Tuðran - 01.01.2007, Qupperneq 8
Sumar(s)mellur 2007
Sú hugmynd kviknaði á haustdögum
hjá Leó Amasyni fyrrverandi formanni
Knattspymdudeildar að sniðugt væri
að gefa út plötu til styrktar knattspyr-
nudeildinni, þar sem hann sat og var
að raula fyrir munni sér lagstúfa eftir
landskunna sunnlenska tónlistarmenn.
Leó tók upp símann hringdi í Eyþór
Arnalds, sem hefur gert garðinn fræ-
gann með Todmobile um árabil, Einar
Bárðarson umboðsmann og lagahöfund,
Þóri Jóhannsson plötuúgefanda hjá
Reykjavik Records og Sigurð Fannar
Guðmundsson fyrrverandi stormsenter
og núvarandi söngvaskáld.
Þegar Leó hafði safnað saman þessum
ágætu mönnum var stefnan sett á su-
marplötu sem skyldi koma út sumarið
2007, allt með nýjum lögum, alla vega
nýjum upptökum. Þeir listamenn sem
hafa ljáð plötunni lög, eru eftirtaldir:
Hebbi og Gunni úr Skítamóral, Kántrýs-
veitin Kalufar, Todmobile með tvö Iög,
Páll Óskar Hjálmtýsson, Ingó Idol og
Gummi Ingólfs, Einar Bárðarson, Siggi
Fannar, Johanna Wiklund, Sigrún Vala,
Vinir Vors og Blóma, Oxford, Hreimur
Heimisson og Á móti sól. Með þessa
listamenn innanborðs ætti að vera nok-
kuð öruggt að um skemmtilega afurð er
að ræða sem á eftir hljóma í útilegum,
sumarbústöðum og grillpartýum su-
marsins.
Síðan þá hefur mikið
vatn runnið til sjávar
og þegar þessi orð eru
skrifuð þá eru upptö-
kum á plötunni að
ljúka og stefnan sett á
að gefa hana út fyrir
lok júní. Allir aðstan-
dendur plötunnar og
einnig þeir listamenn
sem fram á henni
koma gefa vinnu sína
og rennur hagnaður
af sölunni óskiptur
til knattspyrnudeil-
dar UMF Selfoss. Sigurður Fannar og
Þórir Jóhannsson höfðu yfirumsjón með
upptökum og framleiðslu plötunnar en
Eyþór Arnalds í félagi við Leó Árnason
sjá um sölumálin. Sérstakur ijárgæs-
lumaður verkefnisins er enginn annar
en hinn góðkunni lögfræðingur Óskar
Sigurðsson.
Það verður spennandi að fylgjast með
framvindu þessarar plötu og vilja að-
standendur hennar hvetja alla þá sem
hafa gaman af góðri tónlist að skella sér
á eintak og styrkja í leiðinni gott málef-
ni. Til þess að halda úti góðu starfi þarf
að hafa mörg járn í eldinum og sækja fé
með öllum þeim aðferðum sem hægt er
og er það bara einstök lukka knattspyr-
nudeildarinnar að allt það góða fólk sem
að þessari plötu standa skuli vera tilbúið
að fórna tíma sínum til að leggja starfi
okkar lið.
Með knattspyrnukveðju
Sigurður Fannar Guðmundsson
SÖLUUMBOÐ HEKLU SELFOSSI
Hrísmýri 3 Selfossi s: 482 4002
www.bilasalaselfoss.is