk þess er kerfið orðið á eft- ir tímanum og þyrfti helst að endur- bæta það hið bráðasta, en nýtt kerfi mun nú kosta nál. 200 þúsund krón- ur, og munu það þykja miklir pen- ingar. Auk þess vantar algjörlega liúsnæðið, til þessara og annara end- urbóta«. Já, húsnæði, Drottinn minn! Éað eru víst engar ýkjur. Ég fékk að líta sem snöggvast inn í kompu þá, er bæjarsímamiðstöðin hefst við i, og sá þar 7—8 múlbundnar ungmeyjar. Það fyrsta sem mér flaug í hug var: »Hvaðan fá þessar stúlkur andrúms- loft, eða geta þær ef til vill komist af án þess, eins og svo margs ann- ars sem þessar verur verða að fara á mis við. Minna má þó ekki vera, en að landssjóður sjái fólki sínu fyr- ir nægilegu andrúmslofti. En ef þetta er rétt, sem ég efast ekki um, að þörf sé á nýju bæjar- símakerfi í Reykjavík og nýju lands- símahúsi, hversvegna er ekki hvort- tveggja útvegað? Væntanlega vantar ekki peninga, en ef svo skyldi vera, mætti reyna að leita hjálpar hjá sima- notendum, eða ef tekjur landssím- ans eru ekki nægilegar til þess að hægt sé að hafa simakerfið sæmilegt og óþægindalaust fyrir notendur, hvers vegna eru símagjöldin þá ekki hækkuð? Við erum orðnir svo vanir öllum verðhækkunum, að hækkun símagjaldanna ætti ekki að þurfa að verða svo tilfmnanleg. Vill ekki þing það er nú situr, taka símann til athugunar og veita það fé er þarf, til þess að koma síma- málum okkar í betra horf? annars er hætt við, að þessi slagæð viðskifta- lífsins veikist um of, og hvernig fer þá? Vox populi. Sumarleyfi. Víðast hvar, hæði hér á landi og annarstaðar, er það siður að gefa mönnum, sem hafa fastan starfa, sumarleyfi. Þetta hafa vinnuveitendur séð að borgar sig, því það er nauð- synlegt hverjum manni að fá ein- hverntíma hvíld frá starfa sinum, til að lyfta sér upp, sem kallað er. Þessi frítími er misjafnlega langur, eftir því hvaða vinnuveitandi á hlut að máli. Hér á landi munu flestir versl- unarmenn fá um hálfsmánaðar sum- arleyfi; sumir lengur, aðrir skemur. Hingað til hafa þjónar landssím- ans oftast fengið 14 daga sumarleyfi. í öðrum löndum, fá símamenn víð- asthvar þriggja vikna leyfi, því starf þeirra er oftast nær mikið erfiðara og fer ver með menn en önnur inni- vinna, t. d. skrifstofustörf. Hefir orð- ið vart við það hér á landssimanum, að fólk þolir ekki að vinna við sím- ann til lengdar, og hefir oft orðið að fá frí um lengri eða skemri tima og jafn- vel orðið að segja upp stöðu sinni

x

Elektron

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.