Elektron - 01.12.1918, Qupperneq 8

Elektron - 01.12.1918, Qupperneq 8
92 ELEKTRON tengdur er með þráðum við hljóðfæri, sem er í öðru herbergi, t. d. íyrir ofan. Þegar svo er leikið á hljóðfær- ið berast hljóðöldurnar með slrengj- unum til hörpunnar, sem þá sýnist leika af sjálfu sér. Fyrst þegar Whe- atstone sýndi þessa uppfundingu sína, ætluðu menn ekki að trúa sínum eigin eyruin og álitu hann mesta galdramann. Þegar frændi hans dó, tók Wheat- stone og bróðir hans við verzluninni eftir hann, en það lýtur ut fyrir að Wheatslone hafi verið lítið gefinn fyr- ir kaupskap því hann gekk úr verzl- uninni fáum árum síðar, og gaf sig þá allan að tilraunum, einkum á sviði hljóðsins. Árið 1823 gaf hann út fyrsta rit- verk silt, um tilraunir sínar á hljóð- inu (New Experiments of Sound) og komst Jiann í mikið álit fyrir það verk, sem var þýtt á mörg tungumál. Wheatstone gerði á þessum árum margar og merkilegar uppfundingar, en það má kenna um feimni hans og óframfærni, að þær voru fyrst skýrðar nokkru seinna af Faraday í fyrirlestrum hans í Royal Institution. Árið 1834 var Wheatstone kominn í svo mikið álit fyrir tilraunir sínar og uppfundingar, að hann var skip- aður prófessor við Kingsháskólann í London. Þar kendi hann aðallega hljómfræði og hélt áfram tilraunum sínum á því sviði. Lagði hann einn- ig stund á ijósfræði, og fann hann upp »Stereoskopið«. Arið 1835 sannaði hann í riti sínu »The Prismatic Decomposition of Etectrical Light« að »spectrum« raf- magnsneista, sem slær milli tveggja málmþráða er mismunandi, eflir því hvaða málmar það eru. Ennfremur sannaði hann að í rafmagnsneista eru smáagnir úr málmum þeim sem neistinn slær á milli. Má telja Whe- atstone með hinum fyrstu spectrum- rannsökurum. Aðal verk og uppfundingar Wheat- stones eru á sviði rafmagnsins og þá einkum ritsímans. Hugði hann að nota mætti rafmagnið til merkjasend- inga og gaf sig allan við að finna upp áhöld til þess. Kom þar kunn- álta hans og fyrri tilraunir á liljóð- inu að miklu gagni. Fann hann upp hinn svokallaða nálasíma (vísira síma), sem hann i félagi við Fotlier- gill Cooke, fékk einkaleyfi á árið 1837. Móttökuáhaldið var þannig útbúið að 5 nálar eða vísirar bentu á bók- stafl, eftir því livernig sendandihn sneri sveif hjá sér. Þessi aðferð var nokkuð seinleg og var sá galli á að þar þurfti 5 línur milli stöðvanna. Wheatstone bætti brátt úr þessum gölluin með 2-nálasímanum sem liann fann upp nokkru síðar, og endur- bætti hann á margan hált. Hann fann upp hraðsímaritunar- tæki (sjálfvirk) þau, sem við hann eru kend og áður hefir verið lýst í Elektron. Með þeim mátti senda 500 orð á mínútu. Eru þau notuð einna mest allra ritsímaáhalda í heiminum. Hér hafa þau verið notuð við afgreiðslu milli Reykjavíkur og Seyðisfjarðar síð- an 1915 og gefist ágætlega. Hann fann einnig upp liina frægu »brú« sem við hann er kend (Wheatstones brú), á- hald sem notað er við mælingar. Wheatstone var manna fyrstur til að gera tilraunir með sæsima og eftir hans tilsögn var búinn til kabill, sem lagður var í Ermarsundið, milli Frakklands og Englands, en sá Kabill varð undír eins ónýtur sökum slæmr- ar einangrunar, sem mest megnis var hampur. Wheatstone varð meðlimur Royal Society árið 1837. Hann gifli jsig árið 1847. Eftir að hann hafði lokið við

x

Elektron

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.