Tuðran - 01.01.2007, Blaðsíða 14
Æfingaferð 2.og 3.flokks kvenna í
fótbolta til Englands
Sunnudaginn l.apríl lagði 28 manna
hópur upp frá Selfossi um hádegisbil
og var stefnan sett á England, eftir að
þangað kom tók við tveggja og hálfs
tíma ferðalag í rútu og um klukkan
22.00 komum við til til “Champneys”
sem er heilsubúgarður í
uþb. 118 mílna fjarlægð
firá London.
Staðurinn er staðset-
tur úti í sveit, og þar er
aðstaða hin allra besta
til íþróttaiðkunar, in-
nandyra eru sundlaug,
sauna, nuddstofur,
1 í kam sræktarsal ur,
snyrtistofur, leikfimisa-
lur, leikjaherbergi og
veitingasalir þar sem
bornir eru fram hinir
heilsusamlegustu réttir.
Utandyra eru fótboltavöllur og tennis-
völlur auk hjólaleigu.
Móttökurnar voru höfðinglegar, fyrir
framan hótelið biðu ungir sveinar sem
báru inn farangur þreyttra ferðalanga.
Mánudagurinn hófst með sundæfingu,
Lena Guðmundsdóttir fyrirliði ásamt fyrirliða Nottingham Forrest og dómara
leiksins
morgunmat og fótboltaæfingu, eftir há-
degið var önnur æfing en seinni partinn
var stefnan sett á Villa Park í Birming-
ham þar sem við fylgdumst með leik
Aston Villa og Everton, frábær upplifun
fyrir alla og ekki síst þá sem aldrei hafa
farið á leik í Englandi.
Þriðjudagurinn fór í æfingar og seinni
partinn áttu stelpurnar leik við Tam-
worh sem þær unnu 5-3. A miðviku-
deginum fengu þær gestaþjálfara og
um kvöldið spiluðum við félagsvist.
Fimmtudagurinn rann upp og enn
var æft af kappi en seinni partinn áttu
stelpurnar leik við Nottingham Forest,
hörku spennandi leikur sem fór 0-3, um
kvöldið var video, og þá árituðu þær
einnig treyju sem verður hengd upp í
Champneys á meðal frægra liðar sem
hafa komið þangað til æfinga. Föstu-
deginum var eytt í Bullring versluna-
rmiðstöðinni í Birmingham.
Laugardagurinn 7. apríl var tekinn
snemma og var heimferðin verkefni
dagsins, vorum við komin á Selfoss
um kaffileytið, allir þreyttir en ánægðir
eftir frábæra ferð.
Það var ánægjulegt að fá að taka þátt
í þessari ferð og fylgjast með þessum
frábæru stelpum okkar í leik og starfi.
Fararstjórar
Þjálfarar:Craig Dean þjálfari 2.fl. og
Guðmundur Sigmarsson þjálfari 3.fl.
Fararstjórar Silvía Dröfn Eðvaldsdóttir
og Erla Þorsteinsdóttir
10 stúlkur í 2.fl. og 14 stúlkur í 3.fl.
mm
[f*
BONUS
býður beturl
www.bonus.is